Dagskrá - 18.06.1897, Page 2
374
fengsæl mið, ef þau eru vel og rjett sótt, enda hefur marg-
ur góður gullskildingurinn verið dreginn þaðan aflands-
mönnum, þó tækin og aðferðin öll, hafi verið harla ó-
fullkomin. (Frh.).
Dauður hnöttur.
Venus, hin bjarta, fagra kvöldstjarna, sem nefnd
er eptir ástargyðjunni og hrifið hefur svo mörg augu
dauðlegra manna á þessari jörð vorri til ljóða og til
-ásta —- hún er dauð.
Menn hafa lengi verið í vafa um hve langur dagur
væri á þessari reikistjörnu, og fróðustu menn um hin
himnesku vísindi, stjörnuspekina, hafa spreytt sig á því
að geta upp ýmsar dagalengdir og stutt getgátur sínar J
með mjög skarpskyggnum útreikningi, en allt hefur
reynst misreiknað, þangað til nú að menn hafa fundið
að Venus er dauð —• það er að segja að öðru megin !
á hnettinum er eilífur dagur, en hinum megin eilíf nótt. !
Það er eilífur dagur á þeirri hlið Venusar semaðsólinni
snýr — og eilíf nótt á hinni. A daghveli hnattarins er
skýjalaus, vatnslaus eyðimörk, þar sem ekkert iíf er til,
en rökkurhvelið er eitt einasta biksvart og helkalt ísríki,
þar sem dauðinn einn getur þrifist.
Venus hefur dáið af elli. —
Menn vita að líf hvers hnattar er háð stöðugri breyt-
ing dags og nætur — og þessi breyting kemur fram af
því að hnötturinn snýst um möndul sinn. En hnöttur-
inn er einnig háður öðru afli — því sem knýr hann
áfram á braut sinni kring um miðsóknarpólinn.
En hinn sami kraptur sem starfar að því að aitka
hraða hnattarins í brautinni starfar einnig að því að
minnka snúningshraða hnattarins um sinn eigin möndul.
Þetta spil kraptanna heldur áfram ægilega langan ei-
lífðartíma, þangað til snúningshraðinn fellur saman við
hnattbrautarhraðann, og þá er líf hnattarins á enda. —
Æfi hnattanna ákvarðast af fjarðlægð þeirra frá mið-
sóknarpólnum (sólinni) og af þyngd þeirra.
Merkúríus er því dauður fyrir æfalöngu — og hann
hefur hlotið að verða mjög skammlífur. Það er hægt
að reikna hlutfallslega æfi allra reildstjarnanna, og það
er og hægt að sjá greinileg merki þess að Mars, annar
næsti nágrannahöttur vor, er að eldast.
Jörðin okkar er háð sömu lögum, en ef hún ekki
deyr með einhverjum ófyrirsjeðum atburðum, þá á hún
svo langan æfitíma að oss sundlar af því að bera hann
saman við vort eigið stutta mannslíf.
Annars hafa menn verið furðu ókunnugir Venusi
allt til þessa, þrátt fyrir það þótt hún sje næst oss af
öllum plánetunum, og ber margt til þess, einkum að Ven-
usbrautin liggurfyrir innan jarðbrautina ogsnýr ástastjarnan
því dimmu hliðinni að oss þegar hún er næst oss, með
því að hún er þá milli jarðarinnar og sólarinnar.
Ennfremur er hún aldrei langt frá sólinni frá jarðarbúum
að sjá — og ljósgeislarnir leika svo um hina björtu hlið
hennat, að oss birtir fyrir augum í sjónaukunum, þegar
vjer horfum á hina framliðnu stjörnugyðju.
Þannig forðaði jeg lífi mínu.
Eptir John R. Sims.
Viðburður sá bar við fyrir mörgum árum, er jeg
ætla að segja frá. Það er í eina skiptið að líf mitt
hefur verið í verulegri hættu, og þótt hann minni
mjög á leiki þá, er reisa hárin á höfðum manna, var
hann samt verulega ægilegur meðan á honum stóð. Líf mitt
á jeg að þakka hvatskeytisbragði, sem var svo fífldjarft
að það sannar augljóslega að allra friðsömustu og spök-
ustu menn geta orðið jafnhættulegir og verstu glæpa-
menn þegar þeir þurfa að bjarga lífi sínu.
Þegar saga þessi gjörðist var jeg að eins 22 ára að
aldri og vann á alkunnri málaflutningsmannsskrifstofu og
átti jeg að æfa mig þar í lögfræðingastörfum. Faðir
minn bjó í Connecticut og átti enga vini í New-York.
Hýrnaði því æði yfir mjer þegar Fogson gamli kallaði
mig inn á skrifstofu sína einu sinni að morgni dags, og
sagði mjer að hann þyrfti að láta mig ferðast til Brox-
ton þá þegar eins og jeg stæði til að útkljá »prívat«-
erindi fyrir sig, sem útkljá þyrfti hið allra bráðasta.
»Farið með peningana þá arna til hans Warren«,
mælti hann, og benti um leið á seðlahrúgu, sem lá á
borðinu. »Teljið þjer þá!«
Jeg vætti fingur mína og taldi seðlana. Voru þeir
misháir, úr 5 dollurum upp í 50 dollara.
»Fimm þúsund og þrjú hundruð«, svaraði jeg.
»Það er rjett«, mælli hann. »Upp frá þessu eru
þeir í yðar ábyrgð. Stingið þeim í kampunginn þann
arna og hafið ekki af þeim augun þangað til þjer hafið
fengið herra Warren þá í eigin hendur og tekið á móti
kvittun frá honum fyrir þeim. Járnbrautarlestin ein
leggur af stað kl. 12.20, og er best að þjer farið með
henni«.
Jeg gekk út í allra besta skapi, en var með sjálfum
mjer að furða mig á hvers konar nýtt heimskupar hinn
skeytingarlitli og ljettúðugi skjólstæðingur okkar hefði
framið, fyrst hann þyrfti peninga í slíku skyndi, og þá
þyrfti að senda honum á þennan hátt. Jeg stakk kam-
pungnum í vasann á yfirfrakkanum mínum, því kam-
pungurinn var fyrirferðarmeiri en svo, að jeg gæti komið
honum í nokkurn annan vasa. Að svo búnu skundaði
jeg til járnbrautarstöðvarinnar og keypti mjer farbrjef
til Dayton, sem var næsta járnbrautarstöðin við búgarð