Dagskrá - 02.01.1897, Síða 3
því að segja álit mitt um þetta aðalmal á dagskrá hinna
yngstu eða. nýjustu lækna á landinu.
Vjer heyrum nú svo að segja daglega að þessi eða
hinn sje orðinn sýktur af þessum skjótkviknandi, eyði-
leggjandi agnkvikindum (Tuberkler), og það er einmitt
nú á allra síðustu tímum, sem þetta fár virðist fyrst
hafa gjört vart við sig til muna. Allir sem þekkja þenn-
an hræðilega, herjandi sjúkdóm, hljóta að fyllast hryllirig
og ótta, er þeir heyra þessar sífelldu fregnir um stöðuga
útbreiðslu berklasýkinnar, sem sýnist ætla að fara að
ganga í bandalag við holdsveikina til þess að uppræta
heilbrigði og líf landsmanna.
Kunningjar vorir og vinir, sem vjer ef til vill, höfum
fyrir skemmstu sjeð rjóða og feita af heilsu, komanú ámóti
oss, einn eptir annan, með þunglamalegu göngulagi og
daufu yfirbragði, sýnilegt herfang mjög dupurra hug-
leiðinga.
»Hver djöfull er að sjá þig la’«, segir maðurkann-
ske við einn nýja píslarvottinn. »1 lefurðu misst kær-
ustuna«. Kunninginn lítur upp á mann með raunalegu
augnaráði eins og gamall reiðhestur, reynir að kýma til
málamyndar o*g svarar með eins atkvæðis orðum.
Maður fer að ganga betur á kunningjann, og loks
gengur hann að manni og hvíslar hást og lágt:
»Jeg er orðinn berklasjúkur. Þeir fundu tvær í
hrákanum mínum í dag«.
Aha, berldasjúkur! Það lá altjend að. —Jeg mátti
annars vita það að svo skyndileg breyting á öllu útliti
mannsins gæti ekki stafað frá neinum öðrum sjúkleik,
eða rjettara sagt, frá engum sjúkleik í sjálfu sjer, held-
beinlínis frá þessu eina, uppgótvun berklasýkinnar í
honum.
Því ekki hefur hann vantað berklana síðast þegar mað-
ur sáhann fjörugan og æskuglaðan, tyrir nokkrum dögum.
Það var bara uppgötvan »þessara tveggja i hrákanum«,
sem vantaði. En nú er hann kominn í tölu þeirra sem
ganga til grafar með einhvern hinn verstræmda kvilla,
sem nefndur er í dánarskýrslum sjúkrahúsanna.
Og er það ekki athugunarvert að þessi sjúkleikur
skuli stöðugt fara vaxandi á voru landi Islandi. Gömlu
læknarnir okkar hafa þó rótfest þá setning í vísindun-
um, til þessa dags, að hin eiginlega berklatæring finn-
ist naumast á Islandi. Jón Finsen, hinn nafnlcunni ey-
firski læknir, mun mega teljast einhver sá helsti meðal
þeirra sem grnndvallað hafa þessa setningu. Dr. Schleissner,
sem ferðaðist um Island og ransakaði allar skýrslur
sem þá lágu fyrir um heilbrigðisástand landsmanna,
staðfesti setninguna enn betur, og Dr. Schierbeck, sem
mun hafa verið einhver hinn ötulasti ogskarpskyggnasti
læknir sem hefur starfað hjer til langframa, gjörði einn-
ig mjög lítið úr hinni íslensku berklaveiki, enda þótt
hann játaði að hún finndist í einstöku manni.
Sje litið á þetta mál með leikmannsaugum, virðist
þetta harla undarlegt. Loptslag og önnur þess kyns
lífsskilyrði berklanna, hafa þó varia breyttst frá Fin-
i
sens tíð. Lifnaðarhættir landsmanna eru nú sjálfsagt
nokkuð á annan \eg, einkum í kauptúnunum, en þær
breylingar sem urðnar eru þar á, ættu fremur að vera
til bóta en til baga í þessu efni. Hreinlæti hefur auk-
ist, eptirlit eptir lífskjörum fátæklinganna er fullkomnara,
velmegun og vellíðan fólksins er ineiri og byggingarlag
á húsum og bæjum nútíma manna, hjer á landi er stórmik-
ið heilsusamlegri heldur en áður var. Sömuleiðis ætti
einnig að mega nefna fjölgun lækna í þessu sambandi
og hinar almennu varúðarreglur gegn útbreiðslu næmra
sjúkdóma sem innleiðst hafa þó til talsverðra bóta með-
al almennings á síðari tímum.
Berklatæringin hefur heldur ekki vaxið síðan að
því skapi meðal þeirra erlendra þjóða er Islendingar
hafa samgöngur við, að viðgangur veikinnar hjerálandi
geti rakist þangað. Og þó samgöngurnar sjeu nú miklu
tíðari en áður, virðist ógerlegt að telja það ástæðu. Því
sýkin er nœm og einn einasti sjúklingur hefði því átt að
geta sýkt nógu marga til þess, að veikin hefði getað
breiðst út, koll af lcolli, gegnum fjölda marga áratugi,
allt til þessa ciags. án þess að ný ágnkvikindi þyrfti að
flytjast til landsins, til þess að halda veikinni við, úr
því hún getur þrifist hjer á annað borð, Það er og víst
viðurkennt af öllum, bæði eldri og yngri læknum, að
lungnaberklar muni hafa verið til hjer frá því að vís-
indalegra sjúkdómsákvarðana heyrist fyrst getið áíslandi.
Hvað veldur svo því að berklasýkin virðist vera að fara
hjer í vöxt? Læknarnir munu eklci geta flutt fram neina
sennilega or'sök til þess, enda geta þeir í sjálfu sjer látið
nægja að segja: »Lungnaberklarnir eru í þessum og
þessum sjúkling, það getum við sannað vísindalega; og
orsök til þess að berklaveikin hefur verið talin sjaldgæf-
ari áður, getur það verið annaðhvort, að hinum eldri
læknum hefur skjátlast, eða að berklarnir una sjer nú
betur hjá Islendingum; það vitum við elcki. Aðalatrið-
ið er þetta, að veikin er í raun rjettri útbreiddari á ís-
landi heldur en menn hafa haldið til þessa«.
En jeg fyrir mitt leyti get ekki betur sjeð, heldur
en að það gefi mjög þýðingarmikla bendingu, að þetta
berklafár kom hjer upp allt í einu svo að segja, einmitt
um leið og vjer fáum fullkomneri læknaskipun, og ýms-
ir mjög efnilegir læknar frá Hafnarskólanum byrja að
láta bera hjer á sjer.
Mjer virðist það sem sje hljóta að vera víst, af
þeim ástæðum sem jeg hef nefnt, að berklaveikin hafi
verið hjer fulit svo mikil áður. og að hinum eldri lækn-
um muni hafa skjátlast í því, að sýkin væri hjer svo að
scgja óþekkt. En aptur virðist mjer liggja beintviðað
álíta, að liinnm yngstu læknum skjátlist í því að mæla
hina íslensku berklaveiki á sama kvarða og þá veiki
sem reynsla útlendra lælcna hefur gjört svo hryllilega
og hættulega í augum almennings. Og þetta virðist
mjer einmitt Sannast af skýrslum hinna eldri lækna.
Áður en »berklafárið« byrjaði, liafa verið hjer svo
fjöldamargir læknar sem hefðu verið vel færir um að