Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 26.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 26.07.1897, Blaðsíða 2
Í8 Mannþekkjaralistin. Þekktu sjálfan þig. (Eptir »Kringsjá«). Það hefur verið mikið gjört að því á síðari tímum ! að rannsaka hvern einstakan eiginlegleika mannanna og hafa menn komist all-langt í því að geta þekkt hæfi- leika og lyndiseinkunnir á ýmsu. Það hljóta allir að sjá hve mikilsvert það er að geta dæmt um gáfur manna, siðferði þeirra og mann- j kosti, án þess að persónulegur kunningsskapur eða per- sónuleg óvild hafi þar nokkur áhrif á. Til þess að slíkar rannsóknir sjeu vísindalegar og óháðar öllu persónulegu verða þær að vera þannig, að ef tveir reyna þær alveg á sama hátt, þá fái þeir hið sama út báðir. Sje það ekki þá er eitthvað annað samfara hjá öðrum hvorum eða báðum. Þeir verða báðir að ganga út frá virkileg- leikanum, en hugmyndalíf eða skáldskapur má ekki bland- ast þar með. Þessar rannsóknir hafa efalaust afarmikla þýðingu j í ýmsa átt, en langmest af öllu fyrir uppeldisfræðina. 1 Á því geta kennararnir vitað hvað það er, sem lærisvein- arnir eru hneigðastir fyrir, hvernig hentast er að kenna þeim, hvað þeim ar áfátt o. s. frv. Til alls þessa taka kennarar nú á dögum of lítið tillit, þar sem þeir sitja við það árum saman að kenna ýmislegt utan að, sem j aldrei getur fest eiginlegar rætur í huga nemendanna. | Kennararnir þyrftu t. d. að geta gjört sjer grein fyrir j því hvernig hvert einstakt barn sem þeir hafa undir höndum skoðar vissa hluti, hvað það hugsar um þá og hvaða ályktanir það dregur út af ýmsu. Þá gætu þeir sjeð hvernig hugmyndalífi barnsins væri varið, hvort það dragi rjettar ályktanir út af ýmsu eða þá rangar, hvort 1 það væri athugult eða epfirtektalítið, hvort það væri skilningsgott eða ekki og ótalmargt fleira. Eptir þcssu gætu svo kennararnir hagað kennslunni og yrði það hin stærsta framför í uppeldis- og kennslufræði; það mundi breyta því algjörlega. Til þess að þekkja menn vel verður að kynnast hugsanalífi þeirra, og það verður með því, að taka eptir minni, skilningi, ímyndun, hvernig þeir lýsa hinu og öðru o. fl. Ennfremur hvernig þeir hreifa sig. En til þess að taka eptir þessu og færa sjer það í nyt þarf framúrskarandi nákvæmni og skarpskyggni. Professor , einn, sem hefur reynt þetta, kveðst velja vissa tíma til ! tilraunanna, en sjaldan lengur en hálfa aðra klukkustund í senn með hvern einstakan; það má ekki styttra verá, ' segir hiann. Plann hefur reynt 20 menn; voru það læri sveinar í undirbúningsskólum, lærisveinar í æðri skólum og stúdentar, og mismunurinri er ákaflega mikill. Mestu munar það hversu mörg orð menn þurfa til þess að koma í ljos hugsunum sínum, skoðunurn og alyktunum. Sumir skrifa 20 línur þar sem aðrir skrifa 2 og segja þó báðir jafnt; það verður að segja sumum að hætta en hvetja suma til að halda áfram og jafnvel beita hörðu við þá. Sömuleiðis er mikill munur á því hve fljótt menn lesa, komast fram úr því sem flókið er o. s. frv. Þegar menn tefldu tók hann eptir þvi, að þeir settu tafl- fólkið mishart niður á taflborðið og fór það eptir því hvernig þeir þóttust hafa spilað. Það eru til takmörk, sem skynjanin eða gáfurnar komast ekki yfir, t. d. fyrir heyrnina er það hið lægsta hljóð sem heyrt verður, og það er misjafnt hve menn heyra vel; fyrir hugsunina er það hin lengsta ræða sem menn geta haft yfir orðrjett eptir að þeir hafa heyrt hana einu sinni. Það er líka misjafnt. Af því hve allt þetta er mismunandi og ólíkt hjá ýms- um mönnum hefur hann dregið ýmsar ályktanir. Þá kemur úthald manna og mögulegleikar til þess til þess að standa á móti þreytu og halda áfram vissan tíma. Uthaldið má mæla með því hve lengi menn geta unnið án þess að þreytast; þrek og úthald þarf við alla vinnu, hvort sem hún er andleg eða líkamleg. Prófessor- inn heldar því fram að mikið megi læra af því hvernig nienn þreytist og hvernig þcir hvíli sig. Þá er það eitt hve mikið far menn gjöra sjer um að fullkomna sig, hve mikið þeir læra af því sem á undan er gengið og forðast að falla um þá steina aptur sem áður hafa orðið þeim til ásteytingar. Mismunandi er það einnig hvaða lögun mönnum fellur best í geð á ýmsum hlutum; sumir hafa- það fyrir vcnju að teikna allt af myndir af því sem þeir tala um ef hægt er; aðrir láta sjer nægja að skýra frá því með orðum einuin. Það er margreynt, að þegar fleiri en einn eru latnir lýsa einhverjum hlut, þá hafa þeir jafnmarga vegi til þes° og þeir eru sjálfir; þeir gjöra það allt af á mismun- andi hátt; af því sjest það, að allir sjá ekki eins og skynja ekki eins. Sumir skrifa eða skýra svo nákvæm- lega, að hluturinn sem um er að ræða stendur alveg nákvæmlega fyrir hugskotssjónum þess sem les eða hlustar á; aðrir taka að eins helstu atriðin og lýsa jafnvel svo ónákvæmt að hluturinn þekkist alls ekki á lýsingunni. Sumir lýsa ýmsutn einkénnum og draga alyktanir af þcim, stundum rjettar og stundurh rangar. Loksins eru sumir svo ríkir af hugmyndaflugi að þeir koma aldrei nálægt cfninu. Á því hvernig menn skrifa og skýra frá sjest það hve vel þeir geta lýst því sem fyrir augun ber. Sumir geta hvorkl tekið eptir neinu nje skilið; sumir skilja að nokkru leyti og sumir skilja nálega allt. Þessar rannsóknir byrjaði Sókrates. Dáiagleg upphæð. Maður nokkur í Berlín er nýlega dáinn 73 ára gamall. Þegar hann var 16 ára, byrjaði hann að halda dagbók ; hjelt liann hana þar til hann var 68 ára og telst svo til að á þeim tfina hafi

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.