Dagskrá - 12.05.1897, Qupperneq 5
3°5
skaðlegt að gert sje eins mikið úr henni og sumir nýrri
læknar gjöra.
Það er ef til vill ekki hægt að segja mikið um ísl.
brjóstveikina enn sem komið er. Reynslan hlýtur að
verða ólýgnust.
Alþýðumaður.
Síðustu frjettir frá hernaði Tyrkja og Grikkja
hafa borist með timburskipinu »Skandia« frá Mandal.
Eptir hraðskeytum frá Aþenu segir svo:
Ovenjulega áköf og mannskæð orusta í Þessalíu.
30,000 Tyrkja rjeðust á Grikki við Tyrnavo, og urðu
Grikkir að víkja. Krónprinsinn hefur tilkynnt að hann
dragi saman meginherinn við Phersala (c. 5 mílur danskar
fyrir sunnan Larissa), sökum þess að herlið Grikkja muni
gjöreyðast þar nyrðra. — Tyrnavo og Larissa eru teknar.
Fallskeyti höfuðborgarinnar fallin í hendur óvinanna, en
allar brýr og járnbrautir eyðilagðar af Grikkjum áður
en þeir hurfu undan.
í öðru skeyti frá Miklagarði 25. f. m. segir:
»Larissa tekin í gær. Sveitir Grikkja allar í óreglu
á flóttanum«.
Seinna er frjett að krónprinsinn sje kallaður heim í
Aþenu frá herforustunni og að Smolenski sje nú sldp-
aður æðsti herforingi í hans stað. — I Aþenuborg kváðu
vera hinar mestu æsingar meðal lýðveldismanna.
Grikkjum gengur allvel í Epirus og floti þeirra ber
hærri hlut yfir Tyrkjum. — Stjórnin í Miklagarði hefur
lýst því yfir að hernum verði haldið til Aþenu ef Grikkir
láti sjer ekki segjast af ósigrum þeim sem þeir hafa
þegar beðið.
Með »Laura« frjett um skipatjón frá Vestur- og
Norðurlandi í óveðrinu:
»Draupnir«, hákarlaskip, eign Chr. Havsteens, Akur-
eyri, fórst við Barðsvík á Hornströndum með 11 manns
2. þ. m. Ennfremur hafa strandað 5 þilskip í Hornhöfn
á Ströndum 1. og 2. þ. m., 2 af Eyjafirði og 3 af Isa-
firði.
Hvalveiðamaðurinn Amalie er sagður farinn með
36 mönnum á leið til Islands á hvalabátnum »Jarlen«.
Amalie var elstur hvalfangaranna. Hafði veiðistöð í
Álptafirði.
Fjárskaðar ógurlegir í Múla- og Þingeyjarsýslum, en
frjettir ekki glöggar enn.
Herskipastöð á Islandi. Fyrirspurn hefur
verið gjörð fyrir nokkru í enska þinginu um það hvort
nokkuð mundi hæft í, að Englar (eða Rússar), hyggðu
að taka sjer herflotastöð við Island.
Fyrirspurnínni var svarað neitandi.
Hevleysi er víða orðið tilfinnanlegt eða vofir yfir
nær og fjær, eptir því sem frjettst hefur. —
Eins og nú stendur, eru horfur á því, að fjárfellir
í ýmsum sveitum, bætist ofan á annað tjón, er lands-
menn hafa orðið fyrir á þessu ári.
Frakkneska spítalaskipið St. Paul, er rak upp
fyrir austan Víkurhöfn aðfaranótt 2. þ. m., er að sögn
ekki gjört að strandi fyrir þá sök, að Frakkar muni
ætla að koma skipinu út til viðgerðar.
Bátur fórst frá Hjörsey á Mýrum 1. þ. m. með
6 mönnum, þar á meðal var Sigurður sýslunefndarmað-
ur Guðmundsson.
Góður varningur
NÝKOMIÐ með „Vesta64:
Úrkeðjur af mörgum teg. fyrir karla og kon-
ur, skrautlegri en venja er til, með ágætu verði.
Kapsel, gull-»double« fyrir karlmenn, o. m. fl.
Enn fremur margt tilbeyrandi Iaxveiði, svo sem:
girni (öngultaumar og hjólfæri), önglar, flugur
og stengur, smáar og stórar. Vönduð og ódýr
laxlljól af mismunandi stærð og verði.
Með ,LauraÉ
koma Saumavjelar af ýmiskonar gerð, svosem:
»Singers« stálsaumavjelar o. fl. með afarlágu
verði. T. d. afbragðsgóðar stálsaumavjelar fyrir 30
krónur.
Singers endurbæftu saumavjelar þekkja
allar bestu saumakonur landsins.
Einnig stórt úrval af allsk.onar úrum,
þar á meðal úr með málm- og »Alabast«-skífu.
Enn eru eptir nokkrar veggja-klukltur,
mjög fallegar. —
Sívaxandi fjöldi viðskiptamanna, bæði í R.vík 'og
víðsvegar um land, er hin besta sönnun fyrir því, að
jeg sel:
Góðan varning- og býð góð kjör.
Reykjavík, 27. apríl 1897.
PJETUR HJALTESTED.
! Góð kjör!