Dagskrá - 02.01.1897, Blaðsíða 1
Ve ð árg. (minnst to.j. arkir)
3 kr., borgist- fyrir janiíarlok ;
erlendis 5 kr., borgist fyrírfram.
Uppsögti skrifleg bundin við
1. juli koini til útgcfanda fyrir
októberluk.
,,A!gerði skílnaðurinn“ og útflutníngabreilur.
Eins og menn vita nú svo vitt sem íslensk tunga
er töluð bæði austan og vestan hafs, eru það eigin hags-
munabrellur einstakra manna, sem hafa valdið því að
þjóðarstofn vor hefur klofnað í tvennt, og að allt það, sem
íbúar þessa lands hafa orkað að vinna til viðreisnar ís-
lensku þjóðerni um síðustu tvo tugi ára hefur hjaðnað
og horfið niður í hina botnlausu hít vesturfaraflutning-
anna.
Til þess hafa æskumenn vorir reist bú og pælt og grafið
upp gömlu mosaþúfurnar, og til þess hafa gamalmennin
beitt sínum síðustu kröptum, að hinir og þessir vestur-
heimskir flugumenn gætu nælt sjer blóðpeninga á því að tæla
ófróðan almúga og nýungagjarna, vaknandi starfskrapta
burt úr þessu landi, út í óþekkt, óræktuð harðbalahjeruð
vestan hafs.
Það er á vitund allra og auðsannað hverjum sem
rekja vill hina ófögru sögu vesturfarapostulanna, að ekk-
ert annað en eigin hagnaður hefur getað knúð þá til
þess að beita þessum sviksamlegu ýkjum og yfirskots-
lýsingum á Paradísarlífinu í Ameríku, sem menn hafa
þúsundum saman iátið tælast af til ómetanlegs hnekkis
fyrir allar- framfarir þjóðarinnar og sjáifum sjer til eymd-
ar og glötunar, margir hverjir.
Þetta sannkallaða átumein á þjóðarlíkama Islend-
inga hefur nú fyrst á allra siðustu árum virst liorfa
nokkuð til batnaðar. í stað þess, sem ýmsir fyrirhyggju-
lausir málaflysjungar ljetu sjer áður fara um munn bæði
leynt og ijóst, »að þeir álitu Island of fjölbyggt« (!), er
nú óhætt að fullyrða að því nær hver einasti hugsandi
maðar í landinu veit og finnur sárt til þess að fólks-
fœðin stendur hjer öllum atvinnubótum og framtaks-
semi fyrir þrifum. Og í stað þess sem mansalarnir
fundu hjer áður svo frjóvsaman jarðveg fyrir lokalygar
sínar um Gosenlandið ve'stra, eru menn nú flestir hverjir
farnir að hugsa sig um tvisvar áður en þeir gleypa
agnið, enda fjölgar nú æ meir og meir þeim röddum
að vestan, sem vilja segja sannleikann um ástand og
framtíðarhorfur vinnulýðsins í Islendinganýlendunum.
En mansalarnir eru þó ekki dottnir af baki enn.
— Svo lengi sem nokkurt höfuð er til á Islandi, er
það ekki vonlaust fyrirtæki að bjóða sig fram hjá fylkja-
stjórnunum til þess aðginna menn burt úr landinu í órækt-
uðu landflákana í Ameríku, Stjórnendurnir þar vita vel,
að fóikið er auður landsins, þó óstjórnirnar í íslensku
sveitunum, sumum hverjum, hafi átt óhægt með að láta
sjer skiljast það, allt til þessa.
Og þó börnin hrökkvi upp af í skepnuflutninga-
skipunum á leiðinni vestur, og þó auðtrúa og hrekklaust
ginningarlið flugumannanna falli unnvörpum fyrir harð-
rjetti og örvænting þegar þangað kemur, verður allt af
eitthvað eptir af höndum til þess að ryðja þar skóga og
rækta þar jörð, sem annars hefði orðið að liggja ónotuð,
eins og mýrarnar og heimalöndin okkar Islendinga hafa
orðið að gjöra öld eptir öld. — Þess vegna geta fylkis-
stjórnirnar boðið mansölunum vel í hvert höfuð - betur
en almenningur fær að vita.
Það hefur nú heyrst, að nokkrir slungnir Vestan-
vjerar, sem ætla sjer að hafa Júdasararð af tjóni og tor-
tíming Islendinga, hafi fyrir skömmu síðan látið sjer
hugkvæmast nýtt ráð til þess að ferma flutningaskipin
hjeðan úr landi. — Eptir því sem fregnin hljóðar á nú
sem sje að fara að nota hina pólitisku óánœgju lands-
manna til þess a? steyta pyngju mansalanna.
Þetta ráð er ekki ókænlega liugsað, en gctur naum-
ast orðið að stórtjóni, vegna þess að refsklærnar á man-
sölunum og handlöngurum þeirra eru of auðkennilegar
til þess að geta blekkt menn til lengdár fram úr þessu.
Það er að vísu svo, að margra alda kúgun bráð-
ónýtrar og rangsýnnar stjórnar hefur innrætt flestum
góðum Islendingum óbeit og óvildarhug til ríkissam-
[ bandsins við Dani, og meðal þeirra manna hjer á landi
| sem lítt hafa fylgst með viðburðunum í frelsisbaráttu
[ vorri, finnst ef til vil! einn og einn sem hyggur að þessi
j barátta keppi að því að losa Island algerlega frá danska
ríkinu nú þegar. — En allur meginþorri landsmanna, og
allir upplýstir menn í landinu vita, að algjörður aðskiln-
aður er seni stendur alómögulegur, óhugsandi og væri
meira að segja hœttulegri fyrir varðveislu hins íslenska
þjóðernis, heldur en nokkur. önnur breyting á stjórnar-
j högum vorum.
Menn verða að gjöra sjer það ljóst að ísiand getur
ekki staðist nema það sje undir vernd annarar þjóðar. —
Ef nokkur lesari vor efast um þetta ætti hann að leita
sjer upplýsinga hjá næsta nlenntuðum manni sem hefur
liugmynd um þjóðarjett Norðurálfumanna. — Þetta eitt
út af fyrir sig er nægilegt til þess að sýna hve óger-
legur aðskilnaðurinn er svo lengi sem þjóð vor getur
ekki verndað sig sjálf eða fengið verndun annars ríkis,
án þess að missa það sjálfstæði um eigin liagi sem vjer
höfum þó þegar fengið.