Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 07.08.1896, Blaðsíða 1

Dagskrá - 07.08.1896, Blaðsíða 1
Verö árg. (minnst 104'«arkir) 3 kr.t borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin viö 1. júli komi til útgefanda fyrir októberlok. D A&SKRÁ. I, 12. Itevkjavík, föstudaginn 7. ágúst. Frá útlönclum. Kmh. 27. júlí 1896. ííoregur. Þaðan fara nú sögurnar þessa dagana. Vjer eigum ekki við telegrömmin til þýsku blaðanna um hvar í Noregi keisarinn þeirra hafi borðað miðdegis- mat eða kveldmat, í hvaða brekku hann hafi sest eða hvaða gil hann hafi skoðað; ekki eru það tiðindi held- ur, þó að Óskar Svía- og Norðmannakonnngur haldi ræð- ir fyrir þeim í Björgvin og Niðarósi; hann er snjall- mæltur að vísu, en oss þykir meira varið í það sem norskir þingmenn eru að ræða og samþykkja á þessum tímum. Það er alkunnugt heima, að Norðmenn eru farmenn miklir, eiga skip á öllum höfum og einar þrjár þjóðir eiga meiri verslunarflota en þeir. Því hafa samgöngur þeirra við útlönd verið ágætar laugalengi; norsku kaupmenn- irnir senda skipin sín eptir varningi í framleiðslustöð- varnar, og senda þau beina leið til kaupanda með þær vörur sem þeir hafa að selja; t. a. m. sendaþeir ekkifisk sinn til Danmerkur og Bretlands, til að láta selja hann þaðan aptur, heldur fara þeir rakleiðis með hann til Spánar og Portúgals og Ítalíu og annara staða, þar sem fiskur er jetinn; þeir selja og kaupa sem mest milli- mannalaust; því er kaupmannastjettin auðug þarílandi og þá framkvæmdarmikil og rík í landi; norskir full- trúar eru í öllum meginborgum Evrópu og víða annar- staðar, og skýra jafnan frá viðskiptahorfum í kringum sig. Og ríkið hefur jafnan látið sig þennan aðalatvinnu- veg miklu skipta og rjett lionum hjáiparhönd þar sem það gat og við þurfti. Þannig heldur það uppi stöðug- um skipaferðum milli Noregs og Spánar, tií þess að flytja fisk og nú rjett nýlega hefur stórþingið samþykkt verslunarsamning við Portúgal um linun á aðflutnings- gjaldi á fiski. Sem sagt er, utanlandsviðskiptin og samgöngurnar við útlönd eru í góðu lagi. En Norðmenn eru farnir að sjá, að það er ekki nóg, ekki nærri nóg; samgöngurnar inn- anlands þurfa að vera góðar líka, ef vel á að vera. Og þess vegna taka þeir nú lán á lán ofan til þess að leggja járnbrautir neðan úr kaupstöðum og upp endi- langa dali; brýr og vegi hafa þeir þegar áður, en bænd- unum þykir það ekki nóg; þeir vilja koma ketinu frá sjer nýju, þeir vilju ekki þurfa að vera marga daga á leiðinni með rekstrana sína og þeir vilja koma smjer- 11 1896. inu frá sjer nýstrokkuðu. Þessum kröfum bænda hef- ur stórþingið sinnt bæði fljótt og vel. Svona er það á flestum öðrum verklegum sviðum, að hver framkvæmdin reknr aðra hjá Norðmönnum; en þó eru framkvæmdirnar engu minni er horfa til menntun- ar og upplýsingar. Og þar er þeim mest um það prakt- iska að gera. Að börn og unglingar læri að þekkja lífið og náttúruna, læri að sjá það sem í kringum þau er og dæma um það, og þá sjerstaklega að þekkja ætt- jörðina; bæði sögu hennar og allt ásigkomulag, það er það sem öll siðuð lönd segjast hafa fyrir augum. En Norðmenn ganga hjer feti lengra en aðrir, því að fyrir fám dögum samþykkti stórþingið að afnema skyldi lat- ínu og grískukennslu í öllum latínuskólum ríkisins. Þann tíma allan leggja þeir til kennslu í nýju málun- um, í sögu ættjarðarinnar, í sögu heimsins frá stjórnar- byltingunni miklu, til almennrar kúltúrsögu og kúltúr- sögu Noregs og til annarar nytsamrar (praktiskrar) fræði, er ungum mönnum má koma að notum síðarmeir, í hvaða stöðu sem þeir koma. Þeir höfðu sett nefnd manna 1890 til að undirbúa þetta mál, og nú vantar það svo að segja ekkert annað en undirskript konungs. Stjórnin vildi halda dálítilli latínukennslu í skólunum, en þingið vildi hvergi iáta kenna latínu nema við há- skólann, og þangað verða þeir að sækja hana, sem vilja verða vísindamenn. Enda segja Norðmenn, að þeir ætli sjer ekki að ala upp vísindamenn í skólunum sínum, heldur praktiskt og sjálfstætt fólk, sem best úr garði gert að þreki og kunnáttu á því, sem þart til að kom- ast áíram. Þetta er styst af Norðmönnum, frændum vorum, að segja, að þeir eru ákafamenn í skapi og kappsamir og hagsýnir, elska Noreg og allt sem norskt er um fram allt, og leggja sig fram, ekki til að halda honum i því standi sem hann er, heldur til að sníða hann um eptir sínu skapi. Á Frakklandi er Edmond de öoncourt látinn, skáld á bundið mál; þeir voru tveir bræður Jules & Edmond og mjög frægir. Edm. ráðstafaði þannig eigum síuum, að 10 frakknesk skáld skyldu fá renturnar, 1000 fr. á ári hver; þeir mættu ekki vera í akademíinu, því það hataði Goncourt, og t. d. vildi hann ekki taka Zola í sinn íjelagsskap, vegna þess að hann hefur sótt svo freklega eptir akademíinu franska. Annars er allt kyrt og tíðindalitið. Spánverjar eru að búa her sinn móti

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.