Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 1
Verð árgangs íyrir cldrí kaup endur innanlands. 4 krónur. ^emur út hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. II, 8. Reykjavík, föstudaginn 9. júií. 1897. Um frjettaþráðinn. Mitchell enski sendir nú í fjelagi með Cooper nokkrum, öðrum enskum manni, langt erindi til al- þingis, þar sem þeir fara fram á að landssjóður veiti þeim 45,000 krónur árlega til þess að leggja málþráð til landsins. Skýrir hann þar einnig frá aðgerðum sínum og undirtektum Dana í málinu frá því í hitteðfyrra að hann fyrst leitaði alþingis þar um. — Skal hjer skýrt stuttlega frá innihaldi erindis þessa. Það fyrsta er brjef frá Mitchell til forseta neðri deildar, þar sem hann afsakar ókunnugleikann á lögum íslands, — en kveðst einungis fara fram á slíkt leyfi til þess að leggja malþráð til landsins, er alþing hafi heim- ild til að veita, og að hann muni gjöra allt í sínu valdi til þess að fá staðfesting eða samþykki Danastjórnar á þessu leyfi svo framarlega sem þess þurfi. Því næst fylgir endurrit af brjefi er hann ritaði ráð- gjafa íslands, og samhliða einnig innanríkisráðaneytinu danska. Skýrir hann þar frá því að árið 1895 hafi Is- lendingar nokkrir spurt sig að því, hvort hann mundi sem málsfærslumaður geta fengið einhvern af skjólstæð- ingum sínum til þess að leggja fje í málþráð til íslands, og varð það til þess að Douglas Cooper (sá er ritar undir erindið með Mitchell) og telegraffjdagið W. G. Hevley tók að íhuga framkvæmdir þessa máls með hon- um. Var fyrirætlun þessi síðan lögð fyrir alþing, og leiddi það til deildarályktana þeirra, er menn þekkja. Þegar Mitchell kom aptur frá Islandi fjellust þeir Cooper og telegraffjelagið á það að leggja málþráðinn, ef leyfinu fylgdu 9000 pund (162,000 króna) árlegur styrkur frá danska ríkinu (Islandi þar með). — Eptir skýrslum, sem Mitchell og fjelagar hans höfðu fengið 1896, varð það Ijóst að málþráður frá Shetlandi til Islands mundi ekki verða beint arðberandi fyrirtæki, og virtist það því æsldlegt að halda þræðinum áfram yfir Island og Grænland til Canada. En yrði þráðurinn lagður þannig er álitið að hann mundi full- komlega borga sig með tillagi því sem áður er nefnt arlega, í t. a. m. 25 ár. Er ekki beðið um neinn fjárstyrk fyr en þráðurinn er lagður til Islands. En ef Danastjórn vildi fara fram á að leggja þráðinn beir.t til Danmerkur yfir Færeyjar, mundi helmingi meira fje verða heimtað. -— Styrkur sá, er áður var nefndur, skyldi að eins vera veittur til þráðar- ins að íslandi, —- en frá íslandi til Canada ætluðu hlutaðeigendur sjálfir að kosta þráðinn. Síðan fylgir brjef til neðri deildar alþingis, þar sem skýrt er frá að M. hafi snúið sjer til hinna ýmsu veður- fræðingafjelaga og til Frakka og Ameríkustjórna til þess að leita um styrk í viðbót við það fje (2500) sem alþingi hafði heitið. — En þetta hafi því miður mistekist, og hafi þá fjelagar Mitchells kynokað sjer við að leggja c. 1,800,000 krónur í fyrirtækið, sem áætlað var að það mundi kosta í fyrstunni, því fyrstu 5 árin var gjört ráð fyrir að tekjurnar mundu ekki verða nægar til að borga vexti og árlegan kostnað. — En þetta varð þó ekki því til hindrunar að samningsmenn Mitchells vildu gjöra tilraun til þess að leggja þráðinn alla leið til Canada ef unnt væri. Væri og álitið að fyrirtækið mundi borga sig mikið betur á þann hátt, enda þótt meira fje þyrfti þá til þess í bráðina. — Hefði Mitchell skýrt lands- höfðingjanum frá þessu persónulega í ágúst 1896 — og síðan hefði hann farið til Danmerkur um haustið, eptir að hafa borið sig saman við ýmsa menn er ljetu sjer annt um fyrirtækið, hæði á Englandi og annarsstaðar. Hafi hann síðan dvalið all-langan tíma í Kmhöfn í því skyni að útvega sjer greinilega yfirlýsing um vilja stjórn- arinnar í þessu efni og ritaði hann þá brjef til hlutað- eigandi ráðgjafa sem að ofan er greint. — En síðar hafi hann orðið þess vísari af merkum lögfræðingi einum — er hann stóð í sambandi við í Höfn — að »Det store nordiske Telegrafsclskab« reyndi að sporna við því að stjórnin þekktist tilboð hans, og að þetta fjelag mundi nota öll þau áhrif er það gæti haft á Danastjórn til þess að hindra að hann eða nokkur annar fengi leyfi til þess að leggja málþráðinn og að fjelagið vildi ekki að hann yrði lagður, fyrst um sinn í nokkur ár. — Nokkru seinna hafi hann og orðið áskynja um að þó hann að vísu gæti fengið leyfið, mundi hann ekki þurfa að vænta neins fjárstyrks, þrátt fyrir það þótt þeir fjelagar á Englandi færðu kröfur sínar niður í 7000 pd. st. (5000 frá Danmörku og 2000 frá íslandi). Hefðu þeir því orðið að ákvarða sig til þess að leggja þráðinn (yfir ísland til Canada) án alls styrks frá Dönum, og þetta bjóðast þeir til þess að gjöra að eins fyrir hin 2500 pd. st. frá Islandi.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.