Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 02.12.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 02.12.1896, Blaðsíða 2
142 þó nieira skáld að lærdómi en andlegri andagipt; á víða mjög örðugt með rímið, og sumstaðar virðist svo, sem liann verði ekki var við, þótt stuðlar og höfuðstafir sjeu á röngum stöðum, og má vera, að lestur útlendra skáldrita eigi töluverðan þátt í því. Hann lileypur sjaldan á skeið, því síður á stökk, en þegar það er, er hann svo einkennilegur og frumlegur, að hann er auðþekktur frá öllum öðrum, og þó ekkert lægi eptir hann nema hið ódauðlega kvæði »Asareiðin«, setn er sjerstakt í sinni röð að fortni og hugsjónum, þá mundi vera skylda að segja, að skáld væri fallið frá, en síðara ljóðasafn hans, sem mestallt er þýðingar úr forngrískum ljóðum, lýsir að eins því, hve vel hann var að sjer og hve mjög hann hafði lifað sig inn í grískt bókmenntalíf. Dr, Gr. Th. var 76ljz árs, fæddur 15. maí 1820 á sama stað og hann dó, en kvæntur 1870, Jakobínu dótt- ur Jóns Þorsteinssonar prests, föður Hallgr. sál. próf. Jónssonar á Hólmum, er liftr mann sinn, og varð þeim ekki barna auðið. Hjáimar Sigurðsson. Verslunarmál. Menn reka einokunarversiun undir nafni kaupfjelagsskaparins. [Framh.]. Vjer höfum áður drepið á það, að einkenni allrar einokunnar í viðskiptum er bundinn markaður, hvort heldur er til sölu eða kaupa. Kinkokunin getur svo apt- ur verið tvennskonar, eptir því hvort hún er skipuð fyrir ineð lögutn eða ákvarðast af því ástandi er verslunar- þegninn lifir undir. Þegar fríhöndlunin komst á hjer á landi, voru laga- leg bönd leyst af verslunarmarkaði þjóðarinnar, en þar með þurfti ekki ástandið að breytast svo að markaður landsmanna á hinum ýmsu kauptúnum yrði frjáls, nje heldur að viðskipti íslendinga við útlenda kaupendur og seljendur færu fram aðeins eptir því hvarkaupmenn vorir og borgarar gætu sætt bestum kjörum. Verslunar- ástandið hjer á landi undir hinni svokölluðu fríhöndlun, hefur þvert á móti einmitt sýnt það svo glögglega sem verða má, að samningar og búðalán geti stofnað hina verstu einokun fullt svovel sem ákvæði löggjafarvaldsins. En allt eins og hinar gömlu > faktorsverslanir« hafa getað rígbundið verslunarmarkað þjóðarinnar og ein- stakra manna, þrátt fyrir fríhöndlunarlögin, eins getur nafn kaupfjelagsskaparins breytt yfir einokun, sem er fullt svo skaðleg eða jafnvel skaðlegri fyrir þjóðmegun og einstakra hagsmuni, heldur en sjálft gamla ástandið sem kaupfjelögin hafa miðað á móti frá fyrstu. Hin einkennilega stofnun íslenskra kaupijelaga hefur vakið vafa og þrætu um það, hvort viðskipti þau, sem rekin hafa verið undir þessu nafni æltu að álítast ver\lun. Þessi vafaspurning hefur bæöi legið fyrir dómstólunum og komið fram á alþingi sem síðar mun verða minnst á. Skoðanir manna hafa verið skiptar um þetta at- ridi, en hvernig sem rjett væri að líta ;i þessi kaupfje- lög er það þc> víst, að hin almenna liugmynd um kaup- fjeiagsskap er ósamrýmanleg við hugmyndina um eigin- lega verslun. Að reka verslun er að kaupa til þess að selja, og gjöra sjer það að atvinnu. En þetta gjöra hvorki kaupfjelagar nje umhoðsmenn þeirra, ef báðir bera það nafn með rjettu, og um aðra verslunaraðila getur ekki verið að ræða í þesskonar fjelagsskap. Flest hin íslensku kaupfjelög eru vafalaust þannig stofnuð í fyrstu, að eiginieg verslun hefur átt að liggja fyrir utan verksvið þeirra, og gjörir það hvorki til nje frá í því efni, þótt einhver hluti fjelagsefnanna sje hafð- ur til þess að reka kaup og sölu. Svokallaðar s'óludeild- ir kaupfjelaganna breyta ekki eðli eða takmarki fjelags- heildarinnar, og eru þær því óviðkomandi máli voru hjer, En eins og þegar er sagt, er það ekki nóg að kalla fjelagið kaupfjelag, nje heldur er það nóg þó stofn- endur samtakanna hafi ætlast svo til í fyrstu, að við- skipti þeirra við erlenda markaði skyldu byggjast á hreinurn kaupum og hreinni sölu fyrir eigin reikning. Það sem líta verður á hjer, er hitt, hvers eðlis þessi kaupfjelagsskapur er nú orðinn í raun og rjettri veru. Og það allra fyrsta sem þá vekur eptirtekt manns er þetta, að umboðsmenn ýmsra kaupfjelaga hjerálandi eru um leið lánveitendur fjelagsmanna að þeim upphæð- um er verja þarf til vörukaupa árlega. Að vísu er ekki með því sagt, að varningurinn þurfi að vera keyptur fyrir reikning umboðsmannanna sjálfra á hinum útler.da markaði; það er vel hægt að greina þaö tvennt livort frá öðru, að lána umbjóðanda fje til að kaupa varning- inn, og hitt að gjöra kaupin fyrir hans hönd. En með sameining þessara tveggja hlutverka, hjá einum og sama manni, er hið fyrsta og stærsta spor stígið til þess, að kauptjelaginn verði vitandi eða óvitandi bundinn á þann sama klafa, sem hann ætlaði sjer að losast frá, þegar hann skildi við búðarborð selstöðu-faktorsins. Því frá þeirri fyrstu stundu sem hann gjörist skuldanautur síns | eigin umboðsmanns, stendur lionum það ekki lengur full- frjálst að skipta um erindreka, hversu svo sem honum kynni að líka meðferðin með umboðið. Næsta stigið í áttina, er það að láta skuldaheimtu- manninn hafa nokkurskonar tryggingarrjett fyrir borgun lánsíns í sóluvarningi kaupfjelagans, eða með öðrum orðum, að hann bindi sig við hinn sama erindreka, bæði til þess að kaupa og selja fyrir sína hönd, og lofi fyrir fram að verja söluandvirðinu einmitt til borgun- ar á skuld sinni við umboðsmanninn. Því þótt hægt sje, á líkan hátt og áður er tekið fram um kaupin, að að- greina í orði kveðnu þau rjettindi er umboðsmaður hef- ur gegn skuldunaut sínum, og hald hans á því fje, er kemur inn fyrir seldan varning unlbjóðandans, hlýtur þessi tvöfalda heimild í reyndinni, að bregða enn einni vafn- ingsblæjunni yfir rjettarstöðu erindrekans gegn kaupfje- lögunum, og að gjöra enn erfiðara apturhvarfið frá þeim

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.