Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 14.11.1896, Side 1

Dagskrá - 14.11.1896, Side 1
Vcrð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin við 1. juh koini til útgcfanda fyrir októbcrlok. DAGSKRÁ. I, 31. Reykjavík, laugardaginn 14. nóvember. 1896. Verslunarmál, Vjer höfum áður við og við leyft oss að benda á hve litla rækt alþingi og stjórn hefur lagt við framleiðslu af landi og sjó, enda þótt talsvert hafi verið gert eða rjettara sagt reynt að gjöra til eflingar góðum samgöng- um og hagkvæmari verslun. Það lítur svo útsem menn álíti það lítilsvert hvort þorskurinn er dreginn úr sjónum eða hvort fóðursins er aflað handa kindinni, sje að eins vegirnir til kauptúnsins nógu beinir og breiðir. En þrátt fyrir það þó sú stefna virðist miða nokkuð frarn hjá markinu, er rjett að athuga það jafnframt hvernig varið er fje landsins í þessa yfirbygging á verslunarvegum og samgöngum frá byggð til byggðar. Það getur vel verið ótímabært að ryðja miklu fje í braut eða brú, meðan samgönguþörfin er svo lítil að hagnaðurinn af vegabótunum er fjarri því að svara viðháldi og vöxtum af kostnaðinum. En þó geta verið enn bersýnilegri mis- tök á því t. a. m. hvar végurinu er lagður eða hvernig brú- in er gerð — úr því lagt var út í tyrirtækið á annað borð. Mistök af þessu tagi eru það þegar löggjafarvaldið gleymir að fleira þarf en eimskip, brýr og brautir til þess að greiða fyrir viðskipturn við útlönd og innanlands. Hið fyrsta aðalskilyrði til þess að bót verði unnin á verslunarkjörum Islendinga er að landsmenn fái betri og auðsóttari peningastofnanir; en þessu atriði hefur verið allt of lítill gaumur gefinn af þingi voru og stjórn, og eru landsbankalögin sem komu bæði seint og illa best- ur vottur þess, hve löggjöfunum hefur verið óljós þýð- ing peninganna fyrir viðskiptalífi þjóðarinmar. Menn hafa ritað margt og mikið um aðgerðir stjórn- arinnar í bankamálinu, og hefur ýmsum virst svo sem hún hafi heimildarlaust stofnað tyrirkomulag það sem nú er, — utan bankalaganna. En þetta er ástæðulaust. — Stjórnin hefur ekki gjört annað eða meira en hún hlaut að gjöra, til þess að bankaseðlarnir gætu orðið gjaldgengur eyrir í viðskiptum milli einstakra manna. — Það er löggjöfunum að kenna og engum öðrum, hvern- ig hagað er þeim eina banka sem til er á landinu. Það er stjórn landsins að kenna þegar menn geta ekki á hverjum tíma sem er og hvar sem er fengiðhæfi- lega mikla lánsupphæð gegn veði í eignum sínum eða út á lánstraust. En þegar litið er á verslunarskipti ís- lendinga við aðrar þjóðir, sjest það glöggt, að bhðirnar eru hafðar fyrir banka úti um allt land, vegna þessað enginn vegur er til þess að fá lán frá neinni aðgengi- legri peningastofnun. Vöruskiptaverslunin með öllum þeim meinum sem henni fylgja, lifir ápeningaleysi lands- manna, cn ekki á eignaleysi þeirra, Landsbankinn er allvel hæfur fyrir Reykjavík og nokkrar sveitir sem næst hggja. — En þar fyrir utan er líttt sækjandi að leita láns í bankann — að minnsta kosti ekki út á lánstraust. Og úr þessu verður ekki bætt tyr en bankinn fær útibú í helstu verslunarstöðum landsins, og ýmsar breytingar verða gjörðar á regl- um fyrir lántöku gegn ábyrgð eða víxilkaupum. Það er því að þakka að bankinn er svo óaðgengi- legur og afarkostnaðarsamur fyrir menn úti um land, að ekki hefur berlega komið í ljós enn, hve ónóg cr seðla- upphæð bankans og starfsmagn allt. Væri landsbankinn notaður jafnt tiltölulega yfir allt land mundu menn ekki una lengi svo litlum og seinsóttum banka. En eins og nú er má heita að hann fullnægi vel aðsókninni, fyrir þá sök að svo fáir sækja að, sem annars mundu leita hans. Það þarf bráðlega að breyta þessu ástandi annað- hvort að tilhlutun hins opinbera eða einstakra manna, ef verslun Islendinga á ekki algerlega að komast undir einokun fárra manna, er hafa ráð og tyrirhyggju til þess að nota sjer fátækt landsmanna. (Mcira). Atvinnuleysi. Einn órækur vottur um skammsýni og ódugnuð landsstjórnar vorrar er það, hve lítið er gjört til þess að opinberri tilhlutan að beita starfskröptum þeim sem | ekki geta fengið atvinnu lijá einstökum mönnum, í þarfir almennings, — á þeim tíma sem menn vita að mest kveður að slíku atvinnulcysi. — Hjer á landi er því svo háttað, að stjórn og þing getur talið sjer vissa vinnu fjölda fólks fyrir mjög lágt kaup langan tíma af árinu, og væri hægt að auðga þjóðfjelag vort stórkostlega með engum kostnaði ef opinberar stofnanir og fyrirtæki væru sett upp með slíkum vinnukröptum sem annars mundu ekki geta unnið sjer eða öðrum neitt gagn vegna þess að atvinnutilboð einstakra manna vantar. Þegar eitthvert verk er unnið hjer á kostnað land- sjóðs, er venjulega farið svo að því að þjóðmegunar- hagnaðurinn af atvinnuleysingjum missist algerlega. Menn eru optast teknir til þess að vinna verkið einmitt á þeim

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.