Dagskrá - 21.01.1897, Síða 3
i<)5
Kínverjar.
(Niðurlag).
En hver var nú þessi guli þjóðflokkur? Þegar hann
var flæmdur úr löndurn sínum við Evfrat og Tigris,
hafði hann þegar náð háu menningarstigi; hann hafði
tundið upp leturgjörð, var furðu langt á veg kominn
í byggingarlist og hafði fasta og reglubundna þjóðfje-
lagsskipun. Menn þekkja allmikið til tungu þeirrar, er
þeir töluðu, og hafa því áreiðanlegar sagnir urn trúbrögð
þeirra, siði og lífernisháttu. En þrátt fyrir það hafa
menn um langan aldur verið í miklum vafa um, hvað
orðið hafi af þessum þjóðflokk, er mestur hluti hans hrökk
úr landi fyrir ofriki Kaldea.
En nú er komin fram ný og rnjög sennileg kenn-
ing um það. — Eptir því sem þekking Evrópumanna
á Kínverjum hefur aukist á siðustu árum, hafa menn
þóttst verða þess variy að margt væri líkt með þeim
og hinum eldgamla gula þjóðflok ci, er Kaldear ráku úr
landi. Fyrir því hafa menn leiðst að þeirri skoðun, að
guli flokkurinn muni hafa hrökklast allt austur í Kína,
er hann flúði land fyrir Kaldeum hjer um bil 2,300 ár-
um t. Kr., og Kínverjar sjeu því afkomendur þeirra.
Og þessi kenning er ekki byggð í lausu lofti, þótt
enn sem komið er sje ekki hægt að fullyrða, að hún
sje áreiðanlega rjett,
Fyrir það fyrsta er hörundsliturinn hinn sami hjá
báðum þjóðunum og það er ekki þýðingarlitið atriði.
Þar næst fullyrða menn, að kínverska sje náskyld þeirri
tungu, er gula þjóðin talaði og leturtákn beggja þjóð-
anna mjög lík. Ymsir helgisiðir mjög líkir og tímatal
nálega hið sama. Og inargt annað hafa menn tilfært
þessari kenningu til styrkingar. og yrði oflangt að telja
það allt hjer.
Það eru þannig öll líkindi til þess^ að það liafi ver-
ið forfeður Kínverja, er fyrstir manna kenndu Austur-
landaþjóðunum menning og mannasiðu. En frá Aust-
urlandaþjóðunuin höfðu Grikkir í fyrstu alla sína mennt-
un, en síðan tóku Rómverjar við af Grikkjum og frá
þeim breiddist menntun og menning um alla Evrópu.
Samkvæmt þessu er þá Evrópumenningin skilgelin
dóttir hinnar kínversku menningar og Kínverjar, en ekki
Egyptar nje Kaldear, hin langelsta menntaþjóð heimsins.
Það var almenn skoðun fyrir einni eða tveimur öld-
um, að ekki gæti verið um neina menningu að ræða
fyr en Grikkir kæmu til sögunnar. En smárnsaman
rýmkaðist sj óndeildarhringurinn og eptir að mcnn tóku
að rannsaka fornmenjar Egypta og Kaldea, fengu menn
fullgildar sannanir fyrir því, að Grikkir hefðu í fyrstu
haft allt sitt vit frá þeim þjóðum. Svo Ijetu menn um
hríð staðar numið og ætluðu, að eigi yrði komist lengra,
og var það mest fyrir þá sök, að menn hafa ekki haft
! neina vitneskju um það, að Kínverjar hafi átt nokkur
| mök við þjóðirnar í vesturhluta Asíu eða að neinu
I leyti staðið í sambandi við þær. Nú hafa menn fengið
vitneskju eða að minnsta kosti miklar líkur fyrir þvi, að
svo hafi verið og er ekki útlit fyrir annað en að menn
innan skamms geti fært fullgildar sannanir fyrir því, að
Kínverjar hafi meiri rjett en nokkur önnur þjóð til að
kallast lærifeður hins menntaða heims. — -
Svo virðist sem Kínverjar sjeu eigi háðir sama lög-
máli sem aðrar þjóðir. Þeim liefur tekist að standa í
stað afarlangan tíma, an þess þó að þeim hafi
farið aptur í neinni grein og er ekki hægt að segja
hiðsama um nokkra aðra þjóð. Veldi Egypta, Kaldea,
Grikkja, Rómverja hefur komist á hæsta stig og hrunið
í grunn niður, en Kínverjum hefur eigi þokað fratn nje
aptur allan þann tíma. Það er fyrst nú hin síðustu ár-
in, að einhver hreifing hefur komist á hið eldgamla,
risavaxna ríki og er það mest að þakka afskiptum stór-
þjóðanna, einkuin Englendinga og Frakka. Og því spá
þeir menn, er mesta þekkingu hafa á högum Kínverja,
að þeir muni innan skamms standa Evrópuþjóðunum á
sporði í öllum efnum og er þá hætt við, að Evrópu-
þjóðirnar verði eigi um aldur og æfi einar um yfirráðin
í heiminum.
Óski n.
Sem kóngur lifa í hárri höll
eg helst af öllu vildi, —
svo þjóð mjer lyti einum öll
þá allt eg bæta skyldi; -
- og hugsa, tala, lesa Ijóð,
og leiða mjer við síðu fljóð.
En helst eg vildi hafa beiðst
mjer hætti’ að geta leiðst.
Og eygló vildi’ eg sífelt sjá
og sunnan þýða vinda,
og eilíft vor, en aldrei snjá
og ekkert sem má binda;
og enga nótt, en allt einn dag,
á öllu hlýjan gleði brag.
En helst eg vildi hafa beiðst
mjer hætti’ að geta leiðst.
Og eiga vildi’ eg- gullsins gnótt
og góðan fak að ríða;
og allt hið fagra' en ekkert ljótt
og engu þurfa að kvíða.
og ætti’ eg bjór og brennivín
þá biði lífsins sæla mín.
En helst eg vildi hafa beiðst
mjer hætti’ að geta leiðst.