Dagskrá - 21.01.1897, Qupperneq 7
1<)<)
lagar. Þar vakir landbáran. — Fjærst, við loptsbrún í átt til
lands sjást jökulleitir fjallgarðar með gullhlaðsglampa \'fir
tindum og skörðum.
Við höfurn þagað nokkra stund og gengið hratt fram hjá
efstu húsunum. — Nú víkur hann aptur að umtalsefninu,
sniðuglega og með lipru málfæri.
Það má heita svo að við sjeúm málkunnugir. — Jeg hitti
hann f>rrsta sinn fyrir nokkrum árum í fjelagsskap með ungum
»nemanda«, er jeg þekkti vel. — Jeg sá þá opt sarnan síðar,
ýinist á göngu, við hljóðfæraslátt eða lestur, en aldrei við
drykkju nje spil.
Jeg átti stundum tal við þá og tók eptir því að þessi
unglingur hafði næmar taugar og skilning og ljet sjaldan at
skoðun sinni um hvað sem var. — Hann var fremur þaulræð-
inn, rakti mál sitt út í æsar, og var karpgjarn, þó um smá-
rnuni eina væri að tala.
Svo rnissti jeg sjónar á honum svo árum skipti og hef nú
fyrst fyrir skömmu uppgötvað hann aptur, með gljáandi nýja
fálkamynd yfir húfuderinu.
Hann er orðinn nokkuð skarpleitari, horfir fastar á mann
þegar hann talar og sýnist vita betur en fyr hvað hann á
undir sjer.
Hann virðist halda sjálfur að hann sje fullorðinn, en er
þó unglingur enn. Augun eru skýr og dökk, en það sjest
vel á honum að hann hefur lagt að sjcr við lestur eða annað
sem eldir manninn fljótt. — Það finnst á öllu að hann er
maður, sem ætlar sjer að komast áfram.
Við höfum hittst af tilviljun á sömu leið þennan morgun
og höfum deilt um það stundarkorn hvort hollara sje eins og
nú stendur að yrlcja »fast« eða »laust« hjer á landi.
Jeg hef ekki getað verið honum samdóma nema að nokkru
leyti, og eins og hans er venja til, hefur hann sótt fast að
sannfæra mig. — Jeg hef reynt tvívegis að víkja samtalinu í
aðra átt, en hann hefur haldið sjer fast við efnið. — Svo hef
jeg látið hann einan um að tala og við höfum þagað nokkra
stund, en nii er hann byrjaður aptur.
— »Fólkið þarf ekki að skilja til fulls það sem það les
eða heyrir«, segir hann. Skáldlist og stíll eiga að rnetast af
þeirn fáu sem bera gott skyn á slíkt; og sjc það kunnugt um
kvæði eða rit að það þyki gott meðal þessara fáu manna, íýgsjeu
kvæðin eða ritin í sjálfu sjer þess álits verð, er allt fengið.
»En hver á að dæma urn verðmæti kvæðis eða rits í
sjálfu s/er,« svara jcg. — Jeg þekki áherslurnar hans og mig
langar til að flækja hann í mótsögn. •
Hann lítur upp og horfir fast á mig. — »Sá sem yrkir eða
ritar,« svarar hann eptir stutta þögn.
Fár, færri, fæstur! Hm. Sá þykist ekki ætla að leggja
mikla rækt við »sálarlíf fjöldans«, hugsa jeg; en hann heggur
stafnum fast niður í svellið og er langstígur upp eptir veginum.
»Hvað álítið Jjjer »lausast« orkt af góðurn kvæðum hjá
okkur,« spyr jeg.
»Annað eins þvaður, til dærnis, eins og þetta: »IIvað er
svo glatt«« — er svarað.
»Og hvað er best orkt af þeim »föstu«r« held jeg áfram.
»Þjer spyrjið urn svo mikið. Látið þjer mig heldur spj'rja.
- En, annars man jeg ekki eptir öðru betra eptir sama höfund
en »Skraddaraþönkum««.
Jeg veit að hann hefur sjálfur orkt og mjer hefur fundist
það á honum stöku sinnum að hann mundi láta mig heyra
eitthvað ef jeg bæði þess.
»Hvernig stendur á því að það er »laust« þetta eina kvæði
sem jeg hef sjeð prentað eptir yðurr«
»Það er langt siðan það cr orkt,« svarar hann, »mjer hefur
farið fram. <
Jeg hlæ af því að hann segir að það sje iangt slðan, og
lft út á sjóinn. Bakkinn er að dreifa sjer upp á lopthvolfið.
— Yfir hafinu er nú breiður, dimmblár bekkur af hreinum
himni. Svipur næturinnar er að hverfa undir hafsbrúnina, en
langt fyrir ofan okkur uppi í efstu brekkunni sem við sjáum,
fierast tveir dökkir dílar nær og nær yfir snjóbreiðuna. — Þar
kafar maður til höfuðstaðarins með klyfjadróg í taumi.
Náttúran liggur í dái. — Uti fyrir landsteinunum vefja æðurnar
vængina fast að sjer, til varnar móti hafgustinum. Torfbæirnir
skjaga einn og cinn á stangli upp ur fönninni, svarthöttóttir
og torkcnnilegir eins og álfaklettar; allt er dauft og dautt.
Fin þegar hið ytra hvílir kalt og líflaust fyrir fótum mannsins
er eins og hjartað slái fastar og blóðið hitni í æðum hans.
Nýir menn!
Jeg hef hugsað um þá opt og lengi. Tími hinnar yngstu
kynslóðar er kominn. Vjer sjáum einu og cinu andliti bregöa
fyrir í samkvæmum eða úti á götum og strætum. — Vjcr rck-
um oss á eitt og eitt kvæði eða sögukorn I bloðum og bækl-
ingum. Andlitin bera ílest keim af hinum sama doða og
drunga senr liggur og mun liggja eins og snjóköld, datið hönd
yfir þeim sem næstir voru á undan, og kvæðin eru hálffull
af hinum arfgengu uppgerðarádeilum um allt, jafnt sjálfan
sig sem annað. Eu það er eitthvað nýtt í svipunum, og vjer
finnum stráð gullkornum innan um rímið og ritin af ósviknum
tilfinningum íslenskrar æsku.
Og svo ber það ef til vill við, að vjer sjáum allt i einu
alókunnugt, ungt karlmannsandlit frá tvítugustu öldinni komið
af hinum komandi tíma í báðar ættir. — Og innanum kynblcnd-
ingaljóðin heyrist við og við hreinn hljómur af nýjti máli með
þrótt og list hins næsta skóla.
Þcssi sem mcð mjer gengur cr nýr — og verður maður.
Jeg sje að trcyjan bungar út hægra megin- l’ar ber hann
brjefaveskið, og í því veit jeg að hann á ljóð, sem hann niundi
elcki ófús að sýna einhverjum af þcim »fáu.«
Nú reyni jeg að haga orðum mínum sniðttglega og forðast
allt sem gæti vakið þrætu. — Jeg læt hann finna að jeg hafi
áður átt I þungu stríði við sjálfan mig um það »hvort ætti nú
heldur að halda« — t áttina til fjöldans eða brott frá honum.
— Og jeg læt hann skilja á mjer að jeg aðhyllist þá stefnu
fremur seni hann segist ætla að fylgja, þó jeg hafi án efa ekki
verið maður til þess að vinna höfðingjahylli í andans ríki. -
Jeg greini honum frá von minni um »nýju mennina«, og er
svo hreinskilinn sem þarf til þess að rnenn haldi að satt sje
sagt.
Svo setjumst við á stóran stein við veginn og hann dregur
upp tvö, þrjú nýorkt kvæði. Við lítum hvorugur á annan, en
horfum báðir á blöðin hans, þar sem hin bestu og síðustu ljóð
eins nýjasta skáldsins á íslandi eru skráð með ófastri, svip-
fallegri skólahönd.
Jeg les þau og les þau aptur, með athygli þess sem vill
sjá lýti og galla, og jeg finn endurtekningar, illa fallin orð og
hálfleik í hugsunum, scm óefnilegri menn mundu eflaust hafa forð-
ast. —- En svo eru þar setningar, hendingar og hcil stcf, sem jeg
undrast og dáist að meir en jeg þori að láta hann vita.
Þessi er »lærður«, en þegar jeg hef upp fyrir mjer bestu
gullstefin úr ljóðurn hans detta mjer stundum í hug hendingar
úr »Smalav(sum«, sem orktar crti við Mývatn, eptir einn af
þeiin skáldum vorum sem enginn veit af. -- Jeg tck hjer upp
fáeinar línur úr þeirn:
- Sjá, eygló skín við náttmál, skýin kyssast,