Dagskrá - 18.06.1897, Page 3
375
Warrens. Á þeim tímum fóru járnbrautirnar ekki
með slíkum hraða og nú tíðkast, og var jeg því þreyttur
og stirður af kulda þegar jeg kom loks til Dayton, af
því að hafa setið svo lengi í vagninum. Lopt og láð
var grátt og drungalegt í kring um mig og skuggalegt
ásýndum, og óhugð hvíldi yfir öllu svo sem frekast
getur verið í kuldaveðri í nóvembermánuði. Stóð jeg á
auðum járnbrautarstöðvarpallinum og horfði á hversu
lestin þusti lengra áfram. Hafði jeg búist við því að
hitta þar einhvern vagn, sem flytti mig lengra áleiðis,
en brugðust gersamlega þær vonir mínar, því jeg sá
ekki eina einustu smákerru hvað þá annað. Gekk jeg
þá til brautarstöðvarstjórans og ætlaði hann að ganga
inn á skrifstofu sína. Spurði jeg hann leiðar til Hazel-
ton.
»Hazelton«, át hann eptir mjer steinhissa. »Það
eru meira en 12 mílur til Hazelton«.
»Þjer munið ekki hafa orðið var við að hjer væri
maður til þess að sækja mig?«
Hann hristi að eins höfuðið og sagði ekki neitt.
»Nú, þá verð jeg að reyna að fá mjer einhvern
fararbeina«, mælti jeg. Hvert á jeg að snúa mjer til
þess að fá mjer vagn?«
»Þjer getið ekki náð hjerna í einn einasta vagn,
herra minn«, mælti hann. »Ættuð þjer því að fara að
mínum ráðum og bíða hjer til morguns. Hjer er reyndar
nokkuð þröngt um húsakynni, en það er þó að minnsta
kosti hreint«.
Þessu ráði þorði jeg engan veginn að fylgja, því
mjer hafði verið gefin ákveðin skipun, sem jeg mátti til
að breyta eptir. (Frh.).
Próf í forspjallsvísindum við hina hærri skóla
tóku í gær:
Andrjes Fjeldsted . . . . vel -f-
Guðmundur Guðmundsson vel -f-
Ingólfur Gíslason dáv’el
Jónas Kristinsson . . . . . ... dável
Magnús Þorsteinsson . . . . . dável -)-
Þórður Pálsson . . . . dável -)-
Þorbjörn Þórðarson . . , . . . , . vel -j-
Maður nýkominn frá Borðeyri segir eng-
an hafís þar um slóðir svo langt sem augað eygir.
Nýtt pukur. Eptir þvf sem segir í »Þjóðólfi« í
dag, kvað dr. Valtýr enn hafa nýtt pukur upp á að
bjóða í stjórnarskrármálinu. —•
Gaman verður að frjetta síðar hverju hinn stjórn-
spaki doktor vill nú biðja þingmenu að þegja yfir.
Misprentað í Dagskrá nr. 93 bls. 370 »Vatnsins ás og
Fjallsins dís« á að vera »Fjallsins ás og vatnsins dís«.
Lífsábyrgðarfjelagið ,Star‘.
Umboðsmenn fjelagsins eru:
Borgari Vigfús Sigfússon, Vopnafirði.
Verzlunarm. Rolf Jóhannsson, Seyðisfirði.
Verzlunarmaður Grímur Laxdál, Húsavík.
Amtskrifari Júlíus Sigurðsson, Akureyri
Sjera Árni Björnsson, Sauðáraróki.
Sjera Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði.
Bókhaldari Theodór Olafsson, Borðeyri.
Sýslumaður Skúli Thoroddsen, ísafirði.
Sjera Kristinn Daníelsson, Söndum í Dýralirði.
Kaupmaður Pjetur Thorsteinsson, Bíldudal.
Kaupmaður Bogi Sigurðsson, Skarðstöð.
Bóksali Gísli Jónsson, Hjarðarholti í Dalasýslu.
Verzlunarmaður Ingólfur Jónsson, Stykkishólmi,
Kaupmaður Ásgeir Eyþórsson, Straumfirði.
Kaupmaður Snæbjörn Þorvaldsson, Akranesi.
Verzlunarmaður P. J. Petersen. Keflavík.
Ólafía Jóhannsdóttir, Reykjavík.
Skrifstofa fjelagsins er á Skólavörðustíg nr. 11,
opin hvern rúmhelgan dag.
Lífsábyrgðarfjelagið ,Star‘.
Sjerstakir hagsmunir
er »Star«. bjður dhyrgðareigendum sínum.
I. 90°/o af ágóðanum (hlutabrjefaeigendur fá 10°/o).
II. Bonus á Bonus. •
III. Bonus á iðgjaldalausar ábyrgðir, fyllilega f hlutfalli
við hina minnkuðu ábyrgðarupphæð.
IV. Bonus á hvern þann hátt eptir lögum fjelagsins
er menn kjósa sjer.
V. Lán fyrir hálfu iðgjaldi í allt að 5 árum þegar
með þarf.
VI. Lán fyrir öllu iðgjaldinu í allt að 13 mánuðum
þegar ábyrgðin hefur nægilegt peningagildi.
VII. Utborgun af allri peningaupphæðinni, jafnvel þó
iðgjöld ekki hafi verið borguð í heilt ár meðan
peningagildi ábyrgðarinnar nemur iðgjaldaupphæð-
inni.
VIII. Stutta og ljósa ábyrgð og lausa við allar tak-
markanir með tilliti til verustaðar að fráteknum
vissum hjeruðum í hitabeltinu.
IX. Útborgun af allri upphæðinni þó ábyrgðareigandi
fyrirfari sjer, sjeu 2 ár liðin frá því að ábyrgðin
öðlaðist gildi, og sje ábyrgðin veðsett, á hvaða
tíma sem það skeður.