Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 09.07.1897, Blaðsíða 2
30 Skjóni, Eptir S. J. J. (Niðurl.) Hefði Skjóni skilið orð húsbónda síns, mundi hann hafa lofað hamingjuna fyrir og óskað að hann fram- kvæmdi þetta sem fyrst, því æfi hans gat þó ekki orð- ið verri en hún var. Skjóni hafði ekki einungis hrufl- að sig í byltu þessari heldur hafði hann einnig brotið úr sjer nokkrar tennur og var því mjög illa útleikinn en þó varð Jón að bæta á eymd vesalings skepnunn- ar. Hann krossbölvar Skjóna eins Og vitlaus maður gnístir tönnum svo fast að við sjálft liggur að þær mol- ist í sundur, kreppir hnefann og slær Skjóna framan í svo fast sem kraptarnir leyfa; því næst fer hann á bak aptur og pínir hann áfram svo hart sem hann getur.— Þetta var um haust og kominn snjór og frost. Þegar Jón kemur heim, sprettir hann afSkjóna. slær í hann af alefli með beislistaungunum og sigar hundunum á eptir honum. Skjóni lallar hægt og hægt út í haga þangað til hann kemur að kletti nokkrum; þar nemur hann staðar, örmagna af þreytu, hungri og illri meðferð. þeg- ar hann hefur staðið þar stundarkorn tekur honum mjög að kólna, því áður hafði hann verið sveittur. Þegar á nóttina líður gjörir kafals byl með frosti og kulda. Snjó- gusurnar komu stanslaust ofan af klettinu niður á Skjóna. í fyrstunni reyndi hann af veikum mætti að hrysta þær af sjer en loks urðu þær svo miklar, að þess var eng- inn kostur. — Nú víkur sögunni til Maríu; hún hafði ekki gleymt honum Skjóna sínum, hún vissi vel við hvaða kjör hann hafði að búa, og hún kenndi til vegna hans. Hún lagðist aldrei svo til svefns að hún hugsaði ekki um hann; hún bætti því við bænirnar sínar á kvöldin að hún beiddi guð að láta honum líða sem best. Þegar börnin komust á legg hjá Hjálmari gamla þá fór honum að ganga betur, enda skánaði nokkuð í ári, og áður en langt um leið hafði hann grætt fje tölu- vert. María kemur einhverju sinni að máli við föður sinn og spyr, hvort hann muni eptir því að hann hafi lofað sjer að kaupa hann Skjóna sinn apfur þegar hann gæti. Hjálmar gamli kvaðst muna það vel og vera fús að efna loforð sitt. Fer hann því daginn eptir til Jóns á Skeiðsenda í því skyni að endurkaupa Skjóna en það var einmitt daginn eptir ferð þá, sem áður er getið. Þeg- ar Hjálmar ber upp erindi sitt hýrnar heldur yfir Jóni; kveðst hann reyndar gjöra það nauðugur að selja Skjóna; sjer hafi fallið svo einstaklega vel við hann og segist hafa ásett sjer að láta hann ekki í annara hendur. En bæði sökum þess að hann viti að Hjálmar fari vel með hann og eins vegna þess að svona sjerstaklega standi á, þá segist hann skuli selja honum folann fyrir sama verð og hann hafi keypt hann- Hjálmar lætur það gott heita. »En hann er ekki heima núna sem stendur segir Jón«, hann snuddaði eitthvað burt í morgun þegar honum var hleypt út úr hesthúsinu klár-ríunni, gjörðu svo vel að koma inn Hjálmar minn á meðan jeg læt sækja hann«. Nú er lagt af stað að leita að Skjóna, en þeir Jón og Hjálmar sitja og skeggræða á meðan | um hitt og þetta og kvennfólkið fer að hita ketilinn. Einkum verður þeim tíðrætt um tíðarfarið, frostið og harðindin, að það skyldi verða að taka allar skepnur á gjöf svona snemma. Jón kvað það mjög ómannúðlegt að láta vesalings skepnurnar krafsa snjó og bíta klaka þeg- ar nóg væru heyin eins og núna. Loksins kemur leitarmaðurinn; kveðst hann hafa leitað allstaðar er sjer hafi dottið í hug en hvergi fundið Skjóna. Þetta þykir báðum mjög illt en semja svo með sjer að Hjálmar skuli fara heim en Jón koma með Skjóna þegar hann finnist, svo þeir geti útgjört um kaupin. Nú líður og bíður, ekki finnst Skjóni og ekk- ert frjettist til hans. Seint um haustið gjörir hláku og leysir upp snjó að mestu, vill þá svo til eitt sinn að smalamaður Jóns er að svipast eptir kindum og gengur fram á klett nokk- urn; verður honum litið niður fyrir og sjer hvar Skjóni stendur undir klettinum. Snjórinn var þyðinn ofan af honum niður á miðjar síður og stóð hann þar studd- ur við klettinn rjett eins og Skarphjeðinn við gaflhlaðið forðum. Smalamaður segir Jóni tíðindin þegar hann kemur heim; bregður honum heldur en ekki í brún. »Það var ljóta bölvað óhappið að klár skrattinn skyldi ekki geta tórt þangað til jeg var búinn að selja hann« segir Jón. Nokkru síðar hittir hann Hjálmar og segir honum hvernig komið er; þótti honum það íllt en Maríu þó þúsund sinnum verra, hún hefði víst ekki tek- ið það nær sjer þótt hún hefði frjett lát einhvers vinar síns. Hún fjekk föður sinn til þess að kaupa Skjóna þar sem hann stóð í skaflinum, var hann fluttur heim þangað og grafinn í túninu og jeg segi ykkur það satt að hún María litla fylgdi honum Skjóna sínum með söknuði til grafar. Hún felldi mörg tár á leiði hans og gekk þangað opt síðan, en aldrei varð henni eins illa við nokkurn mann eíns og hann Jón á Skeiðsenda, hún sem aldrei talaði neitt Ijótt, nefndi sjaldan nafnið hans án þess að hún kallaði hann bölvaðan morðingjann. Svona lauk æfinni hans Skjóna, en það er ekki |! hann einn sem á þessa sorglegu sögu. Æfisaga dýr- anna er engu síður beiskju blönduð en sumra manna og það er optast þeim að kenna, sem hafa þau undir höndum. Þau geta ekki sagt söguna sína sjálf, en mennirnir eiga að segja hana fyrir þau. Jeg þekkti Skjóna og þessi saga er sönn.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.