Dagskrá - 21.01.1897, Qupperneq 1
Ve ð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., börgist fyrirfram.
UppsÖgn skrifleg bundin við
1. júli komi til lítgefanda fyrir
októbcrlok.
I, 49-50. Reykjavík, fimmtudagrinn 2 1 . janúar. 1897.
Um þilskipaútveg íslendinga,
Skipstjóri Markús Bjarnason lijelt fyrirlestur uni
þetta efni hjer í bænum þ. 18. þ. mán. og tökum vjer
hjer upp helstu atriði fyrirlestursins, sumstaðar orðrjett,
og sumstaðar dregið saman, rúmsins vegna.
Fyrirlestur þessi er fróðlegur og vel verður þess, að
honum sje gefinn gaumur, enda er þetta, eins og höf.
kemst að orði, »í fyrsta sinn sem íslenskur sjómaður
stígur upp í orðapontuna« til þess að halda fyrirlestur
um sjávarútveg vorn.
Dagskrá er því fúsari á að' flytja útdrátt úr fyrir-
lestrinum, sem höf. er án efa hinn langfróðasti íslenskur
maður um þetta mikilvæga málefni, enda er hann, eins
og kunnugt er, forstöðumaður þeirrar einustu námsstofn-
unar fyrir sjómenn, sem hjer er til,
Höf. byrjar með því, að rekja æfisögu þílskipaút-
vegsins hjer á Suðurlandi og látum vjer hann segja sjálf-
an frá:
»Þegarjeg um haustið 1869 flutti hingað til Reykja-
víkur, var að eins eitt þilskip hjer í Reykjavík, sem
gjört var út til fiskveiða, eign kaupm. G. Zoega og
hans fjelaga, sem jeg síðar mun minnast á.
Jeg rjeði mig strax á þetta skip og var háseti á
því í 3 ár hjá dönskum skipstjórum; þá þekkti enginn
hjer til skipstjórnar, og urðu þeir fjelagar því að kosta
skipstjóra frá útlöndum á hverju ári. Þegar þessi 3 ár
voru liðin, keyptu þeir fjelagar atinað skip. Eti þá
voru talsverðir agnúar á því að fjölga skipum á meðan
innlenda skipstjóra vantaði, því kostnaðurinn við flutn-
ing á skipstjórum frá og til útlatida með póstskipunum
varð afar mikill, og þess utan ekki eins mikil aflavon
með útlendum manni eins og innlendum, sem þessir
fyrstu útgjörðarmenn vorir fengu fljótt reynslu fyrir.
Þeir rjeðu því af að láta ntig læra stýrimannafræði,
mjer að kostnaðarlausu, hjá prestaskólakennara E. Briem,
sem þá var biskupsskrifari, og árið 1873 gekk jegundir
próf í stýrimannafræði hjer í Reykjavík á hinum núver-
andi prestaskóla, sem þá var bæjarþingsstofa, og var
jeg prófaður af yfirmönnum danska herskipsins að til-
hlutun þáverandi landshöfðingja H. Finsens. Þetta próf
vakti mikla eptirtekt, einkum þess vegna, að kennarinn
var guðfræðingur, og að þetta var í fyrsta sinni, sem
stýrimannafræði var kennd í Reykjavík. Eptir þetta
lærðu 2 menn — Jóhann Sigurðsson frá Klettakoti hjer
í bænum og Ari Egilsson í Vogum — stýrimannafræði
hjá herra Briem. En svo tók hann prestvígslu og flutt-
j ist norður í land. Vjer misstum því vorn einasta og
! ágæta kennara í stýrimannafræði og eptir það fórum
i vjer lærlingar lians að fást við að kenna stýrimanna-
j fræði einstaka manni, sem þess óskaði, en það var allt
í molum, því menn lögðu þá litla rækt við þá kunnátta,
og engin uppörfun kom frá neinni hlið. Um þessar
mundir tóku að sönnu 2 menn hjeðan stýrimannspróf í
Kaupmannahöfn: Hannes Hafliðason skipstjóri og Jóti
Bjarnason, bróðir sjera Þorkels á Reynivöllum; hann
fór sem stýrimaður með alveg nýju skipi, »Heklu«, Irá
Kaupmannahöfn, sem hingað átti að fara, en skipið
fórst á leiðinni hingað á fyrstu ferðsinni, og þardrukkn-
aði hann með. Jón heitinn var mesti atgerfis- ogdugn-
aðarmaður, enda fjekk hann að loknu prófi sínu á Kaup-
j mannahafnarskóla heiðursgjöf fyrir iðjusemi og kunnáttu.
Þessu fór svo fram í allmörg ár, að lítið var gjört
eða aðhafst til að mennta sjómennina, svo það leit út
fyrir, að það ætti langt í land, því bátaveiði stóð hjer
þá í mesta blótria og þá var því ekki lilið við öðru,
og árið 1879 rjeðst jeg því í það, með góðra manna
aðstoð, að fara út og taka reglulegt stýrimannspróf, því
það próf, sem jeg hafði tekið hjer, var ekki fullgildandi
áð lögum.
Til utanfarar þessarar fjekk jeg 400 kr. styrk úr
landssjóði, að tilhlutun landshöfðingja H. Finsens, og
árið eptir, 1880, lauk jeg fullkomnu kapteinsprófi við
Kaupmannahafnar-stýrimannaskóla. - - Þegar jeg kom út
aptur næsta ár, tók jeg að kenna stýrimannafræði fyrir
alvöru, og fjekk lofun fyrir nokkrum styrk af fje því,
sem þávarveitt til verklegra og vísindalegra fyrirtækja,
því landshöfðingi H. Finsen var mjög hlynntur þilskipa-
útveginum, eins og öðrutn framfaramálefnum landsins;
en sá styrkur nægði ekki til að kenna kauplaust og
setti jeg því upp, að lærisveinar skyldu borga í kennslu-
kaup kring um 25 aura dag hvern; en rnenn þóttust
ekki hafa efni á því, með því að bátaútgerðin heimtaði
enga kunnáttu; var kennslan því sótt mjög drærnt, og
framförin lítil eða þvínær engin.
En árið 1885 veitti þingið, í fyrsta sinni, 500 kr.
styrk til kennslu í stýrimannafræði hjer í Reykjavík,
200 kr. ölmusustyrk til lærisveina og 100 kr. til áhalda
og jeg ætla 100 kr. til stundakennslu, alls 900 kr.
Þetta var ákaflega mikið stökk, og þá fyrst fór að fær-
ast líf í blóðið.
Mjer var svo veittur þessi 500 kr. styrkur til að