Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.04.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 23.04.1897, Blaðsíða 7
291 manna, svo sem skáldskap eða politík, talar hann alnnigalega, og virðist ekki vera víðsýnn í neinu. Um trúarefni öll lætur hann sig litlu skipta, en er þó opt orðillur um þá hluti í sinn hóp. Eina lífsskoðun hans er, eptir því sem hann segir sjálfur, sú, að það sje eitt fyrir öllu sem gagnlegt sje, — en mjer hefur aldrei fundist hann vita góða grein á þvi hvað er gagnlegt. Við höfum verið lengi saman og erum allkunnugir, en ekki vinir. Við erum sjaldan á sama máli, en hann lætur sjer jafnan hægt í kappræðum, og hann er vanur að þagna og brosa við ef einhver af fjelögum hans heldur fast á móti því sem hann segir. Það skin út úr honum áð honum finnst hann vera hafinn upp yfir slíkan ágreining, og að honum virðist allt sem sagt er á móti »gagnsemdarkenningum« hans vera stað- laust og sprottið af þroskaleysi eða einfeldni. Nú verður hlje á hljóðfæraslættinum, og við stöndum upp til að hreifa okkur um gangstigana. »Hjer er gott fólk í garðinum í dag«, segi jeg. »Já, hjer er velklætt fólk, og hjer sjest nú reyndar ekki annað«, segir hann. sAUir Danir eru vel klæddir þegar þeir eru að skemmta sjer — ekki síst fjórða stjettin«. »Það sjest þó, hvort mennimir eru aflágum stigum á ýmsu öðru en klæðaburðinum«. »Nei — annars væri til einskis gagns að kaupa sjer háhatt og glófa, og Danir mundu ekki gjöra það; þeir eru sjeðir og sparsamir«. Jeg hirði ekki um að halda lengra út 1 þetta efni, því jeg veit að álit hans um »hattana og glófana« er samgróið grund- vallarskoðun hans allri á mönnum og manna mun. Jeg fitja upp á ýmsum öðrum efnum, en allt af stöðvast samtalið á því að hann er á gagnólíkri skoðun um hvað sem er. Mjer hálfleiðist að vera með honum í dag, því hann er óvenjulega þveröfugur á móti öllu, þó hann reyndar fari ekki langt út í að færa nein rök fyrir því sem hann segir, — það gjörir hann aldrei við hvern sem hann á, enda er hann ekki álitinn vel fær til þess meðal samnemenaa sinna. »Þetta er þreytandi og óhollur molluhiti«, segi jeg. »Eigum við ekki að fara hjeðan. Við gætum ekið á spörinu út á Austur- brú — og farið í sjó. Þar er betra lopt. Mjer finnst það lík- ara sumarloptinu heima«. »Nei, jeg held jeg nenni því ekki — mjer líður fullvel hjer. Jeg kæri mig ekki um íslenskt lopt í Danmörku«. Hann leit á mig um leið og jeg sá á honum að hann þótt- ist vera fyndinn. »—Nei, nei, en jeg er viss um að þú flytur töluvert af dönsku lopti heim með þjer á sínum tíma«. »Getur vel verið. En þess ber líka að gæta að vísindin okkar eru öll dönsk, og jeg hef siglt hingað til þess að geta flutt keim af þeim heim — á sínum tíma«, svarar hann. Rjett í þessu gengur einn af lægri embættismönnum há- skólans fram hjá okkur og fjelagi minn tekur ofan harða hatt- inn, öldungis mátulega djúpt — og beygir sig hofmannlega. Svo víkur hann sjer inn að einu af hinum mörgu veitinga- borðum og biður um öl — og við setjumst þar báðir saman. Hann verður hreifur eptir nokkrar ölkrúsir og samtal okkar verður fjörugra. Við víkjum aptur að ýmsu sem áður hafði borið á góma, og hann tekur nú munninn fullan um hvað eina. Seinast förum við aptur að tala um íslenska loptið. Hann stendur fast á því að við hljótum að »dependera af þeim dönsku« i öllum vísindum, en jeg held hinu fram, og finnst ekki meira til um þá fræðslu er hann fái hjer í einhverjum Garðklefanum heldur en þá sem hann gæti fengið heima. »Þú verður aldrei góður íslendingur«, segi jeg. En hann tekur gleraugun upp úr vestisvasa sínum, lítur í gegn um þau með annað augað aptur, og þurkar af þeim með drifhvítum vasaklút, sem ilmar af ódýru höfuðvatni. Svo leggur hann annan stígvjelahælinn upp á reyrstól, sem stendur fyrir borðendanum og segir þessi minnisstæðu orð: »Þegar jeg og mínir menn erum komnir í embætti heima pá rennur upp gullöld á Islandh. * . Jeg kalla hann »gullaldarmanninn« frá þessum degi, en mjer býður við að sjá á honum hvernig gullaldarmennirnir okkar eiga að verða. Þessi Messías hinnar allra næstu framtíðar á Islandi, — sem raunar er orðin að fortíð áður en við vitum af — er sjer- góður, þröngsýnn og ómenntaður upþskafningur, sem engu ann og ekkert virðir annað en það sem hann álítur að sje gagnlegt, — en því nafni nefnir hann ekkert nema það sem hann getur þreifað og þuklað á og sem ’verður metið til pen- inga eptir virðing almennra markaðsprangara. — Allt sem liggur þar fyrir ofan og utan álítur hann einskisvert og gagns- laust og barnaskap að sækjast eptir því af þjóð eða einstakl- ingi. Þess vegna metur hann það einnig einskisvert sem þjóð . eða einstaklingur á til af því sem hann getur ekki mælt á smá- sálarkvarðann sinn. Og þess vegna álítur hann aila hærri menn- ing ómögulega hjá íslendingum — og er sannfærður um að þeir þurfi um aldur og æfi að sækja alla vísindafræðslu til höfuðstaðarins danska, þess einasta útlenda stórbæjar sem hann þekkir. Gullaldarmaðurinn er ekki frá því að Islendingum geti farið nokkud fram frá því sem er, sem sje þegar gullöldin hans rennur upp yfir landið. Þessar framfarir minnist hann stund- um á og faila orð hans þá optast eitthvað á þessa leið: »Já, hjer gæti verið fleira fólk í landinu; já, auðvitað getur Island flutt meira út af fiski, og það mætti nokkuð auka fjáreign landsmanna. — Það er ýmislegt sem mætti koma hjer í tals- vert betra horf«, o. s. frv., o. s. frv. Gullaldarmaðurinn trúir ekki á neinar stórbreytingar til hins betra á Islandi, fyrstu mannsaldrana, — en það þarf heldur ekki miklar framfarir til þess að honum finnist gullna öldin runnin upp — og veiðist einu skippundi meira í verstöðinni þetta ár en það næsta á undan er pað honum og hans mönnum að pakka. Danir blása pípurnar og strjúka strengina allt í kring um okkur, og hávaðinn hrífur eyru hins íslenska Messíasar; — jeg hef gleymt að taka fram að hann hefur enga þekkingu eða smeklcvísi á tónlist. — Sömuleiðis rekur hann augun í allra. slcörpustu litbreytingarnar í garðinum, sólblikið á gullborða- ermunum og skuggana á sandstignum sem við sitjum hjá — en hann þekkir elcki olíumálverk frá olíuprenti. Hann snýr örmjóan göngustaf milli fingranna og blístrar undir þegar einhverju alþekktu götulagi heyrist bregða fyrir í hljóðfærahljómnum — en hann blístrar hálffalskt. Allt danska prjálið blikar svo ánægjulega fyrir augum hans og breiðir sig yfir og utan um skilning hans og skynjan. Það er eins og einhver glampi af glingri og gamni hinna glaðlyndu Kaupinhafnarbúa glitri yfir öllum manninum, álíka eins og þegar bjarmar á fægðan málmblending. Jú, það glampar óneitanlega á manninn, en það er hvorki gull í honum nje öldinni hans. Hörður.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.