Dagskrá - 23.04.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst T04 arkir)
3 kr., borgist fyrir janúarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bundin við
1. jiilí komi til útgefanda fyrir
októberlok.
1,72-73. Reykjavík, föstudaginn 23. apríl. 1897.
Verslunarmál.
11.
Svar til Benedikts Jónssonar á Auðnum.
Einn þeirra sem rækilegast hefur játað sig að fylgi
og fastheldni við meinlokukenningar umboðsmennsku-
vinanna, er hr. Benedikt Jónsson. Og hann hefur gjört
það svo opinskátt og fyrirvaralaust að það er hægt að
tala við hann um efnið sjálft, til upplýsingar um það
mál sem fyrir liggur, án þess að þörf sje á að svara
honum orði til orðs, upp á ýmsa útúrsnúninga og vífi-
lengjur sem hinir eru vanir að bregða fyrir sig.
I fyrri kafla rilgerðar sinnar um verslunarmálið (»ís-
land« nr. 14) byrjar hann að vísu með hinum venjulegu
tilgátum um »hvatir« mótstöðumanns síns, og virðist þó
hr. B. Jónsson vera of hygginn maður til þess, að geta
verið þar í sgóðri trú«. — En hann kann ekki við að
slíta sig svo úr flokki hinna launuðu þjóna umboðs-
mennskunnar, að hann reyni ekki að bera brigsl á sak-
lausa menn, um það sem öll þjóðin veit að hann einn
meðal annara, verðskuldaði sjálfur að vera minntur á, í
hvert skipti sem hann tekur opinberlega til máls um
þetta efni.
En þessu þarf ekki að svara, fremur heldur en fyr-
irslætti hans um »óþroskaðar skoðanir«, er hljóti að
ríkja hjá þeim er leyfa sjer að leggja á móti umboðs-
mennskufarganinu. Höf. »skipulagsgreinarinnar« góðu,
má vera viss um að hann er sjálfur ekki álitinn »þrosk-
aður« til þess að semja frumvarp til nýrrar mannfjelags-
skipunar. Og þeir sem þekkja hann, eru víst vondaufir
um, að hann nái þeim þtoska fremur hjer eptir en
hingað til.
Þess skal einnig getið, að höf. prentar upp orðrjett
ýmsar meginsetningar úr ritgerðum Dagskrár um um-
boðsmannaverslunina, svo sem að kaupfjelagskapurinn
(d: sá sem kenndur er við Z. & V.) sje hættulegt spil,
sem leikið sje með framtíð þjóðarinnar, að hann sje
herfileg skrípamynd (af því sem ætlast var til upphaf-
lega að hann yrði), að hann sje skaðvænlegt athæfi,
að »kaupfjelögin« sjeu í raun rjettri einokunarfjelög eða
samtök til þess að tryggja umboðsmanni einokunarhagn-
að, að umboðsmaðurinn einoki án ábyrgðar fyrir sig og upp
á áhættu fjelaganna o. s. frv. — Þessu svörum vjer
ekki öðru heldur en því, að endurtaka þessar setningar
óbreyttar til ítrekaðrar yfirvegunar fyrir hinn heiðraða
höf. — því hann hefur ekkert af þessu hrakið.
Hann gjörir einungis tilraun til þess að gagnsanna
eitt atriði, sem sje ummæli Dagskrár um einokunina —
en það er aðeins tilraun. Því það felst í hans eigin
orðum og er játað af honum sjálfum, að verslunarþegn-
inn sje bundinn við þá sala sem fjelögin kalla umboðs-
menn; aðeins segir hann að þeir sjeu bundnir eptir sam-
komulagi, En þetta getur ekki hnekkt orðum Dagskrár,
þó það væri satt. — Þv í er það ekki einnig eptir »sam-
komulagi«, að sjómaðurinn bindur sig fyrirfram til þess
að selja danska prangaranum þann fisk sem hann kynni
að afla, móti því að fá vörur til láns í búðinni?
Mergurinn málsins í allri ritgerð hr. B. J. er það
samband, er hann setur þennan verslunarfjelagsskap í
við hinar nýju skipulagshugmyndir er menn hafa nefnt
einu nafni »jafnaðarmennsku«.
Höf. segir svo: Það er líklega tiltölulega lítill hluti
þjóðarinnar sem rennir grun í það, að í kaupfjelagskapn-
um, ■— þótt ófullkominn sje — sjeu fólgin framtíðarfrækorn
til nýs verslunarfyrirkomulags, sem byggjast verður á
nýjum grundvelli, allt öðrum en þeim, sem hingað til
hefur verið byggt á, nefnilega á samvinnu og sjálfsá-
byrgð almennings, en ekki á samkeppni og stjettaskipt-
ingu«.
Með öðrum orðum, höf. álítur að það sje framkvæmd
á grundvallarsetningum jafnaðarmanna, að því er snertir
atvinnu af viðskiptum, að fara fram hjá innlendri kaup-
mannastjett, með samtökum einstakra matina, og kaupa
og selja með erindreka á erlendum markaði.
Við þetta er nú fyrst að athuga, að Dagskrá hefur
vakið máls á því, hvort hin svokölluðu kaupfjelög keyptu
og seldu í raun rjettri sjálfmeð millimanni á útlenda mark-
aðinum eða hvort umboðsmennirnir, svo nefndu, ættu ekki
að álítast að hafa kaupmannsviðskipti við fjelögin. —
En væri það svo, sem síðast var sagt, er auðsætt, að
samanburður höf. á umb.m.verslunni og jafnaðarmennsku
í viðskiptalífinu, gæti alls ekki verið málstað hans til
minnstu rjettlætingar. — En þó vjer setjum nú svo, að
umboðsmennirnir, er fjelögin nefna svo, versli ekki við
þau sem kaupmenn, verður þessi tilvísun höf. til jafnað-
armennskunnar fánýt í allri þessari deilu, eptir sem áður.