Dagskrá - 26.05.1897, Blaðsíða 4
3z8
sjerstakan skóla í þessari fræðigreini og öðrum þeim,
sem honum þykja mest fara hjer í handaskolum. ís-
lendingar hafa lengst fengið orð fyrir að vera námfús
þjóð, sem hefði sterkan vilja á því, að taka sjer fram
í sem flestum greinum. Að slíkum skóla mundi því hafa
orðið afar mikil aðsókn. Þar var loksins fenginn kenn-
ari, sem eitthvað kunni til að kenna — og þar var
hið ákjósanlegasta starfsvið, fyrir hans stærðfræðislegu
rökfræði, starfsvið fyrir hann til að þjena sjálfan í sömu
andránni og hann kenndi öðrum að þjena; en það virð-
ist svo, sem hann hafi grafið pund sitt í jörðu, og fal-
ið fyrir sjálfum sjer og öðrum alla sína hagfræði í fram-
kvæmdinni.
En svo kemur mælikvarðinn fyrir reikningskennsl-
unni.
»Þá er barninu viðunanlega kennt, þegar það kann
sjálft að telja uþþ í dæmi og reikna út öll hagnaðar-
efni á svœðinu milli sþilamanna og búreikningsinsi.. —-
Hjer er nú aptur nokkuð mikið sagt, »Z.« minn góður!
— Það er opt hægt að þyrla kring um sig bleki og
sletta nokkrum vanhugsuðum pennadráttum á pappírinn
en í framkvæmdinni verður reyndin nokkuð önnur. —
Fyrst er nú það, að öll þau börn, sem illa eru l'óguð fyr-
ir reikning, verða tæplega nokkurn tíma annað nje
meira, en stirð og ófullkomin við að brjóta reikninginn
út sjálf til eiginna nota, hversu góða kennara, sem þau
annars hafa. — I öðru lagi, er það meira en meðal manns
verk að uppfylla þetta ákvæði á fáum vikum, enda þótt
um hæfilegleika börn sje að ræða; og í þriðja lagi er
aðalskilyrði hvernig nemandinn heldur því við sig, sem
hann hefur numið, Eg leyfi mjer að fullvissa »Z«. um
það, að meiri parturinn af börnum, myndi koma svo út
úr hans eigin skóla, að þeim yrði ehki viðunanlega
kennt, samkvæmt þessum mælikvarða, þótt þau væru
þar 3-8 vikna tíma. — Það er hætt við að eitthvert
»hagnaðarefnið« færi eitthvað svipað fyrir sumum þeirra
í útfærslunni og fór fyrir Z. þegar hann lagði saman
námstíma skólapiltanna í Olafsdal og annað dæmi, sem
svipað fór um dagsverkin á Hólum, að það sæjust
hjá þeim reikningsvillur, rjett eins og hjá börnunum frá
okkur hinum. Tossarnir og kæruleysingjarnir kæmu
líklega samir út frá honum og þeir fóru inn, eins og
gerist — Það færi hjer fyrir honum alveg upp á sama
hátt og oss óhæfu kennurunum. Það vill nú svo vel
til að jeg þekki börn af hans eigin skóla, sem þó hafa
stundað námið hálfan vetrinn; en ekki verður sjeð að
þau taki neitt fram börnum, sem notið hafa fræðslu hjá
sveitakennurunum eins og þeir gerast þetta yfir höfuð.
Þetta mun Z. eigi geta borið til baka.
Það skal skýrt tekið fram, að hvorki er þetta sagt
áminnstum börnum, eða aðstandendum þeirra til hnjóðs,
heldur einungis til að sýna höf. tilfinnanlega fram á,
hve nálægt sjalfum sjer hann hefur höggvið í dómi sín-
um um oss sveitakennarana. Börn þessi munu þó hafa
hæfilegleika í fullu meðallagi; en það ríður engu minna
á hinu að komast í sem þægilegasta samvinnu við þau.
»Kennslutíminn í hverjum stað er of stuttur« segir
hann. I þessari grein er jeg eindregið á sama máli og
höf. — Einmitt í þessu, og því hve víða heimilin eins
og skeyta minna sjálf um það síðan kennararnir komu
að láta b'órnin halda 'víð sig því, sem þau hafa numið
og halda þeim til náms yfir h'öfuð —• öðrum þræði, og
ónógu eptirliti og samvinnu sumra prestanna, af hinni
hálfu; liggur ein dýpsta undirrótin fólgin í ólagi upp-
eldisfræðslunnar hjá oss. —•
Það tjáir ekki að bera á móti þessu. Hvorki heim-
ilin eða prestarnir munu geta sannað sig sýkna; og svo
sem auðvitað er fer og margt í óíesrtri fyrir oss kennurum
líka. Allt og allir eru samsekir, og þurfa nauðsynlega
að taka sjer fram í þessu máli.
Jeg hefi mjög opt vikið að því orði‘ þegar jeg hefi
hætt að kenna á heimilunum, að nú yrði að láta börn-
in lesa allt það rækibga yfir, sem þau hefðu fengist
við. Heimilin hafa ávallt tekið mjög vel undir þetta.
Það er sannfæring mín að þau hafi fundið að það væri
rjett, og ásett sjer að gjöra það; en engu að síður hef-
ur þetta allt of opt gleymst I sumum stöðum, þar
sem jeg hefi kennt, finn jeg þó að heimilin eru aptur
farin að taka sjer fram í þessu. Kennarinn þarf að
finna hjá sjer hvöt til að komast í svona lagaða sam-
vinnu við heimilin; hann þarf að unna starfi sínu, heim-
ilunum og börnunum jöfnum höndum;—það getur hann
aðeins gjört með því að vera sjálfur fyrirmyndin. Þetta
þyrftum vjer kennarar ætíð að hafa hugfast. Víða á
heimilum eru unglingar um og yfir fermingu, sem tölu-
vert eru komnir áfram í reikningi t. d. Þessa krapta
þurfa heimilin umfram allt að nota; láta þá styðja hina
yngri, undir yfir-umsj'ón sinni. Með þessu vinna þau
tvennt í senn: hjálpa hinum yngri í áttina og æfa hina
eldri. Það er einmitt œfing, sem flesta unglinga vantar
á þessum aldri, og endirinn verður sá, að eins er og
aldrei hafi neitt verið kennt, nema fyrir þeim, sem
sjálfir finna hjá sjer hvöt til að komast áfram.
Þá hreifir höf. því, að ávextir farandkennslunnar,
sem frumkvöðlar hennar sjeu svo hreyknir yfir, sje ekk-
ert annað en tál sem gjöri gys að æskulýðnum og
framförum þjóðarinnar, og hæfi þeim einum, er aðeins
vilji fást við að fljetta reipi úr sandinum.
Hann gleymir því hjer, sem alls eigi mátti ganga
framhjá, að ávextir þeir og kraptar, sem af tilraunum
þessum munu spretta, eru svo ungir og óþroskaðir, að
engin von er til að þeir sjeu enn teknir til nokkurra
verulegra starfa. — En þessir kraptar munu koma í ljós