Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 26.05.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 26.05.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst T04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin vi 1. júlí komi til útgefanda fyrir októberlok. I, 82-83. Reykjavík, miðvikudaginn 26. maí. 1897. Frj ettir til 19. þ. m. komu með »Cimbria« (23. þ. m.). Svo segir í blöðum þeim, er borist hafa, að ákveðið hafi verið vopna- hlje milli Tyrkja og Grikkja að kvöldi hins 18. þ. m. eptir tilhlutun Rússakeisara. — Höfðu Grikkir þá beðið mikinn ósigur við Domoko norður af Othrys-fjöllunum. Áður höfðu verið háðar allmiklar orustur, frá því er síð- ast frjettist, bæði við Phersala og á ýmsum öðrum stöð- um; hefur Grikkjum jafnan veitt miður, og þegar fyrir nokkru komið til orða að koma á samningum um vopna- hlje. — Sagnirnar um uppþot í Aþenu, heimköllun Con- stantíns konungssonar og hluttöku annara Balkanríkja í ófriðnum eru allar ósannar. Meginþorri Aþenumanna mun nú yfirleitt einskis fremur hafa óskað heldur en að friður kæmist á fyrir milligöngu stórveldanna, en hitt er annað mál hvort þeir muni vilja borga hernaðarkostnað þann allan, er Tyrkir heimta. Eitt eru öll blöðin sammála um, en það er að Tyrkjum verði ekki leyft að taka neitt af löndum Grikkja, en í Miklagarði er sagt að menn hallist mjög að því að halda fram kröfu um: Þessalíu fyrir Krít, hvort sem stórveldunum líki ver eða betur. í herkostnað munu Tyrkir heimta ekki minna en 90—IOO millíónir króna. í ræðu nokkurri er Salisbury lávarður hjelt í al- þekktum Lundúna-»klúbb« einum, hinn 18. þ. m., sagði hann meðal annars: —»Það eru margar ástæður til að halda með Grikkjum, þar á meðal ein sú, að þeir hafa sömu trú og vjer; en þessi ástæða er alveg persónuleg, og þessi tilfinning með trúarbræðrunum má alls ekki ráða neinu í politík«.—- Þessi játning er einkennileg og felur í sjer rjett- læting alls þess athæfis stórveldanna til verndunar Tyrkjum, sem flestir rjettsýnir Evrópingar munu einhuga um að áfella. Frá Dönum eru þær frjettir fluttar, að Estrúp gamla sje nú falið að mynda nýtt ráðaneyti; — hið fyrverandi hefur verið of frjálslynt handa Dönum, eptir því. ógurlegur eldsvoði varð nýlega í París. Brann þar basar-tjald á Elysisku völlunum. Hundrað konur og nokkrir karlmenn ljetu þar líf sitt. Fjárveitingarnar úr landssjóði. Það væri ekki undarlegt, og ætti þannig að vera, að sem flestir ljetu opinberlega í ljósi álit sitt um, hverj- um af þessum fjárveitingum úr landssjóði væri vel varið og hverjum miður, En um þetta heyrist engin rödd, og þar af má álíta, að almenningur sje mjog svo ánægður með, hvernig hið síðasta þing 1895 varði peningum þjóðarinnar, og samþykki þá líka um leið með þögninni, að þvílíkar megi og eigi fjárveitingarnar að vera á næsta fjárhagstímabili. Ja, því ekki þaðf Það er víst í sam- ræmi við skoðanir almennings? Hjer um ætla jeg ekki að segja, en ætla mætti, að margir kysu að tapþúsundir landsjóðs nú breyttust næst í hundruð. Frá síðasta þingi sjest samt, að sumir hinna heiðruðu þingmanna vilja af- nema sumar fjárveitingarnar og nefna fyrst styrkinn til búnaðarfjelaganna. Láta i ljósi, að það sje vert að at- huga nú þá fjárveitingu, hvort framvegis muni ekki við- eigandi að afnema hana og láta hana heldur ganga til sýslufjelaga með nýjum veitingaákvæðum, eða hver veit hvert. Helsta ástæðan virðist sú, að ekki sjáist eins mikið liggja eptir búnaðarfjelögin af jarðabótum, eins og við mætti búast samkvæmt landsjóðsstyrknum, þessari miklu hvöt til jarðabótanna. Það sýnist jafnvel sum- staðar nærri meiningu einstöku heiðr. þingm. að jarða- bæturnar sjeu minni í raun rjettri en þær eru á papp- írnum. Við þessu hefur þingið sjeð, með því að taka ekki á móti jarðabótaskýrslunum hjá búnaðarfjelögunum sjálfum, eptir sögn þeirra, heldur eptir skoðun og mæl- ingu búfræðinga, er sýslunefndir útnefna. Þetta virðist rjett og gott skilyrði, en þá um leið ekki ástæða til annars, en álíta skýrslurnar svo rjettar sem kostur getur verið á þeim. Þessum umrædda styrk er ætlað að vera hvöt til jarðabótanna og um leið viðurkenning til búnaðarfje- laganna fyrir framkvæmdir þeirra; og flestir, er best til þekkja, munu hafa sjeð, hvað gott hefur leitt af þessu með framkvæmdirnar. Þessi sannleiki er að því leyti leiður að með honum er líka sagt, að jarðabæturnar sjeu ekki unnar af þeirri rjettu hvöt, er ætti að vera, þ. e. nytsemi þeirra, og sannfæringu manna fyrir, að það eru þær bestu framfarir, sem landið býr lengst að. Svo langt munu menn því miður ekki komnir í þessu efni

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.