Dagskrá - 12.05.1897, Page 4
dögg yfirjörðina, og flytjist sem ár og lækir aptur í sjó-
inn, aptur og aptur, eilífa hringferð. Þessi efni eru eink-
um salt og kalksölt. Saltið, sem um þúsundir ára hefur
fluttst á þennan hátt í sjóinn, er mestmegnis orsök til
þess að sjórinn er saltur. En sjórinn er ekki alstaðar
jafn saltur. Við Borgundarhólm er 0,7°/o, af salti í
sjónum, í Vesturhafinu 3,5°/o, í Dauðahafinu 22°/o. Kalk-
söltin ganga mest til skelfiskamyndunar, því skel fisk-
anna er mestmegnis kolsúrt kalk.
Það vatn sem haft er til drykkjar eða til matar
verður að vera tært, ekki blandað ýmsum dýraleifum;
það er beinlínis banvænt. En þótt það hafi í sjer tals-
vert af steinaefnum gerir ekki svo mikið til, og ýms steina-
efni og kolsýra eru beinlínis nauðsynleg til að gera það hollt
og bragðgott. Ur vatnsbólum, sem nálægt eru kirkjugörð-
um, einkum gömlum, getur vatnið verið banvænt, því það
hefur uppleyst í sjer margs konar efni úr rotnuðum manna-
leifum, sem geta verið skaðleg fyrir heilsuna. I því er
mikið af saltpjeturssúru kalki og brennistemssúru kali
og fleiri skaðleg efni.
Það er áreiðanlegt, að engu síður ber að sjá um að
vatnið sem maður neytir sje hreint og gott, en maturinn
eða andrúmsloptið. En það er öðru nær en menn al-
mennt hugsi um það að vanda vatnið, því víða er vatnið
sem brúkað er til matar og drykkjar látið standa í opnum
flátum, þar sem menn og hundar ganga um, og ýms
óhreinindi úr loptinu berast í það.
Að endingu má nefna eina mikilsverða þýðingu sem
vatnið hefur nú á tímum. Það er það afl, sá kraptur,
sem vatnið hefur í sjer fólginn til að knýja áfram margs
konar vinnuvjelar. Gufuskipin þjóta á milli landa á til-
tölulega stuttum tíma fyrir gufukrapti, og járnbrautarlest-
irnar sömuleiðis, og alls konar vinnuvjelar um allan hinn
menntaða heim. Þessi náttúrukraptur —þenslukraptur
vatnsins— hefur á þessari öld verið notaður til þarfa
mannkynsins meira en nokkur annar náttúrukraptur. Og
hinar miklu verklegu framfarir sem á þessari öld hafa
átt sjer stað, eru mestmegnis gufukraptinum að þakka.
Númi.
Brjóstveikin,
Síðan á nýári hafa 20 manns sýkst af lungnatær-
ingu, í Reykjavíkur-læknisumdæmi, samkvæmt skýrslum
um heilbrigðisástand í vetur. Hvað skyldu þeir verða
margir yfir árið? Eptir sama hlutfaili ættu þeir að vcrða
um 6o. En gerum ráð fyrir að færri sýkist að sumrinu
til en vetrinum, eða helmingi færri. Það yrði þá á að
giska um 45 yfir árið, og er það allmikil viðkoma ár-
árlega. Eptir 4—6 ár ættu flestir þessir sjúklingar að
vgta dauðir eptir útlendum ma-.likvarða eða útlendri
reynslu á þessari veiki. Sje nú veikin að fara { vöxt,
eins og læknar segja, þá er landsmönnum mikil hætta
búin af henni. Sje veikin jafn hættuleg hjer á landi og
í öðrum löndum, mun hún verða mannskæðari hjá oss
en flestum öðrum þjóðum, sje miðað við fjölda þann
er sýkst hefur af brjóstveiki í vetur í Reykjavík og ná-
grenni við hana. Hingað til hafa tiltölulega fáir dáið úr
brjósttæringu, og menn eru almennt ekki hræddir við
hana, af því hún hefur ekki verið neitt voðaleg. Lækn-
ar segja að hún sje að færast í vöxt, en fjöldinn er ekki
trúaður á það. Þar sem læknar þykjast þekkja berkla-
sýki á mönnum, þykjast margir ólæknisfróðir menn þekkja
einkenni gömlu íslensku brjóstveikinnar, sem aldrei hefur
verið talin ýkja hættuleg. Nú á þessum seinni árum
hefur gamlá brjóstveikin minnkað, en sú nýja —brjóst-
tæringin— aukist. — Ekki satt?
í vetur skrifaði Kári nokkur grein í Dagskrá um
berklasýki, og var margt af því sem hann sagði þar all
sennilegt, og sennilegra en flest af því sem læknar hafa
sagt um þá veiki. Því skyldu læknar ekki hafa svarað
Kára? Skyldi þögn þeirra, yfir grein Kára, vera sprottin
af því að þeir ættu ógnbágt með að hrekja það sem
hann hefur þar á borð borið fyrir almenning? Það skyldi
maður þó ekki halda. En það er nú einmitt það sem
margur hyggur. Það er beinlínis skylda læknanna að
hrekja greinina, ef hún er á engu rjettu byggð, því hún
styrkir almenning í þeirri skoðun, sem virðist ríkjandi
hjá fjöldanum, að veikin sje ekkí svo hættuleg sem
læknar segja, og hún hafi áður verið hjer í líkri mynd
og nú. Sje veikin að breiðast út, sjá allir, að þessi
skoðun almennings á henni er einmitt til að flýta fyrir
útbreiðslu veikinnar, þar sem eina ráðið til að hindra
hana er varasemi öll.
Kári segir, að veikin muni vera hættuminni hjer á
landi en í öðrum löndum og færir til þess miklar líkur,
og að öðru vísi þurfi að lækna veikina hjer. Það sje
engin ástæða til að halda að veikin sje í meiri út-
breiðslu nú en áður hafi verið. Samgöngur hafi áður
verið nógar til þess að hún gæti þreiðst út eins næm og
hún sje sögð, og áður hafi hreinlæti, mataræði og húsa-
kynni verið fremur ábótavant en nú, og sje því ósenni-
legt, að hún dafni betur nú en áður,
Menn hafa almennt lesið grein Kára með ánægju
og samþykkt flest sem þar hefur staðið, af því það hefur
verið flest sennilegt og komið heim við almenningsálitið
um veikina.
Sje veikin eins hættuleg og læknar segja, eða eins
og í öðrum löndum, og hún virkilega að breiðast út, þá
er íslendingum mikil hætta búin af henni. En sje hún
í líkingu við það sem Kári og fleiri ólæknisfróðir menn
álíta, þá er öðru máli að gegna; þá getur það verið