Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 02.12.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 02.12.1896, Blaðsíða 3
i43 rekspöl sem kaupskapur fjelagsmannsins, við útlönd, einu sinni eru komin á. Með þessu fyrirkomulagi er því og slegið föstu ómótmælanlega, að kaup og sala alira slíkra fjelaga á erlendum markaði er vöruskipta- verslun7 og sje því þá bætt við, að skuldahcimtumaður- inn, fjárhaldsmaðurinn og umboðsmaðurinn, fái hið fjórða hlutverk, að vera flutningsmaður varningsings fyrir eig- in reikning fram og aptur, þess sem seldur er og keypt- ur er, þá er hin síðasta brú brotin niður, að baki þess fjelags senr kynni að vilja skilja sig við erindrekann, einhverra orsaka vegna, eða með öörum orðurn, sölu- og kaupmarkaður fjelagsmanna er bundinn og kaupfjelags- skapurinn er orðinn einokunarverslun. (Meira). Farmaðurinn. (Framh.). »Jeg hafði aldrei orðið hræddur á sjónuni, og þó voru róðrar okkar ekki alltaf hættulausir, þvi allt i einu áður en nokkurn varði, gat rjómasljettur sjórinn orðið ófær, jafnt þcim sem vildi komast í land eins og hinum sem vildu komast út. Sú eina geðshræring, sem jeg man eptir, að sjórinn vekti hjá mjer var heit þrá, til þess að þekkja hann, leggja hann undir mig, og kornast út, langt út fyrir miðin sem fiskibátarnir okk- ar sóttu. Þannig leið og beið. Jeg var kominn undir tvítugt og var sterkur og stæðilegur piltur, allvel fær í flestan sjó. Þá var það eitt sumar snemma, að við sáurn hafskip, sem nokkra daga hafði vcrið A sveimi úti fyrir, nálægjast ströndina rjett fyrir neðan bæinn okkar, þar sem svolítill vogur skarst inn í sandana. Skipið sigldi þjett upp undir voginn, og svo var skotið út báti. Okkur þótti þetta nýstárlegt, en sumt heimil- isfólkið var hálfskelkað við þessa ókunnu gesti, sem komu ut- an af hafinu, og enginn fór til móts við þá. Svo komu þeir upp sjáfargötuna fjórir sarnan, einn gekk á undan, en tveir af hinum leiddu þann þriðja á ínilli sín. Þetta var hollcnsk fiskiskúta, og sá sem leiddur var, var sjúkur skipverji, sem hafði óskað að hann væri'róinn tii lands. Þeir gjörðu sig skiljanlega fyrir okkur, með bendingum, dönsku- blendingi, og einstöku orð sem við skildum úr fiskaramáli, og endinn á samtali okkar varð sá, að við tókum skipverjann til hjúkrunar, og skipstjórinn kvaðst mundu koma og vitja hans innan nokkurra daga. Svo sigldi skútan út aptur, en Holllendingurinn varð eptir hjá okkur. Jeg man vel eptir andlitinu á þessum útlendingi, þar sem hann lá við herðadogg i baðstofunni heima hjá okkur. Hann var fölur og úfinn á hár og skegg, og augun ílöktuðu fram og aptur upp í rjáfrið og niður eptir sperrunum. Það var eins og hann væri alltaf að furða sig á öllu sem hann sá, uppapt- ur og aptur, og það skein út úr honum að hann átti heima langt, langt í burtu. Hann át hvorki nje drakk, en renndi augunum bara sífellt upp og niður eptir súðinni og sperrun- um; og svona veslaðist hann upp nokkra daga þangað til eitt kvöld þegar komið var að háttatíma, að hann settist allt í einu upp í rúminu, skimaði allt t kringum sig, mcð stórum, daufum augum, og fjcll svo aptur á koddann og var dauður. Skipstjórinn kom á tilteknum tíma til þess að vitja hans, og þá hafði sá hollenski staðið uppi tvo þrjá daga. Við ætl- uðum að fara að grafa hann því dagarnir voru langir og heitir, og strax sem skipstjórinn var kominn að dyrimum, sá jeg á honum, að hann vissi að hinn var dauður. Hann þreif niður í vasann, tók itpp stóran leðurpung og taldi nokkra silfurpeninga ttpp á hefilbekkinn sem slóð frammi við dyr. Svo gekk hann nokkrum sinnum fram og aptur 1 bæjardyrunum, tautaði fyrir munni sjcr, eitthvað sem við skildum ekki, og gaf lieimilisfólkintt attga á víxl, þangað til hann staðnæmdist fyrir framan mig. Við horfðum fast hvor ( augun á öðrurn sem snöggvast, og jeg fann að okkur hafði báðum ilottið það sama i hug. Jeg vissi að jeg rnundi ekki hafa langan tíma til itmhugsunar og benti út á skútuna. Hann kinkaði kolli. Svo benti jeg á silfurpeningana, og hann tók enn nokkraupp úr leðurpungnuin, og ljct þá hringla í lófa sínum. Jeg rjetti höndina út, og kaupin voru gjörð. (Meira). Nýtt Blað. Cand. Þorsteinn Gíslason, ætlar að gefa út nýtt blað hjer í bænum frá nýjári Blaðið á að heita »ísland.« Dýralæloiir. Magnús Einarsson, cand. vetr., er af landshöfðingja skipaður dýralæknir í Suður- og Vesturöintun- um frá 1. f. m. Bústáður hans verðttr ákveðinn síðar cptir tillögum hlutaðeigandi amts. <©> Ý mislegt. Lifdagar læknanna. Þýskur fræðimaður í Ksslingcr, Saismann að nafni, hefur ransalcað eptir fornum skjölum, hvað læknar hafi orðið gamlir á síðustu öldum, og komist að þeirri niðurstöðu, að íneðalaklur þeirra á 16. öld hafi vcrið 36 ár og 5 mánuðir, á 17. öld 45 ár og 8 mánuðir, á r8. öld 49 ár og 8 mánuðir og á þcssari öld 56 ár og 7 mánuðir. Þótt ran- sóknir þcssar taki ekki yfir nema lítið tímabil virðast þrer henda á, að læknar sje yfir höfuð að verða langlífari og cr slíkt cink- um þakkað kúabólusetningunni, og jafnframt því, hvcrsu »ty- fus«-sjúkdómar eru orðnir miklu sjaldgæfari cn áður var. Falsaðar matvörur. Enska stjórnin hefur látið ran- saka innfluttar matvörur, og hefur sú ransókn sýnt, að af 51 tcgund frá Bandaríkjunum og 39 frá Kanada voru engar svikn- ar, en 37 af 124 frá Þýskalandi. Tvennir eru tímarnir. Enska skáldið Milton fjekk að cins 90 kr. að ritlaunum fyrir hið hcimsfræga skáldrit sitt »Paradise lost« (Paradísar missir), cn nýlega var citt cintak af elstu útgáfunni selt fyrir 1700 kr. Hallgrímur Pjetursson var samtíðarmaðnr Miltons. Er ekki getið um að hann hafi fengið ncin ritlaun frá neinum fyrir Passiu- sálmana, en fyrir nokkru bauð British Museum 1800 kr. í frum- handrit J>eirra frá Jóni sál. Sigurðssyni. Handritið ljct hann þó ekki falt, og er það nú 1 safni hans á landsbókasafninu. Japanar ætla að verða harðir keppinautar Kvrópuþjóða í verslun og iðnaði og hafa þeir fastráðið, að setja duglega konsúla á Austui-Indlandi, Indlandseyjum, Suðurhafseyjum og Astrallandinu. — Einkum byggja þó Japanar á því, að þeir geti selt vörur sína með lægra vcrði cn Englendingar, Hol- Íendingar og Þjóðvcrjar, scm nú hafa mesta verslun þessara landa í hcndi sjer. Þakhella. Þakhella af »Glasgovv« verður seld við uppboð á laug- araaginn kl. 12 á hádegi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.