Dagskrá - 26.07.1897, Blaðsíða 1
Kemur ut hvern virkan dag.
Verð ársfjórðungs (minnst
75 arkir) kr. 1,50. f
R.vík mánaðarl. kr. 0,50.
— Arsfjórð. erlcndis 2,50.
II, 22.
Reykjavík, mánudaginn 26. júlí.
897.
Frumvarp tekið aptur og frurnvarp fellt.
Sökum þess hve fágætt er að beitt sje heimildinni
í 25. grein þingskapanna til þess að taka upp frumvörp
sem tekin hafa verið aptur af flutningsmönnunum, og
vegna þess á hinn bóginn, að þetta hefur nýlega komið
fyrir (um stjórnlagafrv. dr. Valtýs á laugardaginn) —
þykir rjett að skýra hjer stuttlega frá því, hver munur
er á því að lögum, hvort frumvarp er tekið aptur eða
fellt.
Þess skal fyrst getið að þær reglur, sem farið verður
eptir um þessa spurning, hljóta annaðhvort að vera orð
þingskapanna eða annara lagaákvæða, þingvenjur eða
hlutarins eðli. — Sjeu nokkur fyrirmæli til í lögunum,
sem skera úr þessu. eða sje hægt að leiða það út af
grundvallarsetningum þeirra, hver er rjettarstaða frum-
varpsins í þessum tveim tilfellum, þá þarf ekki lengra að
leita, en ef slík ákvæði finnast ekki, verður að finna
regluna í þingvenjunum, og sjeu þær heldur ekki til, þá
verður að skera úr því samkvæmt hlutarins eðli.
Lagaákvæði, sem segja beint og skýlaust, hver sje
afleiðing af því að frumvarp sje fellt í þinginu, finnast
ekki, hvorki í stjórnarskránni nje þingsköpunum. Hið
einasta fyrirmæli, er að þessu lýtur, er 19. grein þing-
skapanna, síðasta málsgrein, þar sem segir að frumvarp
sje »fallið niður«, ef það ekki er samþ)d<kt. — Þessi grein
ræðir að vísu einungis um meðferð mála í sameinuðu
þingi, en það virðist auðsa-tt að ákvæðið hljóti ekki
síður að gilda um frumvörp þau, er liggja fyrir deildun-
um, því falli þau þar, geta þau ekki komist inn í sam-
einað þing. — Og það frumvarp, sem ekki getur orðið
sett undir umræðu, hlýtur ekki síður að vera »fallið burt«
heldur en hitt, sem er fellt eptir umræðuna.
En þó þessi regla gildi jafnt um frumvarpið, hvort
sem það er feilt í sameinuðu þingi eða annarihvorri
deildinni, er ekki þar með sagt, hvað í reglunni felist
En hvað þýðir það þá að frumvarp skuli falla niður?
Eptir sjálfri orðanna hljóðan þarf reglan ekki að
þýða annað eða meira heldur en þetta sjerstaka frumv.
sje, með því að vera fellt, útilokað frá frekari meðferð
þingsins. — Þár þarf aJls ekki að feiast í að annað frum-
varp, þótt það sje alveg samhljóða hinu fellda frumvarpi,
geti ekki komist á dagskrá og undir umræður. — Hvora
þýðinguna beri að velja, hina þrengri eða hina víðari,
veltur á því, hvort er í sjálfu sjer samkvæmara hlutar-
ins eðli — og er það að vísu elcki neitt vandsjcð, að
það væri mjög ónáttúrlegt, ef sömu þingmenn á liinu
sama þingi ættu að þurfa að greiða atkvæði upp aptur
og aptur um hið sama — en því mætti búast við í
kappsmálum að flutningsmenn mundu þá nota frumkvæðis-
rjett sinn jafnharðan á víxl í deildunum til þess að reyna
að fá málum sínum framgengt, enda hlytu þingmenn þá
einnig að áh'tast jafnfrjálsir að því að breyta um atkvæði
sín — ella gæti hin endurtekna frumkvæðisheimild eng-
an skynsamlegan tilgang haft. — Að öðru leyti er í þessu
efni einnig hægt að bera fyrir sig fasta þingvenju, og
er óhætt að segja að það er vafalaust algild regla, að
það frumvarp, sem fellt er, megi ekki berast upp aptur
á sama þingi í hvorugri deild alþingis.
En þá kemur fram hin spurningin. Er í þessu efni
nokkur munur á felldu frumvarpi og því sem tekið hefir
verið aptur?
Til úrlausnar á þessari spurning finnst ekkert skrifað
lagaákvæði. — Hvorki þingsköpin nje stjórnarskráin
nefna með einu einasta orði hinar lagalegu afleiðingar
af því að frumvarp sje tekið aptur. — Það sem því
liggur fyrst fyrir að aðgæta er það, hvort orsök sje
til þess að láta »analogiu« hins áðurnefnda ákvæðis utn
fellt frumvarp gilda einnig um það, sem tekið er aptur.
— En það sem aptur er skilyrði fyrir að sú ályktun
verði rjettlát, er að hinar sömu orsakir megi teljast til
þess að láta apturtekið frumvarp falla burt.
Þetta skilyrði vantar nú auðsjáanlega. — Það getur
ekki verið jafn ósamboðið þinginu eða jafn tilgangslaust
að leggja það málefni undir þingmenn, sem þeir hafa
aldrei greitt fullnaðaratkv.eði um, cnda þótt fiutnings-
menn þcss hafi kallað J:að aptur samkvæmt heimild
þingskapanna, ef til vill áður en fyrstu umræðu er lokið
og þannig áður en nokkur atkvæðagreiðsla um það fór
fram. Orsakirnar til þess að frumvarp er tekið aptur
geta verið svo margvíslegar, t. a. m. forföll flutningsm.
sem veit að frv. muni standa og falla með fylgi hans,
að hann áliti að tíminn sje óhentugur til að ræða mal-
ið eptir því sem á stendur, að hann sjái eptir á að
hentugra muni vera að búa málið betur undir.
(Framh.).