Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.06.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 28.06.1897, Blaðsíða 3
407 og það væri nokkur efi á því, að jafnvel hið stærsta skip gæti ekki fremur veitt mótstöðu en fjöður í fellibyl, og hlyti að farast á sömu stundu, ef það lenti í iðunni. Mjer hafa virst orsakir þær, er menn álíta að þetta komi af, alltrúlegar er jeg les þær, en nú voru þær lítt fullnægjandi í mínum augum. Hin almenna skoðun var sú, að iðan myndaðist af hreifingu vatnsins við flóð og fjöru. Kircher og fleiri halda, að undir iðunni sje gýg- ur, sem gangi alveg í gegn um hnöttinn. Þessi skoðun var mjer næst skapi, svo fráleit sem hún annars er. Jeg sagði fylgdarmanni mínum hana, og varð jeg hissa er hann var henni fráhverfur, því hún hefur mikla hylli hjá Norðmönnum. Hvað viðvjek hinni skoðuninni, þá sagðist hann ekki skilja hana, enda mun hann hafa sagt það satt, því þótt hún sje allskiljanleg á pappírnum, þá finnst manni hún með öllu óskiljanleg og jafnvel heimskuleg er maður heyrir drunur hyldýpisins í kring um sig. »Nú hafið þjer sjeð iðuna«, sagði gamli maðurinn, »og ef þjer viljið leggjast hjerna í skjóli við klettinn þann arna, þá ætla jeg að segja yður dálitla sögu, svo I þjer sjáið að jeg þekki dálítið til straumsins«. Jeg gjörði sem hann bauð og hóf hann svo ræðu sína: »Jeg og bræður mínir tveir áttum einu sinni dálitla skútu, og vorum við vanir að fiska á henni hinum megin við Moskoe í nánd við Vurrgh. Fiskur er ætíð nógur í hörðum straumum og öfluðu þeir ætíð vel, er þangað i þorðu að leita, en það voru ei nema vjer þrír. Vanalegu miðin eru sunnar og þangað fóru aðrir, með því það er minni hætta. Þar á móti veiddum vjer bæði betri og meiri fisk og fengum opt meira á einum degi en hinir gætnari á heilli viku. Vjer lifðum þannig á hugrekki voru og lögðum líf vort í hættu til að þurfa ekki að þræla. Við vorum vanir að lenda í dálítilli vík, sem er hjer um bil fimm mílur hjeðan. Þegar gott var veður notuðum við kyrrðarstundina, sem áður er talað um, til að komast yfir strauminn, og lögðumst síðan fyrir at- keri í nánd við Otterholm eða Sandflesen, því þar eru straumarnir ekki eins harðir eins og annarrstaðar. Við vorum þar síðan þangað til sjórinn varð rólegur og hjeld- um svo heim. Vjer fórum þetta aldrei nema vjer hefðum hagstæð- an byr fram og til baka, og sáum vjer það vanalega á morgnana, hvort við mundum hafa það eða ekki. Tvisvar sinnum á sex árum neyddumst vjer til Jað liggja fyrir atkerum um nóttina vegna logns, og einu sinni urðum við að liggja heila viku, hálfdauðir af sulti, á miðinu, af því ekki var hægt að snúa aptur vegna hvassviðris. Við hefðum farist í straumnum ef oss hefði ei viljað ■ það til láns að oss bar í hlje við Flimen, og lágum við | þar síðan. (Frh.). Mannþekkjara-listin. (Lauslega þýtt úr frönsku). (Niðurl.) Fyrsta meginreglan í þeim fræðum að rannsaka innra manninn eptir höfuðbeinalaginu er sú að allar þær hvatir og eiginlegleikar sem eru þýðingarmestir fyrir hið náttíirlega eða dýrslega líf mannsins eiga heima í þeim hlutum heilans er liggja nœst mænunni, en þeir eiginlegieikar er fullkomnast við menningu mannsins og uppeldi, í þeim hlutum heilans er liggja mænunni fjærst. Næsta meginsetning er sú að eiginlegleikar af líku tagi liggi hver nærri öðrum. A grundvelli þessum hafa síðan verið gjörðar ran- sóknir á óteljandi mannshöfðum, og hafa þannig smátt og smátt orðið ákveðnir »staðir« fyrir svo að segja hvert einasta aðaleinkenni mannlegrar sálar. — Fram- úrskarandi gáfumenn er einkum hafa verið atbragð ann- ara í einhverri sjerstakri grein, hafa reynst að staðfesta setningar þessar, eina eptir aðra, og auk þessa hafa menn þóttst eiga öfluga vitnisburði í höfuðlagi hinna ýmsu dýrategunda er einkennast hver um sig af sjer- stakri skapseinkunn svo sem: refurinn að slægð; hund- urinn að tryggð o. s. frv. Þær hvatir er miða að viðhaldi kynsins liggja í »litla. heilanum« næst mænunni og er þessi hluti höf- uðsins því stærri sem þær hvatir eru ríkari hjá mann- inum. Gagnstæðar þessum eiginlegleikum eru flestar hinar svokölluðu »gáfur;« þær eiga heima í fremstu hlutum stóra heilans, flestar nálægt augabrúnunum. Þegar talað er um að einhver sje »gáfaður« eiga margir við reikningsvit og skarpan skilning þess er í hlut á. En þessir hæfilegleikar eru langt frá því að fela í sjer allar eðajafnvel fjöldann af hinum æðstu gáf- um sem fundnar verða eptir höfuðbeinalaginu. — Sá maður getur t. a. m. verið vel skýr og skarpur reikn- ingsmaður sem varla þekkir blátt frá grænu í málverki, heyrir ekki mun á falskri og ófalskri nótu, o. s. frv. — Það heyrir að sönnu ekki undir þessa fræði að ákveða hver sje »gáfnanna gáfa« — en við ransóknir á mörgum mannahöfðum staðfestist sú kenning ætíð meir og meir að hver gáfa sje qtaf fyrir sig alveg sjálf- stæð þannig að sami maður getur skarað fram úr í einni og verið mjög svo ófullkominn í annari — og að þeg- ar ræða er um hvort maðurinn sje »gáfaður« eða ekki verða menn því annaðhvort að krefjast þess, að maður- inn sje afbragð annara að einhverri sjerstakri gáfu, eða þá að hann sje fullkominn í fleiru og á hærra stigi en almennt gjörist.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.