Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 26.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 26.07.1897, Blaðsíða 3
§9 hann reykt 638,715 vindla, þar af hafi sjer verið gefnir 43,692 en fyrir hitt hafi hann borgað prjátíu og sjö þúsund, jimm hundruð fjörutm og átta krónur! Enn fremur kveðst hann hafa drukkið 28,780 flöskur af öli og 36,069 flöskur af öðru áfengi og hafi það kostað til samans tuttugu þúsund, tuttugu og fjórar kr.! Maðurinn varð heilsulaus og hjálparþurfi á efri ár- um. »Jeg hefi innunnið mjer mikið«, sagði hann, »og þó verð jeg að vera upp á aðra kominn«. — Ekki eru allar syndir guði að kenna. Draumar. Doktor einn frægur heldur því fram að menn geti látið aðra dreyma það, sem þeir vilji. Kveðst hann hafa reynt það sjálfur nokkrum sinnum og hafi optast tekist vel. »A kveldin, þegar jeg er hátt- aður«, segir hann, shugsa jeg mjer þann, sem jeg vil láta dreyma. Jeg set mjer nákvæmlega fyrir hugskots- sjónir ásigkomuleg það er jeg ætlast til að hann sje í og hvað koma skuli fram við hann. Jeg sökkvi mjer svo djúpt niður í þessar hugsanir að jeg veit ekki af neinu öðruogereins ogutan við heiminn, Jeg hef reynt j þetta við kunningja mína, sem hafa búið margar mílur j þaðan, sem jeg á heima; þeir hafa skrifað mjer, hvað sig hafi dreymt þá og þá nóttina og hefir það alveg staðið heima. Einu sinni hittist svo á að sá, sem jeg vildi láta dreyma, var ekki sofnaður; hann var að tala við kunningja sinn inni á veitingahúsi, en allt í einu bar honum fyrir augu alveg hið sama og jeg hafði hugsað mjer. Sá, sem hann var að tala við varð einsk- is var«. Notið tækifærið medaxi það býðstl Friðrik Eggertsson, skraddari, Glasgow, kennir stúlkum að taka mái og sníða, eptir hinni nýjustu aðferð. T rjáviður af allskonar tegundum, plankar, gólfborð,trje, battings- plankar, panel o. s. frv. afalls- konar lengdum og stærðum fæst hjá BIRNI KRISTJÁNSSYNI. Trjáviðurinn er seldur með ólieyrt lágu verði. Reinh, Andersen skraddari, Glasgow. WT Afbragðs falleg, fín og sterk efni f sumarfrakka, heila klæðnaði og ein- staka hluti klæðnaðar, frakka, treyjur, vesti og buxur, allt valið eptir nýjustu tfsku, komu nú með LAURA. Verð á efni og saumum hið lægsta sem nokkur býður. Öii vinna er fljótt og vel af hendi leyst. Tekið f ábyrgð að fötin sjeu vel sniðin og fari vel.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.