Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 20.03.1897, Síða 3

Dagskrá - 20.03.1897, Síða 3
mest af rykinu verður eptir, heldur einnig á fjöllin og þar er þessi áburður ef til vill þýðingarmestur það er jafn áreiðanlegt að skógargróður Alpanna er snjónum að þakka og að ófrjóvsemi Suður-Appennínfjallanna og Lipanons er vegna snjóleysis. Það er beinlínis lífsskil- yrði fyrir fjallajurtirnar að .snjórinn myndi moldarlagið. Það er snjónum að þakka að fjöll vor eru svo fögur °g byggð hjeröð ná upp undir jökla. Snjórinn stuðlar einnig til að halda saman hinum lausari jarðlögum á hæðunum, með því að verja þau gegn vindi, sem ann- ars mundi smátt og smátt feykja þeirn burtu. Eyði- merkurmyndanir í staðvindahjeraðunum eru einnig að nokkru leyti snjóleysi að kenna, því eyðimerkur mynd- ast ekki eiuungis af því að jarðvegurinn sje of þur, heldur einnig af vöntun moldar. í snjónum er rnikið af andrúmslopti og er það sem kunnugt er, orsök þess að hann er hvítur. Af rúmtaki lausasnjávar er hjer um bil >9/20 lopt. Einkurn er kol- sýra í snjónum í einu kilogram af snjó er meira enn 22 cm3 kolsýra. Kolsýran hefur tekið mikinn þátt í «veðrun» jarðar- innar því kolsýru blandað vatn hefur meiri eða minni áhrif a' alla málma sem eru aðalefni í öllum hinum út- breiddustu bergtegundum jarðarinnar og eru þær skilyrði fyrir jarðmyndun og jurtalifi. Þanníg hjálpar kolsýran snjónum töluvert við moldarmyndunina. Þegar öllu er á botninn hvolft er snjórinn ekki einungis til gamans, hann hefur einnig mikla þýðingu í náttúrunni. Póstslíipiö „Lacra“ kom hingað 16. þ. m. og með henni ýmsir farþegar. (Frjettir í nœsta blaði). »Vesta« lagði af stað frá Khöfn á ákveðnum tíma. Skipstjorinn heitir S. O. Svenson, og er kominn í staðinn fyrir Corfitzon, hinn fyrverandi skipstjóra á Vestu. Er látið heita svo sem honum sje vikið frá fyrir háttalag hans á síðustu ferðinni. Sauðasaia. Sagt er að-kaupníenn sjeu að hugsa um að koma á stofn flutningi íslenskra sauða til jót- lands. Ætla þeir að ala þá þar upp og selja svo kjötið á Englandi. Einnig ætla þeir D. Thomsen farstjóri og Louis Zöllner aö jkoma á tjárflutningi til Frakklands og Belgíu. Embœttispróf við háskól'ann hafa þessir íslend- ingar tekið í vetur: Haraldur Nielsson, guðfræðispróf með 1. einkunn, Helgi Jónsson próf í grasafræði, Krist- ján Kristjánsson og Sæmundur Bjarnhjeðinsson embættis- próf í læknisfræði, þáðir með 2. eink. hinni betri, Oddur Gíslason lögfræðispróf með i.eink. og Helgi Pjetursson skólakennarapróf. Þeir Helgi Jónsson og Heígi Pjeturs- son voru þegar að afloknu prófi sendir til vísindalegra rannsókna með styrk af almannafje, H. J. hingað til lands en H. P. til Grænlands. Gufuskipsferðir um Faxaflóa. Norskur gufu- bátur »REYKJAVÍK«, sem ber 80 smálestir og hefur 3 farþegarúm, gengur hjer á flóanum í sumar. 2. þ. m. ljcst Oie Finsen póstmeistari á spítala í Kaupmannahöfn. Hafði farið þangað sjer til lækninga. Enn um strandsiglingar „Vestu". Farstjóri landskipsins hr. D. Thomsen hefur sent eptirfylgjandi endurrit af brjefi er hann hefur skrifað Flateyjarmönnum um síðustu ferð »YTestu« f. a. «Heiðrað brjef yðardags. í desember f. a. hef jeg meðtekið þ. 18. þ. m. Kvartanir þær, sem þar eru frambornar viðvíkjandi því, að eimskipið »Vesta« skyldi ekki koma við á Breiðafirði í síðustu ferð sinni f. á., hef jeg nakvæinlega athugað, og fellur mjer það nijög þungt, að tilraun sú, sem gjörð var til þess að auka skipaferðir til Breiöafjarðar fram yfir það, sem gjört var rað fyrir í áætluniuni, skyldi verða fyrir slíku óláni, sem raun varð á. Með því iíka, að einnig h.afa komið fram aðrar kvartanir yfir frammistöðu skipstjóra á þessari ferð, hef jeg þegar komið j ví ti) leiðar, að honum verði vikið fra stöðu sinni, og annar skipstjóri settur fyrir skipið, og nniii jeg sja um, að nákvæmleg rannsókn verði gjörð, og abyrgð framin gagnvart skipstjóra Corfitson, að því sem frekast er unnt. Við komu skipsins hingað krafðist jeg þess þegar af skipstjóra, að hann gerði mjer ýtarlega grein fyrir því, hversvegna hann framkvæmdi ekki þær skriflegu skipanir, sem hann hafði frá mjer um að koma við á Flatey og Stykkishólmi. Sýndi hann mjer þá skipsdag- bókina, og hefur hann þar tilfært, að stormur haíi ver- ið mikili með snjó og hagli og mjög illt í sió, svo að sífellt hafi gengið yfir skipið, um það leyli er hann hefði átt að halda inn fjörðinn. Bætir hann því við skilmalalaust, að það hafi verið ómögulegt að koma við á Breiðafirði. Skipshöfnin og farjiegar hafa latið í ijósi, að lýsing skipstjóra á veðrinu sje rjett. Hann þykist og hafa sjeð í vcðurathugunum Dr. J. Jónassens (sbr. Isafold þ. 23. desember) að moldöskubilur hafi ver- ið í Reykjavík og alitur þ\í fullsannað, að veðrið hafi verið slæmt úti fyrir, enda þótt talsvert betra veður —en samt þykkt lopt—hafi \erið inni í firðinum, eins og sjá má af vottorðum þeim er fylgja heiðruðu brjefi yðar. Skipstjóri lýsir því yfir í brjefi sínu, að honum hafi þótt óforsvaranlegt, skips og manna vegna, að leggja inn fjörðinn og skírskotar til 3. og 4. athugasemdar í ferðaáætluninni, þar sem talað er um hindranir vegna veðráttu og tafir af náttúrunnar völdum. Þannig er álit skipstjóra á málinu, og þ\í verður eigi neitað, að í sjómálum er ætíð injög mikið tillittek- ið til skipsbókarinnar. Jeg hef því ekki enn þá viljað leggja út í málarekstur, er auðvitað verður bæði örðug- ur, langur og æði kostnaðarsamur, en hins vegar er eigi loku fyrir skotið, að það geti síöar orðið. Hæsta- rjettarmálafiutningsmaður hefur fengið málið til athug- unar, en af því aðeins 8 dagar eru liðnir, síðan jeg meðtók brjef yðar, er ekki hægt að leggja rökstuddan dóm á málið. enn þá sem komið er. Þegar skip eru farin heirn, muu jeg leggja enn meira kapp á að fá mál-

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.