Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.07.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.07.1897, Blaðsíða 1
r Verð árgyrigs íyrír cldri kaup endur innaulands. 4 krónur. íCemur tit hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — ArsQórð. crlcndis 2,50. AG II, 24. Reykjavík, miðvikudaginn 28. júlí. 1897. Nefndarmannsálit Skúla Thoroddsens birtist ekki eins og við hefði mátt búast þegar stjórnar skrárnefndin ljet uppi skoðanir sínar um málið, heldur hefur hann geymt að opinbera það þangað til 29.—30. tölublað »Þjóðviljans unga« kom út. Hefur hann þar skrifað all-langa grein um stjórnarskrármálið, sem ekki virðist rjett að leiða hjá sjer. Afskipti þessa manns af stjórnarskrármálinu að und- anförnu eru þannig, að það virðist nauðsynlegt að gjöra betri grein fyrir því í hverja átt hann snýr nú, heldur en hann gjörir sjálfur. Það var nú að vísu afaróheppilegt og á móti öllum reglum þeirra manna er fylgja hyggilegri politik, að birta ágreiningsskoðanir sínar opinberlega, rjett um sama leyti sem málið á að ræðast á þinginu, og á móti fyrir- varalausri undirskript sinni undir prentað nefndarlit í sama máli. En úr því að Sk. Thoroddsen gjörðist til þessa, er það vítalaust að sýna fram á hvorum megin hann í raun rjettri er. Hr. Sk. Th. er nú búinn að sýna það óbeðinn og tilefnislaust, að hann hefur í raun rjettri verið Valtýs megin í stjórnarskrárnefndinni, en hefur ekki viljað »stilla sig þar upp« fyrir kjósendum sínum, að öllum líkindum af samkyns ástæðum sem áður knúðu hann til að fylgja hinni fullkomnu endurskoðan, meðan ekki var hættulaust fyrir þjóðarhylli þingmanna að leggja á móti henni. —• En nú, þegar sá flokkur er orðinn allöflugur sem lætur sjer nægja að játa að sú endurskoðun er þeir sjálfir hafa eyðilagt væri hið besta, ef menn fengjust til þess að fylgja henni fram, hefur hr. Skúli álitið tímann kominn til þess að snúa við blaðinu. Hjer skal ekki farið langt út í að sýna, að grund- völlurinn undir allri þeirn politik, sem hann spilar út í áðurgreindu Þjóðviljablaði, er tómt hjóm og fásinna. Hann byggir fráhvarf sitt frá hinni gömlu politik á áhugaleysi annara, — en gefur þó i skyn í öðru orðinu að »öflug politisk fjelög«, sem »agiteri« í landsmönnum, geti bætt úr þessu, — en það mun verða erfitt fyrir Skúla að fá hugsandi menn til þess að skilja þessa sam- eining »áhugaleysis« og »hins öfluga fjelagsskapar«, hjá sömu mönnum á sama tíma. Ennfremur játar hann sjálfur, að »tilboð stjórnar- innar« (pr. Valtý), sem nú liggur fyrir þinginu, sje »þröskuldur í vegi fyrir frekari stjórnarbótartilraunum* —- sem ekki verði rutt burt með öðru betur en að þiggja tilboðið, o. s. frv. o. s. frv. En það atriði sem sjerstaklega einkennir stöðu hr. Skúla í stjórnarskrármálinu, er þó sú setning hans að engu sje tapað pótt t íkisárðsspurningunni sje haldið fyrir utan endurskoðunarfrumvarpið. Með þessari yfirlýsingu hefur hann ótvíræðlega gengið í flokk Valtýs, og er að sönnu betra að vita hann þar vtsan heldur en að telja hann á móti »flugunni« og geta svo átt von á því þegar verst gegnir að sjá hann í liði stjórnarerindrekans, dr. Valtýs. (Frh,). Jón Jensson talaði í dag á móti skilningi Dagskrár á ábyrgðarákvæði Valtýs frumvarpsins. Hann kom með engin rök, en sagði aðeins, að það væri misskilningur að sú ábyrgð væri einkis virði. — A því verður nú ekkert grætt um málefnið sjálft, þótt hann endurtaki órökstuddar staðhæfingar sínar um þetta. — En pað hefur þó unnist við ræðu hans í dag, að nú getur enginn lengur efast um það að hann skilur ekki hvað ráðgjafaábyrgð er. — Aður voru ummæli hans ekki eins skorinorð og mátti ef til vill ætla að hann vildi skjóta því frá sjer að mæla með ábyrgðarákæðinu, þótt hann að sönnu heldur ekki vildi mæla á móti. En nú er neðri deild alþingis vitni til þess, að þessi þm. hefur lýst því yfir að dbyrgðarmál h'ófðað af alþíngi gegn rtkis- rdðgjafa fyrir stjórnaratköfn framkvcemda í ríkisrdðínu mundi geta dæmst af hœstarjetti o. án grundvallarlagabreytingar. Hr. Jón Jensson hefur með þessu »neglt« sig svo greini- lega sem heimtandi er af nokkrum nagla, og er nú ekkert annað eptir heldur en að bíða þess að hann reki sig á það sjálfur, hversu hann hefur einangrað sig í þessu einfalda máls- atriði, sem svo að segja hver einasti maður skilur nema bara þingmaður höfuðstaðarins. En rjettlátt er þó að taka það fram á hverju maðurinn villist. Hann setur sem sje tvö tilfelli saman, af hverjum annað á sjer stað en hitt ekki. — Hann hugsar sjer að stjórn- arskráin sje framkvæmd löglega að þvi er snertir stöðu ráð- gjafans — og talar svo um það hvernig ábyrgðarákvæði Val- týs skyldi skiljast ef svo væri. — Við þetta þankaringl leiðist hann svo út i þann hraparlega misskilning að ábyrgðin sje að lögum góð og gild, enda þótt ráðgjafinn sitji í hinu danska stjórnarráði. A þennan hátt kemst hann nú i þveran bága við meiri hluta nefndarinnar, sem auðvitað gerði ráð fyrir þvi að sama framkvæmd á ríkisráðssetu ráðgjafans hjeldist og dæmdi um gildi Valtýsábyrgðarinnar meðan það ástand hjeldist, en hr.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.