Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.06.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.06.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst J04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fy»rfram. DAGSKRÁ. Uppsögn skrifleg b».ndin vi 1. júlí komi til útgefauda fyri októberlok. I, 102. Reykjavík, mánudaginn 28. júní. 1897. Landbúnaður íslendinga. (Frh.). Búnaðarskólarnir. Stofr.un búnaðarskólanna á íslandi myndar nýtt tímabil í sögu landbúnaðarins. í stofnun þeirra felst þýðingarmikil viðurkenning frá hinu opinbera um að þekkingu á búnaðarefnum vanti í landinu, og að það sje nauðsynlegt að auka hana. Þegar átti nú að ákveða fyrirkomulag þessara skóla^ þurfti að hafa margt fyrir augum, bæði það, að náms- menn jafnhliða búnaðarþekkingunni gætu notið þeirrar fræðslu í almennri menntun, sem nauðsynleg þykir, að tekið væri hæfilegt tillit til hins lága ástands er búnað- urinn var í o. s. frv. En auðvitað var það einkum tvennt sem þurfti að hafa í hyggju: að búnaðarskólarnir gætu veitt sem besta kennslu í íslenskri búfrœði og um leið að búnaður sá, er rekinn væri á skólunum gerði praktiskt gagn. Það mun óhætt að segja að þorri manna muni nú kominn á þá skoðun, að illa hafi tekist að taka rjett tillit til alls þess sem fyrir lá þegar skólarnir stofnuðust og hafa nýlega birtst rækilega ritaðar greinar frá búfróð- um mönnum í blöðunum, þar sem sýnt hefur verið fram á hver meginvilla valdi mestu um ófullkomleik búnaðar- kennslunnar hjer á landi. Sje því haldið föstu að aðalmarkmið s'kólanna hafi átt að vera að stofna til góðrar búnaðarkennslu svo fullkominnar sem föng voru á, var auðvitað hin mesta fásinna að dreifa kröptunum á marga skóla í stað þess að sameina kraptana í einni stofnun. — Þetta þarf engr- ar útskýringar við — það blasir svo opið við. — En þegar þá landsmenn eru látnir kosta marga kennara í stað eins í hverri fræðigrein fyrir sig, byggja mörg skólahús í stað eins o. s. frv. hlýtur það að vera svo að megináherslan hafi verið lögð á hina hliðina — að láta búnaðinn á skólunum gjöra praktiskt gagn. Reynslan hefur óneitanlega sýnt að skólarnir hafa ekki gjört þetta praktiska gagn. — Það er lítið að læra á búnaði þeirra fyrir þá sem standa fyrir utan skólana, eða að minnsta kosti ekki það að íslenskur búnaður sje lífvœnlegur sem menn yrðu þó að heimta af öllum fyr- irmyndarbúnaði. — En það virtist meira að segja svo sem hægt hefði verið að sjá þetta strax, án þess að þurfa hinnar dýrkeyptu reynslu með. — Með öðrum orðum, það lá í augum uppi strax þegar skólarnir voru settir upp að þeir gátu aldrei neitt teljandi gagn gjört í þá átt, að vera landsmönnum úti í frá til fyrirmyndar. Það varsýnilegt, að skólastofnanir, sem þurftu að leggja yfirgnæfandi áherslu á bóklegt nám mundu aldrei verða fallnar til þess að bændur gætu örfast mikið af því að lesa ársreikninga þeirra — eða rjettara sagt af því að borga árlegan tekjuhalla af þeim. Og er ekki líklegt |að neinn haldi því til streitu, að takandi sje tillit til þess að menn eigi »styttra að sækja« á fjórðungaskóla, eða að hægra sje að láta hið opinbera gjald til skólanna koma rjettlátlegar niður á þann hátt. Það sýnist mega fullyrða, að það liggi í augum uppi, að fyrirkomulag búnaðarskólanna er alveg ósam- rýmanlegt við þeirra eigin tilgang, því þetta tvennt, sem þeir hafa fyrir augum, næst hvorugt til hlýtar, svo lengi sem ljettara er að kosta einn búnaðarskóla heldur en marga, og svo lengi sem skynsamlegur, eingöngu verk- legur búskapur, hlýtur að vera hæfari fyrirmynd en hinn erfiði skólabúskapur, sem rekinn verður jafnhliða hinu bóklega námi á fjórðungastofnunum. Búnaðarskólarnir hafa að sönnu vafalaust gjört tals- vert gagn, en þess ber að gæta hjer sem annarsstaðar, að það er rjettlátt að bera árangurinn saman við það sem hefði getað verið ef betur hefði verið á haldið en ekki við það sem var áður. Búfræðingar vorir eru vafa- laust mikið betur hæfir til þess að búa, fyrir þá þekking sem þeir hafa aflað sjer — en hversu miklu betur mundu þeir ekki hafa verið farnir ef þeir hefðu snúið sjer al- varlega að því tvennu, hvoru fyrir sig, hinu bóklega námi og hinu verklega — í stað þess að blanda því sam- an og verða svo minna en hálflærðir í hvoru fyrir sig. Búnaðarskólamálinu er ekki vel komið fyrir meðan eiginleg vísindaleg búfræði þekkist ekki í landinu, og meðan bœndastjettin í heild sinni getur ekkert lært af hinum opinberu búskapartilraunum, því auðvitað þarf hver búandi í landinu í ranninui að vera búfræðingur fyrir sig, en hin æðri þekking á að vera sá grundvöliur sem allar búnaðarframkvæmdir hins opinbera og ein- stakra manna byggjast á. (Erh.)

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.