Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 13.07.1897, Síða 3

Dagskrá - 13.07.1897, Síða 3
43 ungur listamaður, Cornelius Wyatt hafði tekið sjer far með því. Hann var alda vinur minn. Við höfðum les- ið saman við háskólann { G .... og átt mikið saman að sælda. Hann var eins og flestir listamenn, kátur og fjörugur, en þó við kvæmur og tilfinningasamur. Hann var yfir höfuð allra besti drengur og tryggasti vinur, sem hægt var að hugsa sjer. Nafn hans var skráð á þrennar klefadyr á skipinu, en á listann hafði hann einungis ritað nafn sitt, konu sinnar og tvcggja systra sinna. Klefarnir voru rúmgóðir og tvö rúm í hverjum. Þeir voru reyndar heldur litlir handa tveimur, en það var mjer óskiljanlegt hvers vegna hann hafði tekið þrjá klefa handa fjórum mönnum. Þetta kom mjer reyndar alls ekkert við, en jeg er dálítið forvitinn og jeg gat ekki annað en verið alltaf að hugsa um hvernig á því stæði. Jeg gat upp á ýmst með sjalfum mjer og loksins þóttist jeg hafa fund- ið það sem líklegast var. »Hann hefur auðvitað cin- hverja vikakind með sjer hugsaði jeg«, »en að mjer skyldi ekki detta það undireins i hug«. Jeg leit á iist- ann aptur og sá þá að hann hafði fyrst ákveðið að hafa með sjer herbergisþernu, en hann hafði strikað út nafn her.nar. Hann ætlar því að hafa eitthvað af flutn- ingi í einum klefanum, hugsaði jeg; það er ef til vill málverk eða eitthvað þess háttar, sem hann vill ekki hafa innan um annan flutning; það getur líka verið það sem hann hefur selt gyðingnum Nikólin frá Ítalíu. Því næst hætti jeg að hugsa um þetta. Jeg þekkti vel systur Wyatts. þfer voru skemmti- legar og skynsámar stúlkur; en jeg hafði aldrei sjeð kon- una hans; liann var nýgiptur og hafði talað um hana við mig og hrósað henni á hvert reipi. Honum þótti hún vera fegurri, gáfaðri og fnllkomnari en allar konur aðrar; það var því eðlilegt að mig fýsti að sjá hana. Kvöldið sem jeg fór um borð 14. júní, sagði skip- stjóri mjer að Wyatt og stúlkur hans kæmu innan skamms, og beið jeg því einni klukkustund lengur en ella, til þess að sjá konu vinar nu'ns. Loksins kom brjef frá Wyatt, hvaðst hann ekki koma fyr en skipið færi daginn eptir, sökum þess að kona sín væri lasin. Þegar jeg ætlaði um borð daginn eptir, mætti jeg skip- stjóranum og sagði hann mjer að sökurn forfalla gæti hann ekki farið lyr en nokkrum dögum síðar og skyldi hann láta mig vita í tæka tíð. Mjer þótti þetta undarlegt þar sem vindstaða var hin hagstæðasta, en hann kvað sjer ómögulegt að fara sökum óvænntra hindrana. Jeg fór því heim aptur og beið með óþreyju brottfararstundarinnar. Atta dögum síðar fjekk jeg boð frá sldpstjóranum að koma og Ijet jeg ekki þurfa að segja mjer það tvis- var. Farþegjar stóðu í þvögu á þilfarinu og allt var á ringulreið. Wyatt og fólk hans — kona og tvær syst- ur — komu tíu mínútum síðar en jeg. Það var eins og hann væri utan við sig, en jeg var svo vanur því— það er svo algengt með listamenn — að jcg kippti mjcr ekkert upp við það. Hann sýndi mjer einu sinni ekki konuna sína, en María systir hans gjörði það. Hún hafði blæju fyrir andlitinu, en hann vjek til hliðar þeg- ar hún heilsaði mjer og þá varð jeg alveg hissa. Ef jeg hetði ekki vitað það að listamenn hefja það vana- lega til skjýanna með óstjórnlegu lofi sem þeim fcllur í geð, þá hefði jeg eflaust orðið fyrir enn meiri vonbrigð- um. Hvernig sem jeg reyndi að telja mjer trú um að frú Wyatt hlyti að vera fegurðin sjálf, gat jeg ómögu- lega sjeð annað en að hún væri rjett eins og fólk gjörist flest, eða tæplega það.—Mjer fannst hún blátt áfram vera óviðfeldin. Hún var auðvitað laglega klædd — en jeg hugsaði með sjálfum mjer að það hlyti að vera sálin, | sem vinur minn ætti við þegar hann talaði um fegurð i hennar. Að lítilli stundu liðinni fór hún niður í klefa með manni sínum. Forvitni mín, sem farin var að minnka, vaknaði nú að nýju. Það var auðsætt að eng- in herbergisþerna var með þeim og jeg tók því að skoða farangur þeirra. Eptir hálfa klukkustund kom kerra niður að skipakvínni og í henni var aflaung kista. Það leit út fyrir að beðið hefði verið einungis eptir henni, því jafnskjótt sem hún kom, var ljett akkerum og eptir skamma stund vorum við komnir út á rúmsjó. Jeg gct þess, að kista þessi var aflaung. Hún var hjer urn bil 6 fet á lengd og 2 'li á breidd. Jeg skoð- aði hana nálcvæmlega þegar henni var skipað út.—Jeg er að eðlisfari mjög athugall. — Mjer þótti það utrdar- legt, hvernig hún var í lögun, en huggði samt eins og áður að í henni mundi vera einhver málverk; og eptir útlitinu að dæma var líkast sem það mundi vera eptir- mynd af hinni hcilögu kvöldmáltíð eptir Leonardo da Vinci’. Jeg þóttist sannfærður um að þetta væri, svo og var glaður yfir því að hafa komist að rjettri niðurstöðu. Wyatt var vanur að trúa mjer fyrir öllu, en hann sagði mjer ekkert um þessa kistu, eða hið fagra málverk sem hún hlaut að hafa að geyma. »Hann ætlar að vekja hjá mjer forvitni án þess að svala henni hugsaði jeg«, en jeg skal launa honum lambið gráa þótt síðar verði. Mest furðaði mig á því að kistan var ekki látin inn i auða klefann heldur inn til Wyatts sjálfs, og tók hún nálega yfir allt gólfið, og þetta þótti mjer enn óskiljan- legra fyrir þá sök að voðalegan óþef lagði af farfanum sem skrifað var með á kistuna. A lokinu stóðu þessi orð: Frú Adelaide Curtis. Adr. Hr. Cornelius Wyatts. Albany — New-York. Farið hægt með. — Snúi upp. (Frh.)

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.