Dagskrá - 20.07.1896, Blaðsíða 3
27
Flokkurinn er fyrsta mynd hins nafngreinda, samkynja fjelags-
skapar. Hann er skipaður einstaklingum, sem eru ólíkir að ætterni,
uppeldi, stöðu og lífskjörum, en eru þó tengdir saman með öílugu
bandi: Sameiginleika trúarskoðana og siðferðislegra bugmynda. Sama
trú, í kirkju, stjórnar og fjelagsefnum, myndar fljótlega einingarbug,
sem styrkir alla þá er bann bafa með einingarinnar afli. — Henn
þurfa ekki annað en líta á, hvað kristnin gjörði úr víkikngalýð
Norðurlanda, eða hvernig Húhamet sameinaði rabítahirðingjana í
einn flokk með nýjum trúboðskap. — Af sliku má ráða hvað jafn-
aðarmenn munu geta áorkað innan skamms, með flokksfjelaga skip-
an þeirri, sem komin er á meðal þeirra. Sje fjöldinn lengi saman,
kemur sú skipan fram er vjer köllum flokk. Fjöldinn er fyrsta stig
í flokksmyndaninni. Fjöldinn er eins og sandurinn, þar sem ekkert
band tengir kornin saman. Flokkurinn er klettur sem veitir öllum
árásum viðnám. Þegar lífvænlegar bugmyndir og tilflnningar eru
til meðal fjöldans, laðast þær fljótt saman í eitt, og flokkurinn kem-
ur fram. FlokkBskoðanin er þannig bin fyrsta fasta mynd allra
kenninga. — Allar hugmyndir verða að ganga gegnum hreinsunar-
eld og stigbreytingar flokksmyndunarinnar, ef þær eiga að geta
stofnað fjelagsskap í vísindum, pólitík eða trúarsetningnm skóla eða
kirkna. Engin trú bvort beldur bún er kennd við Húhamet, Búddba
eða Krist, nje beldur kenning jafnaðarmanna nje stjórnleysingja getur
stokkiðyfir þetta stig.
Þar sem nú ýmsir menn mjög ólíkir að nppruna og stöðu tengj-
ast saman í flokknum, fyrir sakir sameiginlegrar hugmyndar eða
hvatar, tengjast einstaklingar með mjög ólíku markmiði í fjelags-
skap stjettarinnar, vegna þess að þeir eru jafnir að stöðu. Flokkur-
inn er fjelagsmyndan sameigiulegra skoðana. Stjettin fjelagsmyndan
sameiginlegrar lífsstöðu. Flokkurinn er frjálsmyndað fjelag, stjettin
að ýmsu leyti nauðungarfjelag. Sá sem befur valið sjer lifsstöðu,
er um leið orðinn stjettarbróðir jafningja sinna. En enginn þarí að
sjálfsögðu að vera flokksmaður. Stjettarbróðirinn mun meir eða minna
gagntakast af þeim anda sem ríkir bjá hans líkum, bve frjálshuga
sem bann kann að vera að náttúrufari. — Stjettin er æðsta stig
hins samkynja fjelagsskapar, því hún er komin fram af sameining
einstaklinga sem eptir uppruna sínum og öðrum lífskjörum hafa
likar hvatir og líkar venjur. Heðal margra stjetta, einkum klerka
og hermanna, likjast einstaklingarnir hver öðrum svo að látbragði,
göngulagi og allri framkomu, að þeir geta ekki leynt stöðu sinni í
neinum dularbúningi.
Stjettarbragurinn læsir sig rígfastan á mennina; að minnsta
kosti kemur einhver andlegur steingervingsblær yfir þá, sem
þurkar út hin ýmislegu sjerstaklingseinkenni. Hinar samstæðu til-
finningar, sem koma fram í svipan meðal fjöldans, fyrir áhrif eins
vilja á annan, — og sem svo hverfa jafnhraðan aptur, þróast hægt
og hægt fyrir vana og ættarerf'ðir innan stjettarinnar, sem ekki er
annað svo að segja, en líkneski hinna tilbreytingalausu mannasetn-
inga, er koma fram í sögunni. Stjettin byrgir alla sína menn að
tilbúnum hugmyndum, og ákveðnum hegðunarreglum — í stuttu
máli að segja, hún tekur af þeim það ómak, að hugsa með sínum
eigin heila. Yiti menn hverrar stjettar einhver maðnr er, þarf ekki
annað, ef svo mætti að orði komast, en drepa gómi á hann á rjett-
um stað, svo fer sálarvjelin hans að hreifast, og aitilbúnar skoðan-
og orðatiltæki heyrast koma fram í röð, hver eptir aðra; þær eru
til í sömu mynd hjá öllum stjettarbræðrum hans.
Þessi mannmörgu, öflugu og íhaldssömu fjelög, eru það sem
helst af öllu sameinkenna Norðurálfuna og Indland. í því landi
fæðast menn í stjettirnar, og þar er svo mikill stjettarígur, að menn
geta ekki haft mök við aðra en sína líka. í þessari álfu ákvarð-
ast stjettin ekki einasta af ætterni eða uppruna, heldur einnig af
menntun og öðrum kjörum mannsins í mannlegu fjelagi; en að þvi
------*—
leyti er jafnt ástatt hjá oss og Indverjum, að menn leita ekki að
daglegri umgengi, heima og heiman, meðal annara en jafningja
sinna. í Indlandi eru þessar reglur trúarboð, sem ekki verður hagg-
að, hjá oss eru þær aðeins nokkurskyns siðferðislögmál, og erþeirra
því ekki gætt jafn stranglega. „Vjer lifum allir, þrátt fyrir það,
í litlum fjelagsskap meðal ættmanna og vina; það er jafnvel ekki
óalgengt að menn taki niður fyrir sig í giptingum meðal Norður-
álfumanna. — En samt er ekki mikill eðlismunur á stjettarig
Indverja og Evrópumanna — að minnsta koBti ekki eptir þvi sem
viðgengst í stórlöndum álfu vorrar.
Yfir stjettinni er það sem hjer er nefnt fjelagsdeild, og þar
sem sameiginlegar skoðanir og staða halda flokk og stjett saman,
eru það sameiginlegir hagsmunir sem mynda fjelagsdoildirnar. —
Fjelagsdeildin hefur óljósari takmörk og er ekki tengd jafn fast
saman eins og flokkurinn og stjettin. í þessari aðalflokksmyndan
kemur fjöldiun einkum fram, með æstar geðshræringar og tilbúinn
að ganga út á strætin til þess, að hafast eitthvað að. Þessi flokks-
myndan lýðsins er því hættulegri en nokkur önnur. Henn tala um
baráttu milli fjelagsdeildanna; en i orði kveðnu er sú barátta ekki
annað en framsókn hngmyndanna, lögleg og leyfileg, sje allt gjört
með friði og spekt á venjulegan hátt. En bjóðist gott færi, og
sjeu fáeinir djarfir foringjar til, getur þeasi barátta í vetfangi snú-
ist í uppreisn og fjelagsbyltingu. — Eins og nú stendur eru borg-
arar og verkmannalýður aðaldeildir fjelagsins, en þær vantar ennþá
reglulegt skipulag. Þó verður rígurinn æ meiri og meiri, milli þess-
ara tveggja stórvelda, með hverjum degi sem líður. Það er nóg
til af æsingamönnum, og einn góðan veðurdag stendur allt í björtu
báli, má búast við.
Allt til þessa kefur það verið tvennskonar sálarfræði, er menn hafa
þekkt, einstaklingsins, (eins og heimspekingar og skáld skýrðu hana)
og fjelagsins, eða fræðin um andlega bygging þjóðanna, nokkurskyns
framhald af sálarfræði einstaklingsins — einungis umfangsmeiri og
flóknari. Sálarfræði fjöldans, sem jeg hef lýst í einstöku atriðum í
þessari grein, er alólík hinum öðrum fræðigreinum. Hún er byggð
á hinu nýfundna náttúrulögmáli, að margir menn saman í heild,
opt og tíðum sýna önnur sálareinkenni, en einstaklingar heildar-
innar.
Eiríkur Magnússon H. A. í Cambridge, hefur nýlega samið
mjög fróðlega ritgerð til svars gegn sjera Arnljóti á Sauðanesi. Er
þar skýrt ljóst írá fyrstu tildrögum til þess, að landBsjóður hefur
verið gerður að innleysanda íslenskra bankaseðla í Kaupmannahöfn.
Höf. samdi ritgerð þessa til birtingar í „Dagskrá“, en vegna
þess að ekki þótti hentugt að búta hana í sundur í fleiri tölublöð-
um, verður ritgjörðin send út sjerprentuð með blaðinu í þessari viku.
Hvernig sem litið er á málið, að því er snertir viðskipti lands-
sjóðs og ríkisBjóðs er leitt hafa af seðlainnlausninni, ættu menn að
lesa þessa ritgerð hleypidómalaust. Eeynsla annara þjóða ætti að
gjöra íslendinga varkára í dómum um skoðanir þeirra manna er rita
um landsbankann; margfróðir vísindamenn í útlöndum hafa einatt
staðið hver móti öðrum, með þveröfugar skoðanir í banka- og fín-
ansmálum, þar sem sýnast mætti að auðveldara væri að leysa rjett
úr, en þrætunni milli hr. E. M. og sjera Arnljóts. — Því þó hjer
sje aðeins um smábanka að tala, liggja allar hinar sömu vanda-
spurningar fyrir, um landsbankann eins og aðrar erlendar stofnanir
af sama tagi.
Guðmundur Bjðrnsson, hjeraðslæknir, fór með „Botnia“ 12.þ. m.
til Noregs, til þess að kynna sjer lækningar á holdsveikum mönnum
þar.
Hallgrímur biskup Sveinsson, hóf vísitasiuferð til Vestur-
lands með landsskipinu „Vesta", er fór 17. þ. m.