Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 06.03.1897, Síða 6

Dagskrá - 06.03.1897, Síða 6
246 Jafnaðarmennska. I'að er mjög almennur misskilningur að ætla að stjórnskipunarhugmyndir jafnaðarmanna sjeu í eðli sínu ólíkar þeim hugmyndum og grundvallarsetningum er stjórnarskipanir vorra tíma byggjast á. Jafnaðarmennirnir vilja alls ekki fara í aðra átt, heldur vilja þeir að eins stíga sporið út til enda og lög- leiða út í æsar það iafnrjetti meðal allra þegna ríkisins eða fjelagsins sem franska byltingin milda kunngjörði svo háum stöfum um síðustu aldamót. Eins og eðliiegt er gerast ýmsir vísindamenn jafnan til þess að halda lífvörð um þá fjelagsskipun er þeir lifa undir, hvernig svo sem hún er. Stjórnendurnir standa á grundvelii þessarar skipunar, og verða að rjettiæta gjörðir sínar þar eptir, og þeir geta launað fyigismönn- um sínum með ýmsú móti. Þessi hvöt er opt hin sterkastu iyrir lögfræðinga og aðra er stunda þau fræði er lúta að fjelagsskipun til þess að halda upp vörn fyrir það fyrirkomulag sem er og hið sama má segja urn fjölda þeirra politisku fiokksmanna er fylgja stjórnend- unum og hinum visindalegu lífvörðum þeirra að málum. En auk þessa er jafnan mikið til, bæði nieðal æðri og lægri í fjelaginu, af ósvikinni sannfæringu um það að varðveisla hins gildandi grundvallarrjettar sje nauðsynleg og þeim fyrir bestu. Orsö!?in til þess að hljómurinn af nafni þessa poli- tiska flokks er vjer köllum jafnaðarmenn lætur svo illa í eyrum manna er, að þeir hafa farið lengst í því að heimta umbætur á stjórnarfari og fjelagsskipun ríkj- anna. Allt það sem safnast vildi í kring um hásæti ráð- andi ríkisstjórnar, hvort heldur það var af sannfæringu eðn öðrum hvötum, sneri sjer auðvitað með mestri lítiis- virðingu og háværustu hrópi gegn j ieim sem iengsta sporið vildu stíga í áttina til fullkominnar fjelagsskipunar. Bergmálið af sóknar og varnarræðum stjórnarsinna í Danmörku gegn þarlendum jafnaðarmönnum liefur náð hingað upp tii Islands. Islenskir námsmenn við háskól- ann í Höfn hafa iesið og heyrt röksemdaieiðslur hinna dönsku vísindamanna gegn þessum politiska flokki, og eins og ræður að líkindum, hefur fjöldi annara Islendinga haft tækifæri til þess að heyra þýðingu vinstri og hægri- manna á rjettarkröfum jafnaðarmanna. En yfirleitt hnfa Islendingar annaðhvort gefið þess- ari nýju stefnu iítinn gaum, eða þeir eru henni freniur hiynntir — og þetta á eðlilega rót sína að rekja til þess að jafnaðarmenn í þessu riki hafa enn sem komið er beint sjer á móti crlendri stjórn og stjórnarflokki, en ekki látið mikið bera á sjer á Islandi. Almenningur hjer á landi er ekki hneigður til þess i að halda hlífiskiidi fyrir Danastjórn, og allir andstæð- ingar þeirrar stjórnar munu álítast nokkurs kyna flokks bræður af flestum íslendingum. Þetta er mjög eðlilegt og síst lastandi þó svo sje. Eri að því leyti sem jaftiað- armennirnir ráðast á ýms meginákvæði í þeirri fjelags- skipun sem ræður jafnt hjer sem í Danmörku, eru þeir jafnlíklegir tii þess að mæta mótspyrnu á Islandi á sín- um tírna, þegar þeir fara að láta brydda á sjer í hinni innlendu iöggjöf eða fjelagsmálum. En sje litið óhlutdrægt a málstað jafnaðarmanna án tiilits til þess hvernig er ástatt í þann og þann svipinn, þar sem þeir koma fram, virðist í rauninni ekld erfitt að sameina kenningar þeirra við það allsherjar lögmál frelsi, jafnrjetti og bróðurkærleika, sem franska byltingin ritaði í merki sitt, og sem nú er viðurkennt að nafninu til í flestum ríkjum kristinnar menningar, enda hafa og jafnaðarmenn tekið hin sömu merkisorð upp í stefnuá- kvæði sitt. Afskipti fjelagsvaldsins af athöfnum einstakra manna eptir hinum núgildandi löggjöfum fara æ vaxandi i s'ónvu \ átí sem fjelagspolitík jafnaðarmanna stefnir. Og rýmk- un á frelsi borgaranna á síðari tímum, samkvæmt þeirri grundvallarreglu að menn eigi að vera rjettinum óháðir í því öllu, sem ekki varðar aðra, — stefnir einmitt einnig að því sama sem jafnaðarmenn vilja byggja a trúar- og hugsunarfrelsi þegnanna í hinu nýja fjelagsríki. I næstu grein urn jafnaðarmennskuna skal stuttlega sýnt frarn á samband þessarar stefnu við meginsetningar hinnar gildandi fjelagsskipunar á Islandi. Póstar komnir austan og norðan (austan þriðjud., norðan nýkominn). Með þeim frjett, að aukapósturinn milii Akureyrar og Höfðahverfis — Ólafur Þorsteinsson — hafi lirapað fyrir björg með hesti og fiutningi, og fórust þar bæði maðurinn og hesturinn, en flutningnum varð náð óskemmdum. Þetta var undan Garðsvík á Svalbarðs- strönd. Kvennmaður varð úti á Fjarðarheiði eystra 23. jan. í fylgd með öðrum manni, og með nokkuð grunsam- legum atburðum, (sbr. Bjarka 4. tölubl.). Bráðafár hefur geysað mjög á ýmsum stöðum fyrir austan og norðan. A Austfjörðuin hafa ýmsir bændur misst helming fjáreignar sinnar eða þar yfir. Með austf. blöðunum hafa borist ýmsar fregnir frá útlöndum, eu lítt markverðar. Ma þar á meðal telja fregn eptir enskum og norskum blöðum um að þeir lierrar M. Mitcheil og dr. J. Stefánsson hafi þegar safnað 18 milj. kr. (!) til frjettaþráðarins.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.