Dagskrá - 21.01.1897, Page 2
kenna fyrir og lagði jeg til húsrúrn, sem með þurfti.
Jeg kenndi 5 máriuði á vetri og hafði þannig 100 kr.
á mánuði fyrir kennslu og húsnæði, en lærisveinarnir
borguðu ekkert og ölmusunum var útbýtt meðal nem-
endanna. Þetta hreif, því nú streymdu nemendurnir að
og þá leit út fyrir að þeir þyrftu að læra, jafnvel þótt
menn vildu ekkert leggja af mörkuin sjálfir.
Fyrsta veturinn kenndi jeg 11 lærisveinum ognæsta
vetur 14 lærisveinum, svo það var auðsjáanleg framför
í náminu og fóru þeir nú að halla sjer að sjómennsku
á þilskipum, sem hafði hinar bestu afleiðingar. Enþeg-
ar þingið kom saman 1887, þá þótti því bera nauðsyn
til að gjöra breytingu á fjárveitingunni og hugkvæmd-
ist því þá, að veita 1000 kr. til kennslu í stýrimanna-
fræði annarsstaðar á landinu, en tók svo af ölmusu-
styrkinn, því það áleit, að sá styrkur væri þá óþarfur,
en að öðru leyti ljet það fyrverandi fjárveitingu standa,
sem ætluð var í Reykjavík. En hversu gott, sem þing-
inu hefur gengið til, að gjöra þessa breytingu, þá varð
hún samt ekki til annars en að spilla fyrir framförum.
Nemendum fækl<aði lieldur lijer í Reylrjavík lún 3 síð-
ustu ár, sem fríkennslan stóð, sölcum þess, að ölmusu-
styrkurinn var afnuminn; en sá styrl<ur, sem veittur
var til kennslu annarsstaðar, kom ekki að tilætluðum
notum, því hann var lítiðsem e!;kcrt brúkaður, og gel<k
því að mestu leyti inn í landssjóðinn aptur, gagnslaus
og arðlaus.
En þrátt fyrir það hjelt þó fríkennslan áfram hjer
í Reykjavík þar til hinn núverandi reglulegi stýrimanna-
skóli hóf starfa sinn haustið 1891, og höfðu þá i81æri-
sveinar lokið opinberu prófi hjer í Reykjavík í stýri-
mannafræði.
Nú þegar hjer vár komið og vissa var fengin fyrir ’
því, að nám í stýrimannafræði var hið eina, sem gæti
stuðlað að framförum þilskipaútvegsins, þa lagði stjórn-
in fyrirþingið frumvarp til laga um stofnun stýrimanna-
skóla.
Þessi skóli átti að vera bráðabyrgðarskóli og próf
frá honum hafði að eins gildi hjer við land; einn fast-
ur kennari átti að vera við skólann með 1200 kr. laun-
um og 600 kr. voru ætlaðar til húsnæðis, eldiviðar og
ljósa, og þess utan var ætlaður styrkur til stundakennslu
og áhalda.
En þannig lagaðan skóla gat þingið ómögulega að-
hyllst. Var því borið við, að hann væri of smávaxinn,
sem og hafði við nokkur rök að styðjast, þar sem hann
veitti oss nokkuð takmörkuð rjettindi, sem sje að eins
hjer við land. En þingið gætti þess þó ekki nógsain-
lega, hvernig vjer þá stóðunr að vígi í sjómannslegu
tilliti, til að geta hagnýtt oss fullkominn stýrimanna-
skóla, sem jeg síðar rnun minnast á.
En það gjörði minna til, hvað skólann áhrærir,
þótt vjer gætum þá ekki hagnýtt oss að fullu fullkom-
inn skóla og var því þakkar vert af þingi voru að ráð-
ast í svo stórt fyrirtæki, endaþótt svo illa stæði á fyrir
oss; en það hefði þá einnig att að gæta þess, að skól-
inn varð að vinna ætlunarverk sitt á jörðunni og hafa
skýli yfir sjer, en hvorugt fylgdi með í löggjöfinni.
Niðurstaðan varð því sú, að þingið staðfesti lög
um stofnun fullkomins stýrimannaskóla hjer í Reykjavík,
setn veitir sömu rjettindi til skipstjórnar og samskonar
skólar í Danrnörku, og það er sá skóli, sem vjer nú
höfum.
Þessi skóli skal búa lærisveina sína undir hið minna
stýrimannspróf, sem aðeins gildir hjer við land og sömu-
leiðis undir hið meira stýrimannspróf, sem jafnframt
gildir í förutn landa á milli, hvert sem vera skal.
Nú er augljóst, að þannig lagaður skóli hlaut að
gjöra talsvert meiri kröfur til fjárveitinga heldur en
bráðabyrgðarskóli, sem gat bæði komist af með styttri
kennslutíma á ári hverju og gjörði langt um minni kröf-
ur til breytilegs húsnæðis og kennslukrapta o. s. frv.,
þar sem lærisveinarnir áttu ekki að búast undir nema
eitt einfalt próf.
En þinginu fórst fjárveitingin til þessa skóla ekki
betur en svo, að það ætlaði honum hjer um sil sömu
fjárupphæð eins og stjórnin ætlaði bráðabyrgðarskólanum,
en allt skoðað frá öðru sjónarmiði. Þannig ætlaði þing-
ið einar 300 kr. til húsaleigu, eldiviðar, ljosa og um-
sjónar, sem stjórnin ætlaði 600 kr. til, og var það hin
mesta fjarstæða, ef skólinn hefði átt að geta fullnægt
kröfum þeim, sem gjörðar eru til hans. Aptur voru
kennaralaunin hækkuð um það sem þessu munaði.
Þar á móti fórst þinginu prýðilega með fjárveiting-
una til áhalda handa þessnm skóla. í fyrstu lagði það
til þeirra eptir þörfum og svo 200 kr. árlega úr því og
stýrimannaskólinn er að líkindum líka hinn eini skóli á
landinu, sem hefur góð og fullkomin kennsluáhöld. Þhin
fremur veitti þingið 800 kr. styrk til utanfarar fyrir
þann, sem kynni að verða skipaður kennari við skól-
ann, sem líka var mikið vel hugsað. Sömuleiðis lagði
þingið 600 kr. styrk til stundakennslu.
Skóli þessi var svo staðfestur af konungi eins og
hann var gjörður úr garði frá þinginu, og hefur hann
að öllu verulegu haldist þannig síðan.
Eins og nærri má geta var ómögulegt að fá nokk-
urt húsrúm hjer í bænum, sem nægði fyrir skólann fyr-
ir þann styrk, sem var í boði og allra síst á hentugum
stað, og því lá ekki annað fyrir en skólinn yrði hús-
næðislaus, og eptir því, sem fram kom síðar, þá hefði
það verið rjettast að bíða þess, að skólinn fengi nægi-
legt fje fyrir góðu húsi j-fir sig; en sökum þess, að
mjer var umhugað um að námið gæti haldið áfram, þá
rjeðst jeg í að byggja skólahús það, sem síðan hefur
verið notað á minn kostnað, eptir samkomulagi við
landshöfðingja, sem átti að útvega hús handa skólanum«.
(Framh.).