Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 3
Yfirráð manna yfir loptinu. Þegar skógar eru höggnir kemur töluverð breyting á loptslagið. Þannig hefur mannshöndin unnið að því ! að regnið, afl vindanna og útbreiðsla hitans verður ekki eins og áður; en þó hafa vjelar og ýms iðnaðaráhöld enn þá meiri áhrif á loptslagið; þau breyta því algjör- lega. Þau koma því til leiðar að þrumur og eldingar verða langt um tíðari og meiri þokur. í Lundúnum er svo mikil þoka að garðyrkja væri öll í veði þar í nánd ef ekki væri komið í veg fyrir vöxt hennar. Tala þoku- daganna í Lundúnum frá I. desember til I. febrúar hefur aukist um helming í 20 ár, og er það allt vegna reyk- háfanna og vjelanna. Þar eru að meðaltali 52 þoku- dagar á 3 mánuðum, desember, janúar og febrúar. Hið sama á sjer stað í Kristjaníu. Eptir því sem bærinn stækkar, eykst þar þoka og svæla til mikilla óþæginda. Vjelar og reykháfar fylla loptið ryki. I kring um ryk- agnirnar þjettist loptið og rakinn sem í því er verður að þoku. Því meira ryk sem er í loptinu, því meiri er þokan. Sömuleiðis hefur rykið áhrif á þrumur og eld- ingar. í miðhluta þýskalands hafa þrumudagarnir auk- ist um 129 pct í 25 ár, meira en helming, og þar að auki eru þær orðnar miklu öflugri og hættulegri en áður. Að sama skapi hefur hagl aukist; það stendur í nokk- urs konar sambandi við þrumur og eldingar. Ástæðan fyrir því að þrumur og eldingar aukast við iðnaðinn er sú, að þrumur fylgja lopti sem er mett af vatnsgufu, það er að segja því lopti, sem hefur meiri raka en það getur haldið í sjer með vanalegum hita. Orsökin til þessa vatnsmegins er sú, að loptið mætir mjög bognum vatnsflötum. Menn hafa fundið, að loptið hefur þann eiginlegleika að þegar það hefur dregið til sín svo mikið af raka frá haffletinum, sem tahnn er lá- rjettur, sem það getur haldið í sjer, þá þvingast það til að draga meira til sín ef það mætir bognum vatns- fleti, eins og t. d. regndropum. Því bognari sem vatns- flöturinn er, eða með öðrum orðum, því minni sem drop- inn er, þess meiri raka dregur loptið í sig. Þess er áður getið að ryk í loptinu komi til leiðar myndun óteljandi smádropa, og þá höfum vjer fengið skilyrði fyrir því að loptið er mett vatnsgufu og þar af leiðir aptur steypiregn og þrumuveður. Af þessu sjest það glöggt að reykháfar og vjelar framleiða ekki einungis þoku, heldur einnig þrumur, eldingar og hagl. Það hlýtur að vera, að þar sem menn þannig ósjálf- rátt geta haft áhrif á loptið og veðurlagið, þá geti þeir það einnig cptir eigin vild, enda hafa menn gjört ýmislegt í þá átt. Víða er komið í veg fyrir frost með því að kynda eld og brenna viði; af því kemur þjettur reykur- Uppi í loptinu myndast þá ský eða þoka og hindrar út. gufunina. Þetta hafa menn lært af lndíánum. Þegar loptið er mjög þurrt er ómögulegt að fram- leiða vatnsgufu nema með ærnum kostnaði og fyrirhöfn, en þar á móti virðist svo sem menn geti stjórnað að nokkru leyti öflum þeim, sem í loptinu eru. Menn geta þannig stuðlað að því að framleiða regti og flýtt fyrir því; sömuleiðis geta menn og aukið þnð mikið. Með fallbyssuskotum hafa menn eytt hagli í Steier- mark árið sem leið. Borgmeistarinn í Stiger reyndi það fyrstur manna, og kom það í ljós að í Stiger kom ekk- ert hagl, þótt það kæmi allstaðar þar í nánd. Hann hafði reist skotvirki lóðrjett á stefnu þá, sem haglskúr- irnar voru vanar að koma eptir, og þegar illviðrisský nálgaðist, var skotið á það og hafði það þann árangur, sem áður er um getið. Þetta kemur heim við vísindalegar rannsóknir, þvf hagl getur að eins myndast í kyrru lopti; sjerhver hreif- ing gjörir haglmyndunina ómögulega, og skotið kemur loptinu í hreifing. Það eru líkindi til þess að menn komist framvegis svo langt að geta ráðið lögum og lofum í loptinu, Og það er eitthvert hið mesta framfarastig sem hægt er að hugsa sjer. (Eptir »die Umschau«). Ljósmyndan með litum. Tveir Frakkar, Cassagnac og Darsac, hafa nú framkvæmt það að taka ljósmyndir með litum og hafa þeir boðið ýmsum vísinda- mönnum að vera við tilraunirnar, en þeir hafa gefið sam- hljóða vottorð um að allt væri með felldu. Aðferðin er sú að taka fyrst myndina á venjulegan hátt, og eru síðan bornir þeir litir á myndina sem eiga við, — en myndin tekur á móti litunum hverjum fyrir sig á rjettum stöðum. Mr. Stead, ritstjóri hins alkunna enska tímarits »Rewiew of Rewiews«, hefur nú nýlega auglýst í tíma- riti sínu að hann taki að sjer að koma körlum og kon- um í hjónaband með því að koma fyrst á brjefaskriptum á milli hlutaðeigenda, og eiga þau »á því stigi málsins* einungis að þekkja hvort annað á númeratölu, sem Mr. Stead gefur hvoru fyrir sig. Númer þessi eru geymd á aðalskrifstofu blaðsins og nafnið við til upplýsingar ef alvara verður úr leiknum. — Hann stingur upp á því, að ein tylft (sex karlar og sex konur) skiptist brjef- um á, til að byrja með, svo að eitthvað sje að velja úr. Þeir sem vilja sinna tilboðinu eiga að skýra frá nafni og heimili til »Condnctor of the Wedding Ring« (for- ingjans í biðilsleiknum), Mowbray House, Norfolk Street, W. C. London. Línurnar á Mars segir einn frægur amerískur stjörnufræðingur að muni ekki vera annað en merki frá Mars-búum til jarðarinnar »um það að þeir sjeu til og vilji hafa tal af okkur«.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.