Dagskrá

Issue

Dagskrá - 10.08.1896, Page 3

Dagskrá - 10.08.1896, Page 3
51 mál að fara að hverfa til pápiskunnar aptur, og ekki virðist heldur amenið þurfa að vera vanþóknanlegra, þð það sje haft í hljóði. — G. — Valshreiðrið. [Framli.] Trólofunin breytti ekki sambúð okkar að neinu nema því, að við fundumst nú á heimilum okkar þegar við vildum. Foreldrar hennar og frændi minn voru ánægð með þennan ráðahag, og allir aðrir álitu mjög jafnt á komið með okkur. Hún var fallegasta stúikan í sveitinni, og ein af þeim efnuðustu. — Jegvarþar á móti bláfátækur, og hafði frændi minn, með fram fyrir ósk ýmsra sókn- arbarna föður míns, sem hafði lengi verið prestur í þessari sókn, tekið mig að sjer til uppeldis, eptir að jeg hafði misst foreldri mín bæði. — Bn þegar jeg stálpaðist, rjeði hann af að senda mig í skóla, og jeg var nú einasti lærði maðurinn í þessu byggðarlagi. Allt þetta jafnaði sig vel upp, og það styrkti okkar unga ástaband að við mættum alstaðar hlýjum kveðjum og góðum óskum meðal ná- granna okkar. En þekking sú á lífinu og mönnunum, sem jeg aflaði mjer síð- ar, er jeg kom út í heiminn, hefur skýrt það fyrir mjer eptir á, að lund og eðli þessarar fyrstu heitmeyjar minnar var ekki fallið til neinnar hversdagsgæfu, þó hamingjan sýndist leggja greiða og beina leið fyrir okkur bæði. Meðan við ijekum okkur, var allt eins og það átti að vera; i leikjunum eru aðeins dregnar upp myndir af alvörunni, og vjer höfum opt jafnt gaman af því að vinna og t&pa, sigra og sigrast. |En þegar leikjunum er lokið, kemur allur annar svipur yfir Bækjendur og verjendur í þessum kappleik, sem kallaður er líf. Unnusta mín var allt of kappsöm til þess að geta orðið ánægð. Hún lagði allt sitt fram í smáu og stóru, allt í einu ef til viil, þegar maður sist vænti þess, og hún var þess vegna vel fallin til þess að bera hærra hlut; en það er fullt eins mikið komið undir því, að kunna að gleðjast yfir sigrinum, eins og hinu, að afla hans. — Jeg tók alls ekki eptir því, lengi fram eptir ástadögum okkar, að hún rjeði optast fyrir okkur báðum. — í leikjunum, eins og líf- inu sjálfu, kemur það fram, að tvennir viljar geta aldrei orðið að einum eða sama vilja. Tveir eða fleiri geta, að því sem verður ráðið af því ytra, fallist á eitt mál. En i raun rjettri er það þá ætíð svo, að annar lýtur yfirráðum hins. — Okkur greindi opt á áður en alvaran kom og skildi okkur til fulls, og hún varð optast hlutskarpari; ekki svo mjög af því, að hún setti vilja sinn bein- línis yfir minn, heldur af því, að hún varði meira afii og kappi til þess að sannfæra mig, heldur en jeg til þess að koma henni á mitt mál. — Þegar við töluðum um það, hvert við ættum að fara þenn- an daginn, eða hvað við ættum að gjöra okkur til skemmtunar þeg- ar þangað væri komið, fór það optast svo, að jeg fjekk að leggja eitthvað til fyrst, en það var sjaldnast, að tillagan væri samþykkt. — Hún hafði hugsað sjer enn betri stað, og hafði augastað á enn skemmtilegri leik. Og jeg varð opt&st að játa, að hún færði sann- færandi rök fyrir því, sem hún hjelt fram. Hún stóð kyr fyrir frarnaD mig, lagði stundum hendina á öxlina á mjer, og talaði svo skýrt og með svo mikilli áherslu um allt sem þræta valt á, hve lítið sem það sýndist vera, að jeg fann, að það hefði verið óvinsam- legt, jafnvel ranglátt, að viðurkenna ekki, að hún hefði á rjettu að standa. Hún var aldrei fallegri heldur en þegar hún lagði sem mest kapp á að telja manni hughvarf. — Einstöku sinnum kom þaðfyr- ir, að jeg varð heitur og stóð fast á mínu máli. — Jeg hagaði þá orðum mínum svo vel sem jeg hafði vit á, og setti ástæður mínar skipulega fram, með og mót. Hún hlustaði þá á mig til enda, og brosti opt, einmitt þegar mjer fannst jeg reka smiðshöggið á, og taka af allan efa um það, hvað rjett væri eða rangt í því efni, sem við ræddum um. En þegar jeg loksins hafði lokið mínu máli, tók hún allar ástæður mínar í rjettri röð, liðaði þær sundur eins og lærðasti miðaldaspekingur, og gat alloptast snúið mjer á sína skoðun, að minnsta kosti i bráðina. — Margar konur verða ókvennlegar þegar þær beita sjer í sam- ræðum, en unnusta mín var ekki svo. Hún var prúðust og hreif hnga manns mest, þegar hún líktist mest Bjálfri sjer, og það gjörði hún þegar um eitthvað var að keppa. Hún var ein af þeim. — Viljinn var æðsta gáfa hennar, og það kom nýtt líf og yndisleikur yfir hverja hreifing hennar, þegar hún þurfti viljans með. En hversu mikla •sanna yfirburði sem vjer finnum hjá öðrum, er ætíð einhver taug í oss sjálfum, sem vill ráða, og þó ástvinir vorir eigi í hlut, leitum vjer undan, á aðrar leiðir, ef vjer finnum að vjerget- um aldrei beygt þá undir vorn eiginn vilja. Það bar við að hún gjörði allt til þess að láta mig finna, að hún hefði engan annan vilja en minn. — Hún gat upp á allar mín- ar óskir, og styrkti allt sem jeg sagði, með enn heppnari og hittn- ari rökum, en jeg sjálfur hafði getað fundið. Þá daga sem þannig lá á henni, var jeg töfraður af ást og vinarhug til hennar, og hefði ekki getað hugsað mjer að lifa án þess að hún Iifði með mjor. — En þessir dagar voru ekki eins margir og hinir, og smátt og smátt Iæddist sú meðvitund inn í huga minn, að hún ekki einasta stæði ofar en jeg heldur líka að hún fynndi það sjálf, og það er sú hættu- legasta raun sem nokkur kona getur sett karlmannBást i; því er nú einu sinni svo varið, að karlmennirnir vilja hafa tögl og hagldir, þó það sje ranglátt, þegar völdin væru betur komin i höndum konunnar. (Framh.). Löggildingar. Alþingi vort hefur verið mjög iðið við löggildingar smáhafna kring- um allt ísland, undanfarin þingár, og er það lofsvcrt frjálslyndi sem lýsir sjer i þessu, enda þótt það sje nokkuð kátlegt, að löggilda hafnir sem ekkert skip kemur nálægt, hvað þá heldur að nokkur verslun eða kaupskapur sje þar til, eius og átt hefur sjer stað um suma voga og víkur sem löggjafarvaldið hefur sæmt á þennan hátt. En það eru aðrar löggildingar sem allmikið hefur borið á, á síðustu tímum, án þess að þær sjeu lofsverðar í sjálfusjer, eða lík- legar til góðs árangurs. — Það eru löggildingar ungra óreyndra manna, er hafa fengist við skólanám í einhverri fræðigrein, og sækja svo um styrk til alþingis til þess að framkvæma eitthvað sem að fræðigrein þeirra lýtur. Það eru jafnveí sjaldnast eiginlegar fram- kvæmdir sem um er að ræða, heldur „rannsóknir“ eða frekari full- komnun í námi þeirra, sem fjárstyrkinn á að veita tii. Þessum styrkbeiðendum verður alloptast eitthvað ágengt, jafn- vel þótt ekki sje hægt að sýna fram á, að þeir hafi fengið fjeð sak- ir frændskapar við einhvern þingmann, með eptirfarandi atkvæða- sölu. — Slíkt er auðvitað ekki ósjaldan aðalrótin til þess að þeir eru skráðir á fjárlögin. En styrkurinn sýnist stundum veittur ein- ungis vegna þess að þinginu virtist heppilegt að „authorisera“ ein- hvern ungling til þess að annast allar opinberar framkvæmdir lands- manna i einhverja tilekna átt, næsta mannsaldur, Þó alls engin líkindi sjeu til þess að ætla, að þessi eða hinn nýbakaður kandidat geti nokkurntíma orðið til verulegs gagns, er hann tekinn gióðvolgur úr skólanum, og settur á laun af landsfje, og honum fenginn starfi í hendur, sem engum mundi trúað fyrir um allan heim utan íslands, nema þeim sem áður hefði sýnt dugn- að, fyrirhyggju og hæfileika til þess sem gjöra á. — Þegar svo þessi dilkur er einusinni kominn á spenann hjá landsjóði, verða

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.