Dagskrá - 21.01.1897, Side 4
Og eiga vildi’ eg öll þau blóm
sern eru á þessum hnetti,
og hafa mjer í höndum róm
í hverjum minnsta ketti
Þó fram urn allt eg fossinn kýs
þó falli ’ann gegn um björg og ís.
En helst eg vildi hafa beiðst
mjer hætti’ að geta leiðst.
Jún Stefánsson.
Vetrarbyrjun.
Flókar yfir fjöllum hanga
fela mönnum sólarvanga.
— Aumt er það hve illa kembir
æska vor í fötin sín. —
Geturðu ekki greitt þá betur
góði, litli, kaldi vetur, —
svo hún verði væn og falleg
vornótt, unga konan þín.
Enginn hefur opnað raust
eða um verra skrifað;
argvítugra heljar haust
hefur enginn lifað.
Jón Þorsteínsson.
Benjamín Franklín.
Svo er um flesta þá menn, er ágætastir eru taldir
að mannviti og sálargáfum, að hæfileikar þeirra eru
ekki altækir, heldur hnegjast mest í einhverja ákveðna
stefnu. Þeir geta verið allra manna snjallastir í sumum
greinum, en sjaldnast eru þeir jafnvel fallnir til hvers
starfs sem vera skal. Ilinir eru örfáir, sem nálegamega
heita jafnvígir á allt og geta sveigt veldissprota sinn
yfir nálega öll verksvið mannlegs anda. Einn þessara
fjölsnillinga er Benjamín Franklín, sá maður, er sköru-
legast barðist fyrir sjálfsforræði Ameríkumanna, er þeir
hófu uppreisn gegn ensku stjórninni og slitu bandalag
við Englendinga fyrir rúmum hundrað árum.
Hann fæddist i Boston 17. jan. 1708. Faðir hans
var fátækur tjölskyldumaður, vel viti borinn, sparneyt-
inn og atorkusamur. Hann varð þess skjótt var, er
Benjamín sonur hans komst a legg og tók að þroskast
að aldri og vitsmunum, að mikið myndi í honum búa
og fyrir því reyndi hann til að korna honum til mennta
og vildi helst, að hann yrði prestur, ef hann með
nokkru móti gæti staðist kostnaðinn af því námi. En
svo fór, að hann sá sjer það ekki fært sakir efnaskorts,
og því var Benjamín komið fyrir hjá eldra bróður sín-
um, er var prentari. Þar nam hann prentlistina; en
meir hnegðist þó hugur hans að öðru en prentsvertunni
og fyrir því las hann öll þau rit, er hann fjekk yfir
komist og varði til þess frístundum sínum. Aflaði hann
sjer skjótt mikillar og djúpsettrar þekkingar í ýmsum
greinum, einkum í náttúruvísindum. Lítt fjell á með
honum og bróður hans og áttu þeir ekki skap saman;
þess vegna fór Benjamín frá honum, þegar er hann sá
sjer það fært. Settist hann þá að í Filadelfíu og hafð-
ist þar við eptir það mestan hluta æfi sinnar, þá er
hann eigi dvaldi með öðrum þjóðum til að reka erindi
landa sinna og tala máli þeirra.
Hann kom skjótt fótum undir prentsmiðju í Fila-
delfiu og tók aðhalda úti blaði. Ritaði hann þá margt
og mikið og voru allar ritgjörðir hans jafnsnjallar, hvort
heldur þær voru um hagfræði og stjórnarmál eða guð-
fræði, heimspeki og náttúruvísindi. Hann var allra
manna ráðsnjallastur og hollráðastur og höfðu þeir allir
betra hlut, er hans ráðum fylgdu. Gjörðist hann nú
nafntogaður maður um allan Vesturheim.
En í Evrópu varð hann fyrst frægur, er hann upp-
götvaði þrumuleiðarann. Sú uppgötvun hafði afarmikla
þýðingu og má svo að orði kveða, að með henni hafi
Franklín grundvallað rafmagnsfræðina. Var hann fyrir
hana gjörður heiðursfjelagi í fjöldamörgum vísindafjelög-
um og komst nú nafn hans á hvers manns varir um
alla Evrópu.
Og þá fóru menn líka að veita ritum hans meiri
eptirtekt og nú gaf hann út hverja. ritgjörðina á fætur
annari um hin fjölbreytilegustu efni. Stíllinn á þeim
öllum var hægur, rólegur og íburðarlaus; þarvarekkert
orðaglamur nje skrúðmælgi, heldur ljósar og mergjaðar
sannanir. Honum var allra manna best lagið að klæða
djúpar hugsanir í svo einfaldan búning, að þær verða
hverju barni skiljanlegar.
En hann var ekki einungis skarpvitur heimspeking-
ur og vísindamaður; hagfræðingur var hann líkaogsvo
ágætur framkvæmdarmaður, að slíkan gat ekki um all-
an Vesturheim, nema ef vera skyldi George Washing-
ton, er að mörgu leyti stóð honum jafnfætis, þótt eigi
væri hann jafn fjölhæfur. Og enn var hann allramanna
stjórnvitrastur Og er það í minnum haft, hvað vel hann
jafnan sá við brögðum og ráðabrellum hinna ensku
stjórnmálagarpa, er þeir hugðust að leika á hann og
beita hann ráðum. Það tókst þeim aldrei, en hitt bar
optar við, að Franklín hafði sjálfa þá sem leiksoppa í
hendi sjer.
Þótt Franklíh hefði aldrci við annað fengist en rit-
störf og vísindaiðkanir, myndi hann þó hafa getið sjer
svo mikla frægð, að nafn hans hefði eigi gleymst hina
næstu mannsaldra. En svo frægur sem hann er fyrir
ritstörf sín, þá er hann þó miklu frægastur fyrir forustu
þá, er hann veitti Ameríkumönnum, er þeir börðust fyr-
ir frelsi sínu og rjettindum gegn rangindum og ójöfnuði
J Englendinga.