Dagskrá - 31.08.1896, Síða 3
75
könnuð. Þeir iögðu aptur vestur á bóginn og beygðu svo suður á
við og sigldu með ströndum fram. Hugðust þeir þannig mundu ná
Spitsbergen. Þeir lágu fastir í ís í viku og komu loks 26. ágúst
að landi, er þeim þótti hentugt til vetrarsetu. Bjuggust þeir þar
um og sátu vetur allan til vors. Lifðu þeir á morknu bjarnar-
slátri og selspiki og leið allvel.
Þegar vora tók og ísa leysti, tóku þeir að búast til brottferð-
ar. Saumuðu þeir sjer föt og lögðu því næst á stað á kænunum.
Þeir hjeldu í vestur og hittu von bráðar fyrir sjer land. Hjeldu
þeir þá landveg í suðurátt og komu loks til strandar. Lögðu þeir
því næst aptur út á djúpið og hugðust mundu ná Spitsbergen, en
18. júní hittu þeir fyrir sjer ferðalang nokkurn, er Jaekson hjet,
og einnig var á heimskautsför, og varð það fagnaðarfundur. Tók
Jaekson við þeim fjelögum og flutti óðar til Noregs.
Enn sem komið er verður eigi með vissu skýrt frá því, hverja
þýðingu þessi för Nansens hafi, en engum dylst það, að bjer sje
mikið verk af hendi leyst. Hann hefur fundið ný lönd, komist
lengra norður en nokkur hefur áður komist, og fengið nokkurn veg-
inn fulla vissu fyrir því, að autt haf muni vera við heimskautið.
Dr. Friðþjófur hefur þegar fengið yfir 2000 hraðskeyti frá
mönnum um allan heim.
Útlendar frjettir.
Kmh. 20. ágúst 1896.
Li-Hung-Sjang er í ferðalagi enn og er nú kominn til Eng-
lands. Áður hefur hann verið á EúsBÍandi, Þýskalandi og Frakk-
landi. Honum var alstaðar tekið vel, en mest var haft við hann á
Þýskalandi; menn hjeldu hann mundi kaupa fjarskan allan af varn-
ingi, einkum iðnaðarvöru, en hann vildi ekkert kaupa, og þá fyrrt-
ust Þjóðverjar og gera gys að Li síðan. Erindi hans mun vera, að
fá leyfi stórveldanna til þess að hækka toll á varningi sem flyst inn
í Kína, en sagt er að það gangi stirt; einkum eru Englendingar þung-
ir fyrir; og ensku blöðin eru honum ekki vinveitt, og keppast um
að segja sem flestar gyssögur um hann og hátterni hans.
Li vildi endilega sjá Gladstone og bað hann um að lofa sjer
að koma til hans. Það var auðsótt. Li kom á ákveðnum tíma og
nú skeggræddu öldungarnir nokkra hríð, náttúrlega með túlk.
„Þjer hafið þjónað drottningunni í mörg ár, og opt verið ráð-
herra“, sagði Li.
„Fjórum sinnum11.
„Þjer haflð unnið ættjörð yðar aðdáanlegt og ómetanlegt gagn“.
Gladstone svaraði: „Jeg vildi að mjer hefði auðnast að gjöra
langtum meira. Jeg hef gjört það sem jeg hef getað; en heppnin
hefur ekki elt mig alla tíma“.
Nú varð þögn litla hríð, þá Begir Li allt í einu:
„Eruð þið Lorð SalÍBbury á sama máli um alla hluti?“
„Yið Salisbury erum á sama máli um marga hluti og jeg dá-
ist að mörgu hjá honum. Hann er vel að sjer gerr um flesta hluti“.
Margt hjöluðu þeir fleira.
Krítey. Enn er óvíst hvað um Krítey verður. Stórveldin eru
að bera sig saman um hvað gjöra skuli. Flest hin meiriháttar blöð
halda þó, að Eússar, Frakkar og Englendingar muni skakka leik-
inn og veita Krítey sjálfstjórn, en það er alveg óvíst. Sem stend-
ur hamast rússnesku blöðin móti Engl., og kenna þeim um upp-
reistina i Armeníu, á Krítey og viðar. Þau virðast alls ekki vita
af því að Englar og Bússar ætli að verða samtaka. Þar á móti
hallast þau að Þjóðverjum og eggja þá gegn Englum. — Grikkir
veita eyjarskeggjum þá hjálp sem þeir geta. Stjórnin hefur, fyrir
áeggjan stórveldanna bannað vopnasendingar og alla liðveÍBlu við
uppreistarmenn, og hefur herskip á verði meðfram öllum ströndum,
en það kemur fyrir ekkert; grískir herforingjar, liðsmenn og alþýðu-
menn strjúka hópum saman til eyjarinnar og berjast með frændum
sínum.
IJm fyrirætlanir stórveldanna segir svo i einu blaði (Intern.
Korresp.): „Krit, Sýrland og Armenía fá sjálfstjórn hvert við sitt
hæfi, en stórveldin h&fa tilsjón með þeim, þannig að Armenía fær
vernd Kússa, Englar vernda Krítey og Frakkar Sýrland, og hafa
leyfi til að skerast í ef óeyrðunum linnir ekki“. Þetta bollaleggja
nú blöðin en líklega verður reyndin allt önnur.
Nú er dómur fallinn i máli Jamesons og fjelaga hans. Sjálf-
ur hann er dæmdur í 15 mánaða fangelsi, einn fær 10 mánaða fang-
elsisvist, einn 7, hinir 5. Frjálslyndu blöðin láta vel yfir dómnum,
en hin una því illa, að svo góðir Bretar skyldu verða dæmdir til
fangelsis.
Þjóðvei'jar ræða kappsamlega þann kost eða ágalla keisarans
síns, að hann getur ekki haldið neina ráðgjafa lengur en 1 eða 2 ár,
vegna þess að hann vill einn öllu ráða. En með því keisarinn er ekki
jafnvel heima í öllum greinum, þá vill það verða stundum, að mönn-
um þykir ekki allt jafngott sem hann gjörir. Og opt er það, að
hann fer eptir ráðum þeirra, sem hvergi koma nærri, og tekur þá
fram fyrir hendurnar á þeim sem ábyrgðina hafa. Þannig varð það
að v. Berlepsch fór, vitur maður, og nú nýlega hermálaráðgjaflnn
Bronsart v. Schellendorf, sjálfstæður maður og fastur fyrir. Hann
hafði lofað að halda fram endurbót á meðferð saka, sem hermenn
snerta, en keisarinn stóð á móti eða einhverjir menn sem höfðu vald
á keisaranum. Hann víldi ekki rjúfa orð sín og ekki láta undan
keisara, og því fór hann.
Eins og menn vita fjölgar landslýð á Frakklandi minna en í
öðrum löndum svo lítið, að þeir sem fæðast og deyja árlega eru
nálega jafnmargir. Maður einn í Suðurfrl., mikill ættjarðarvinur,
stofnaði sjóð og skyldu vextirnir ganga til þeirrar konu á Frakkl.
sem ætti flest börn, og bauð franska akademíinu að stjórna sjóðn-
um, og sjá um útbýtinguna.
Akademíið hefur svarað og neitað boðinu af þeirri ástæðu, að
barneignir heyrðu ekki undir starfsvið þess.
Hingað til hefur það alltjend þótt fallegt að konur væru „mjó-
ar í mittið“, þó það í rauninni alls ekki sje fallegt og því síður
þægilegt. Oss er því ánægja að geta þess, að nú er það
ekki lengur fint. Þeir sem tískunni stýra hafa ákvarðað að hjer
eptir skuli „gríska mittið“ vera það finasta og fallegasta. Síðan
það frjettist hafa stássmeyjarnar gildnað þetta um 6 þumlunga og
þar yfir. ______________
Ein vinkona skáldsins Heinricks Heine er nýádáin. Hún var
frægust af því að hún stundaði hann í banalegunni, vel ogástúðlega.
Heine kallaði hana „la mouche“ (fluguna), og það var hún kölluð
siðan. Hún hefur skrifað bók um síðustu stundir skáldsins, en Bam-
farir þeirra hefur sænska skáldið Lundegaard notað í síðustu sögu sína.
Jarðskjálftinn.
Kvöldið hinn 26. f. m. og langt fram eptir deginum á eptir, var
einn hinn stærsti jarðskjálpti, sem komið hefur hjer á landi síðan
jarðskjálptann mikla eptir Skaptáreldinn 14.—16. ágúst 1784. —
Fyrsti jarðskjálptakippurinn kom hjer í bænum um kvöldið, þá
er lifði tæpur frjórðungur hinnar 10. stundar. Fólk er úti var hjer
í grenndinni heyrði fyrst dunur, líkt og þruma riði í fjarska, og
litlu á eptir kom kippurinn. Öll hús ljeku á reiðiskjálfi, klukkur
og bjöllur hringdu og ýmsir lauslegir munir fjellu um koll, og smá-
brestir komu í steinbyggingar. Mun kippur þessi hafa staðið yflr
allt að einni mínuútu. — Þar eptir var kyrrt, þar til morguninn