Dagskrá

Issue

Dagskrá - 06.03.1897, Page 1

Dagskrá - 06.03.1897, Page 1
I, 61-62. Reykjavík, laugardaginn 6. mars. 1897. Ýms landsmál. T. Eítt af því, sem alþing ætti að gjöra að sumri er að afnema lausafjárskattinn, ekki af því að hann sje í sjálfu sjer svo tilfinnanlegt gjald — hann neinur arlega varla hálfum tóbakstollinum, — ekki heldur beinlínis af því að hann er ójafnaðargjald, með því að hann er jafnhár þar sem skepnur eru, landljettleika vegna, allt að helm- ingi gagnsminni en þar sem landkostir eru góðir, og verður margfalt meira ójafnaðargjald vegna framtalsins, heldur fyrst og fremst af því að sómi þjóðarinnar í nú- tíð og framtíð er í veði verði fjárframtali til skattgreiðslu haldið áfram eins og hingað til. Framtalsskýrslurnar okkar sýna fjárfjölda; skýrslur um útfluttar vörur sýna aptur meðal annars hve mikil ull er flutt úr landi; með því að bera þessar skýrslur saman kemur það í ljós, að annaðhvort eru að meðaltali 3—4 pd. ullar af hverri kind, sem allir vita að ekki nær neinni átt, eða þá að á landinu framfærist um 200,000 fjár fram yfir það sem fram er talið. Þessar tölur liggja opnar bæði fyrir inn- lendum og útlendum er rannsaka vilja landbúskap vorn og mjer finnst þessi niðurstaða eitthvað svipuð því að standa þjóðina að óráðvendni. Þetta má ekki lengur svo til ganga. Þingið verður að afmá þennan blett með því að afnema lausafjárskattinn. Lausafjárframtal verður auðvitað að fara fram eins eptir sem áður, og væri þá rjettast að hreppstjórar framkvæmdu þetta að vetrinum á þeim tíma er fjenaður allur er í lnisum og skoðanir fara fram. Ætti þá að nást alveg rjett framtal, er byggja mætti á með vissu hvað landbúnaðinn snertir. Þetta cr nauðsynlegt sjálfra vor vegna og komandi kynslóða. Hvað lausafjárskattinu snertir, verður líklega að ná því sem honum svarar antiarsstaðar fr;í, og eru mörg ráð til þess. Ekki þyrfti t. d. að leggja nema 6 7°/o skatt að eins á ljerept úr bómui! og hör lil þess að ná þcim rúmum 20,000 kr. er lausafjárskatturinn nemur; sýnist ekkert óráð að ieggja svolítinn loil á þessa vöru, cf það gæti jafnframt orðið til að auka ullariðnað í landinu og fjölga verksmiðjum. Jafnvel 1 — 2 aura útflutningstollur á ullarpundið væri tilvinnandi a!!t skal tyrir sómann vinna — og ætti það þó að verða með seinustu úrræð- unum til að bæta upj) tckjuhaliann. II. i’að cr kannske mii.iimcnnskubragur að láta ekkcrt til sín heyra þegar maður er kreistur og kraminn, eða iáta sem maður sjc saddur og sæll þcgar litið er um björg, eða lata eigi á öðru bera en að allt sje i lukk- unnar velstandi, enginn skortur t. d. á peningum þegar peningalindirnar eru stíflaðar, en gjöld kaila að úr öllum áttum, en svo mikið er \ íst að slík mikilmennska reyn- ist þeim ljettmeti sem svangir eru, og ekki taka sýslu- menn nje aðrir tollheimtumenn liana gilda til lúkningar á skyldum og sköttum. Sem þroski og vaxandi karl- mennskuvottur var það skoðað af einhverjum hjer a dög- unum að svo iítið er kvartað og kveifiað á þessum tím- utn þrátt fyrir ýms áföll og örðugleika, er nú mæta, en þetta getur eins vel verið deyfðarmerki, komið af því að menn sjeu ekki almennt farnir að átta sig, eða búnir að gjöra sjer grein fyrir ástandinu, eins og það að líkindum verður; að minnsta kosti verður varla sagt að slíkt sje bergmál af röddum þjóðarinnar, því meðal al- þýðu er nú, sem við er að búast, með mikilli áhyggju rætt um ýmsa erfiðieika ekki hvað síst væntanlega pen- ingaeklu, og ekkert er eðlilegra, og ekki þarf það að bera neinn ómennskuvott, þótt slíkar raddir heyrist í þjóðblöðum. Peningagjöld alþýðu til opinberra þarfa hafa mjög hækkað á undanförnum áruin; sjerstaklega eru það pen- ingagjöldin til sýslu- og sveitafjelaga sem víða eru orðin mjög há, sumstáðar jafnvel samanlögð eins há og hinir beinu skattar í landssjóð. Það hefur nú sjerstaklega verið að þakka fjár- og hrossaverslun Englendinga að sveitabændur liafa komist frá þessum gjöldum hingað til. Þó að frá þingi og stjórn liafi komið auknar byrðir, aukin peningagjöld, þá er úr þeirri átt minna um bend- ingar hvernig alþýða eigi að eignast þessa peninga. Verslun Englendinga, ekki Dana, hefur verið peninga- litid landsmanna, en ekki hefur þing eða stjórn gjört neitt til að efla eða örfa þau viðskipti; helstu afskipti þings og stjórnar af þessu verulega stórmáli, vetslunar- málinu, hafa á síðari árum verið að mestu fólgin í lög- gildingum nokkurra verslunarstaða, og er það eitthvað það útlátaminnsta sem eitt þing og stjórn getur gjört fyrir verslun lands síns. En sem sagt hefur það viljað Islendingum til að Englendingar hafa flutt hingað pen- ; inga, en nú er útiit fyrir að þessi lind stífiist, og hvað- I an eigum vjer þá að fá peninga til lands-, sýslu- og

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.