Dagskrá - 31.08.1896, Síða 2
74
úr því að þeim eina manni sem hann treysti vel tii að
gæta safnsins var ekki lengur á að skipa. Tók hann
því aptur hina fyrri yfirlýsing, áður en umsoknarfresturinn
var útrunninn. — En þrátt fyrir það hafa hin íslensku
stiptsyfirvöld veitt Jóni alþm. Jakobssyni einnig þennan
starfa.
Það eru sannarlega orðin fjölbreytileg störf sem þessi
ungi maður hefur á hendi. Hann er alþingismaður, hann
er fargæslustjóri, hann er landsbókasafnsvörður og hann
er forngripasafnsvörður. — Menn vita að vísu að hann
er allvel greindur maður og hefur gefið sig við mál-
fræði við Hafnarháskóla. En slikt nám kennir mönn-
um ekki að gæta eimskipa eða þekkja forngripi. — Og
hafi almenningur á þessu landi nokkurntíma haft ástæðu
til að þess furða sig á því hvernig valið er hjer um
opinbera starfsmenn, virðist þessi síðasta veiting hljóta
að vekja eptirtekt hugsandi manna, sem vita að stofn-
anir vorar eru gjörðar fyrir almenning en ekki fyrir
einstaka menn.
Ekkert samviskusamt veitingavald, sem ekki leysir
allan taum af hlutdrægni sinni og bersýnilegri rang-
sleitni, lætur hafa sig til þess að lofa embættum fyrir-
fram, áður en það veit hverjir munu sækja um stöðuna.
— Stiptsyfirvöld vor hafa því hlotið að hafa frjálsar
hendur á síðasta degi umsóknarfrestsins, og þau hafa
því blátt áfram hafnað þeim sem allir álíta manna best
færan til þess að varðveita og auðga fornmenjar vorar,
og tekið í hans stað óreyndan mann, sem aldrei hefur
sýnt neina sjerstaka þekkingu eða hæfileika í þessu.
Það sje fjarri oss að vilja vantreysta hr. J. Jakobs-
syni til þess að gjöra allt sem að þessu starfi lýtur svo
vel sem honum er unnt. — En ber hann nokkurt skyn-
bragð á fornmenjar, fremur en hver annar almennt
menntaður maður, eða er það líklegt að hann geti mælst
í þessu við vel fróðan mann, sem alkunnur er að elju
og alúð við þetta dýrgripasafn vorrar fátæku þjóðar?
Yjer fyrir vort leyti álítum það rjettast að alþingi
taki aptur hinn árlega styrk til gripakaupa þangað til
fornfræðingi verður fengin þessi staða aptur í hendur,
og að almenningur, sem opt mun af þjóðernisrækt selja
safninu við lægra verði en einstökum mönnum, haldi
gripum sínum fyrir sig þangað til boðið verður í þá af
einhverjum, sem ætla má að beri betra skyn á forn-
menjar, en líklegt er um þennan starfsmann sem stipts-
yfirvöldunum hefur þóknast að láta vorn besta fornfræð-
ing innanlands, standa upp fyrir.
Enn um Nansen.
(Frá, fregnritara Dagskrár 1 Höfn).
Fimmtudag h. 13. þ. m. þutu hraÖBkeytin í allar áttir frá
Vardö í Noregi. Þau færðu mönnum þá ðvæntu fregn, að dr. Frið-
þjófur Nansen væri heim kominn úr glæíraíör þeirri, er hann hóf
á öndverðu ári 1893, og heitið var til heimskautsins. Þegar hann
lagði frá landi skipi sínu „Fram“ og hjóst að leita heimskautsins,
óskaði allur hinn menntaði heimur honum fararheillar, en flestirör-
væntu um, að hann næði næði takmarki sínu. Þar er fljótt frá að
segja, að ekki gekk honum ferðin allsendis að óskum, því að heim-
skautinu komst hann ekki, en þó ljóka fiestir upp einum munni
um það, að hjer sje mikið afreksverk unnið, og þykir Nansen garp-
ur hinn mesti.
Frá ferðinni er það að segja, að Nansen lagði út úr Júgor-
sundi i ágústmánuði 1893 og lenti í ís miklum við Síberiustrendur,
en braust í gegn um hann. í Karahafinu fann hann allmikla ó-
ókunna eyju og margar aðrar smærri fram með Siberíuströndum. Loks
komst hann í auðan sjó og sigldi í norðurátt, þar til hann náði 78.
br.stig. Hann festi þar skip sitt við jaka og ljet berast með ísnum
norður og vestur úr öllu valdi. Jakarnir riðluðust að skipinu og
var við því búið þá og þegar, að skipið brotnaði í spón, og myndu
fæstar ferjurnar hafa þolað þann ógang, en „Fram“ reyndist mesta
gæðaskip og bar það allt af. Þegar jakarnir riðluðust að skips-
hliðunum, lyptist „Fram“ upp eins og máfur á báru og sakaði
hvergi, svo var hann haglega tir garði gerður. Þarna lágu þeir í
ísnum og ljetu reka allt þar til er komið var á 83. st. norður-
breiddar, og hafði enginn mennskur maður komið fyrri á þær slóðir.
Nansen þótti nú tvísýnt, að „Fram“ bæri lengra norður. Þó
vildi hann ekki láta hjer við sitja, heldur rjeðist til uppgöngu á
ísinn og hjelt beint I norðurátt við annan mann. Sá hjet Johan-
sen, ungur sjógarpur úr flotaliði Norðmanna. Þeir fjelagar höfðu
meðferðis 28 hunda, 3 sleða, 2 segldúkskænur og vistir til 100 daga.
Verður eigi annað sagt, en að þetta væri mesta glæfraför, og ofur-
hugum einum ætlandi, því þess mátti vænta, að skipið von bráðar
tæki að reka með ísnum suður á við, en norður á við, þar er leið
þeirra tveggja lá, var eigi annað að sjá en ísvöllinn ómælandi og
ekki að vita hvað við kynni að taka þegar lengra kæmi norður.
Þeir fjelagar hófu göngu sína 14. mars 1895, og varð htin
þeim eigi greið. ísinn var ósljettur mjög og tálmaði það förinni
stórum. 22. mars voru þeir komnir á 85. gr. norðurbreiddar, en
þá tók isinn að reka suður á bóginn, og þóttu þeim það ekki væn-
legar horfur. Þeir áttu í mestu vandræðum með að brjótast áfram
með sleðana og farangurinn, en náðu þó loksins 7. apríl 86. st.
Þá var ísinn ógengur með öllu lengra norður. Þeir ljetu eptir all-
an farangur og freistuðu að ganga á skíðum enn lengra í norður,
en urðu að hverfa frá aptur. í 3 vikur var hjer um bil 40° frost.
Þegar Nansen sá, að eigi var unnt að komast lengra norður,
beindi hann för sinni til Frans-Jóseps-lands. Þeir fjelagar komust
á þeirri leið i margar þrautir. 12. apríl kom apturkippur í stunda-
klukkurnar og hættu þær að ganga. Þeir fjelagar voru þá í nokk-
urri óvissu um, hvar þeir fóru. Loks tók þá að þrjóta vistir og
urðu þeir að slátra hundunum. Færðin versnaði dag frá degi og
vakirnar í ísnum fjölguðu óðum. Þeir bjuggust stöðugt við að sjá
land, en vonir þeirra brugðust dag frá degi. 22. júni skutu þeir
kópa og nokkru síðar 3 ísbirni. SettUBt þeir þá um kyrt og biðu
þess að snjó leysti af ísnum, og lifðu við saltað bjarndýrakjöt. 23.
júlí lögðu þeir aptur af stað og næsta dag komu þeir í landsýn,
en þekktu eigi landið. Færðin var svo slæm, að þeir náðu eigi til
lands íyrri en 6, ágúst. Yoru þeir þar komnir að 3 ókunnum eyj-
um, er voru snævi þaktar, og nefndi Nansen þær Hvítaland. Þvi
næst hjeldu þeir sjóleið vestur á bóginn og fundu 12. ágúst fyrir
sjer víðáttumikið land, er þeir báru eigi kennsl á.
Þeim fjelögum fór ekki að verða um sel, er þeir fundu ekki
annað fyrír sjer en óþekktar slóðir. Þó gátu þeir þess til, að þeir má-
ske myndu komnir að ströndinni á Frans-Jóseps-landi, er enn var ó-