Dagskrá - 06.03.1897, Side 7
HeimsmáL
(Þýtt).
(Framh.)
kið eitt er þá eptir að arjöra sjer heimsmál úr einu af hin-
um nýju aðaltungumálum, í stað latínunnar. Og þar er þá
ekki vandi að velja um. Viðskiptalífið sjálft velur fyrir oss
— þetta mál hlýtpr að vera enskan, og það þegar af þeirri
einu fullnægjandi ástæðu að þetta mál er komið svo langt á
veg að verða heimsmál. Engir stjórnarsamningar, engin lög
og ekkert ráðabrugg, hverju nafni sem nefnast kynni, getur
hjálpað þýsku eða frönsku fram úr enskunni.
Það mál sem leggur undir sig hinn verslandi heim, hlýtur
að verða heimsmál — svo framarlega sem málið vantar ekki
allt sem þarf til þess að tákna hngmyndir æðri menningar,
en þetta mun enginn segja um móðurmál Shakespears, Byrons,
Burkes, Darwins og Spencers — hina auðugustu, mýkstu, orð-
fimustu tungu, sem börn veraldarinnar nokkurntíma hafa
mælt á.
Einmittt í þessu eru fólgnir hinir afarmiklu yfirburðir
enskunnar yfir hin tilbúnu verslunarmál er menn hafa hugsað
sjer. Enskan hefur tvo höfuðkosti sameinaða. Menn geta
naumast fundið greiðara og einfaldara verslunarmál, og sjest
þetta best á þvi hve fljótt ensk orð og framsetning læðast inn
£ aðrar tungur hins nýja tíma. En í öðru lagi nær sá sem
lærir þetta mál i því skyni að hagnýta sjer útbreiðslu þess i
verslun og viðskiptum, um leið aðgangi að hinni auðug-
ustu, fjölbreytilegustu menningu sem heimurinn á. Við þetta
bætist að hinir fróðleiksfúsu Bretar sem mega að mörgu lcyti
teljast alheimsborgarar, hafa þýtt á tungu sína hið besta og
helsta er kornið hefur fram hjá öðrum þjóðum að fornu og
nýju. Hið sama verður þar á móti ekki sagt um þýsku cða
frönsku, og er tiltölulega minna til af þýðingum á þeim tungum.
Það er einnig enskan, sem geymir það mesta og besta
sem oss hefur fjenast í vísindum og menningu hina síðustu
áratugina.
Því ber aldrei að gleyma að þetta mál hefur svo stóra
kosti fram yfir þýsku og frönsku, þannig lagaða kosti, að
þeir hljóta að koma til greifta, þegar ræða er um hvert þess-
ara mála eigi að verða heimsmál.
Það er fyrir það fyrsta mál, sem eflist og þróast með
hverjum degi sem líður, og einnig það er eiginlegleiki sem
vor öld hlýtur að krefjast af því máli sem hún viðurkennir
sem sitt mál. Því máli verður þannig háttað að ný nöfn fyrir
nýjar hugmyndir, hverju nafni sem nefnast, geti hæglega kom-
ist inn í það og orðið því samvaxnar, og þá kröfu uppfyllir
ekkert mál betur en enskan.
Hvað orðafjölda snertir, er enslcan þegar kornin svo langt
á undan bæði frönsku og þýsku, að þessi tvö síðarnefndu mál
eru í samanburði við hana eins og barn við hliðina á fulltíða
manni.
Enn þá er ótalinn einn hinn mesti kostur enskunnar og
hann er sá, að ekkert mál á sjer einfaldari eða auðlærðari mál-
fræði en hún. Það er viku vcrk fyrir meðal skynsanvn mann
að læra þær aðalreglur sem málfræði enskunnar byggist á,
það er vikuverk að læra að tala hana svo að maður geti bjargað
sjer í viðskiptum við enskutalandi menn — og það tekur hcila
mannsæfi og hana langa að læra að nota til fullnustu þá orð-
gnótt og auðæfi af hugmyndum sem hún á til.
Enskan sómir sjer alstaðar vel; á tungu sæfarans scm
gefur skipanir um stefnu og stjórn, og á tungu mælskumannsins
hljómar enskan slerkt og vel. (Meira).'
Fineste Skandinavisk
Export Kafíe Surrogat
er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibælir, sem nú er í
versluninni.
Fæst hjá kaupmönnnm á Islandi.
F. Hjort & Co.
K au p m a n nahöfn.
Tlie
Edinburgh Roperie
& Sailcioth Company Limited
stofnað 1750,
verksmiðjur í LEÍTH & GLASGOW
búa til:
færi, kaðia, strengi og segldúka.
Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um allt
land.
Umboðsmenn fytir ísland og Færeyjar:
Kaupmannahöfn.
Góö viöbót
af úrum og úrkeðjum
kom nu með LAURA.
U R 1 N seld með því vægasta verði sem unnt er
og með fleiri ára ábyrgð. Verðið er frá 17 kr. til 50 kr.,
ábyrgð frá 3—5 ár.
IJRKEÐJUR: Talmi-, Nikkel- og »Hvidmetal«-
frá kr. 0,80 til 7,50.
ÚRKASSAR, skyggndir, af öllum stærðum.
Vandaðar KLUKKUR (Regulatorar) eru til fyrir
20—50 kr.
Menn geta sem að undanförnu pantað hjá mjer úr
og klukkur, og fengið það sent kostnaðarlaust hvert á
land sem vill með landpóstunum eða skipunum. Pen-
ingar verða að fylgja pöntun, og verða þa send svo
góð úr fyrir það verð sem sent er, sem frekast er unnt.
Þó skal þess getið að óhyggilegt er að kaupa úr fyrir
innan /7 kr.
Reykjavík 2. febr. 1897.
Pjeíur Hjaltesteð.
(Urstniður).
Jörðin Reykjahvoli
í Mosfellssveit getur fengist keypt og til ábúðar í vor.
Semja má við ábúandann.