Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 28.07.1897, Blaðsíða 2
94 Jón Jensson lætur sjer heldur ekki- segjast .við rök lögfróSra manna í þinginu. Hann heldur sínu stryki áfram í rjett go stiga horn út frá hugsun allra heilvita maana, og gjörir dr. Valtý þannig þann mikla vinargreiða að tvimenna með hon- um á því argasta juridisku axarskapti sem nokkurntírha hefur verið boðið nokkurri löggjafarsamkomu. Það er sorglegt, að höfuðstaður landsins skuli þurfa að heyra upp á þvílíka frammistöðu af fulltrúa sinum. — Hinir afskekktu Vestmannaeyingar eru að þessu leyti miklu betur settir, því þeir þurfa ekki að heyra sinn CTÍndreka nema á áramótum. — Dagskrá vill enda þessa stuttu grein með þeirri vinsamlegu ráðlegging til hr. Jóns Jenssonar, að hann tali minna en hann gjörir i þeim málefnum sem nokkur ágreiningur er um, og beri sig í öllu falli, þó honum verði það á að standa upp, að hætta sjer ekki út í að gefa neinar sjálfstæðar skýr- ingar, sem vel gætu orðið til þess, eins og varð ráunin á í dag, að hann negli sig í öfugmæli sem ekki.. eru, fyrirgefandí í munni manns sem stendur í hans stöðu. Fyrirspurn hr. Jóns Jónssonar, þm. Eyfirðinga. Við umræðuna um tstjórnarskrármálið í dag talaði hr. Jón Jónsson frá Múla einn meðal annara. Hjer er ekki rúm til þess að taka annað upp úr ræðu hans heldur en fyrirspurnir þær er hann gjörði til landshöfðingja við- víkjandi »makki« dr. Valtýs. I. spurning þm. var sú, »hvort lanðshöfðingja væri kunnugt að stjórnin hefði ;ætlað sjer að leggja fyrir þingið tilboð um að velja nefnd afíslendingum og Dön- um til íhugunar um stjórnarbótarmálið«. — 2. Hvort ætlast hefði verið til þess að konungur eða ríkisþing Dana skyldi nefna rnenn til þessa. — 3. Hvort þingm. Vestmannaeyinga (dr. Valtýr) hefði hindfað að þetta til- boð kæmi fram og þá með hverjum meðulum, og 4. Hvort nú mundu nokkrar líkur til þess að nefnd þessi gæti komist á. ef þingið væri því sinnandi. Landshöfðingi svaraði þessum spurningum á þá leið, að horium að vísu væri ekki gagnkunnugt allt sem farið hefði fram um þetta mál, en þó skyldi. hann skýra frá því sem hann vissi víst að rjett va-ri, enda nnindi þm. Vestmannaeyinga geta fullkomnað skýrsluna ef á þyrfti að halda. Hann sagði að öðru leyti að sjer væri kunn- ugt um, að það hefði komið til orða að fá slíka nefnd skipaða sem þm, talaði um og að konungur hefði átt að nefna mennina til. Orsökin til þess að ekkert hefði orðið úr þessú, hefði einkum verið sú, að stjórnin hefði ekki treyst því að þetta tilboð til þingsins mundi leiða til neins; hefði stjórninni þótt annar vegur líklegri til árangurs og mundi hún þar hafa byggt á þvi sem þm. Vestmannaeyinga Ijet í ljósi um það mál. Loks sagöi landshöfðingi til svars hinni 4. spurning, að nú- horfði þetta mál öðru vísi við, þar sem breyting hefði orðið á ráðaneyti Dana síðan, en þó mundi það ef til vill ráða nokkru um afdrif þessarar tillögu, hvdrt alþingi vildi fyrir sitt leyti leggja hið nauðsynlega fje til fararinnar og fyrir dvöl sendimanna í Höfn, sem mundi verða tals- vert. Dagskrá mun skýra frá ræðu Valtýs út af þessum fyrirspurnum, í næsta blaði. Dr. Valtýr hjelt afarlanga ræðu í dag í stjórnar- skrármálinu til varnar minni hluta áliti sínu. Komu þar fram flestar hinar sömu röksemdir sem menn hafa áður heyrt frá hans hálfu um þetta mál, en hjer skulu þó sjerstaklega nefndar tvær aðalkórvillur á hinni löngu I tölu hans. Önnur var sú að úr því að menn vildu hafa samninga við stjórnina mættu menn ómögulega setja neitt inn í hið fyrirhugaöa stjórnarskrárfrumvarp sem gengi út yfir »tilboðið«. Þessari dæmalausu vitleysu keifaði þingmaðurinn á upp aftur og aftur í gegnum endilanga ræðuna, en svo var að sjá á svip margra þingmanna sem þeiin þætti »argumentið« ekki sjerlegá sannfærandi. Það íuundu og flestir ætla að til samkoniulags þyrfti að minnsta kosti tvo málsaðila, og að þáð standi hvergi skrifað fyrirfram að annar málsaðili skuli jafnan : ákveða innihald samningsins en hinn ekkert annað hafa að gjöra en þiggja hvað sem hinn býður og vill vera láta. Slíkt heitir ekki »samkomulag« heldur samþykkt eða játning undir einhliða vilja annars aðila málsins. Væri hjer ekki nær að segja að stjórnin yrði einnig að taka nokkurt tillit til rjettmætrar kröfu Islendinga ef húrt vildi hafa samkomulag? og væri ekki líklegra að halda því fram hjer að rieitun stjórnarinnar til þessa eða hins mætti ekki takast of bókstaflega? Hin kórvilla Valtýs var sú, að Danir sjálfir mundu með tímanum taka íslá'ndsráðgjáfa burt úr ríkisraðinu, vegna þess að hann legði þar illt eitt til um mál Dana, en þeir gætu engin rjettármeðul haft til þess að láta hann sæta ábyrgð!! — Dr. Valtýr skrefar þeim mun lengra út í vitleýsuna heldur en kollega hans Jón Jensson að harin álítur nú að Danir mundu ekki geta látið hann sæta ábyrgð — öðruvísi varð ræða hans ekki skilini X-geislarnir. Það er lítið meira en eitt ár síðan professor Rönt gen skýrði frá uppfundning sinni, en þó hefur hún þegar komið miklu til leiðar í læknislistinni. ítalskur maður smíðaði sjónauka. (fluoroskop), sem hann gat sjeð með inn í líkama manns og í gegn um hann. Nú er sjón- aukj þessi notaður í mörgum sjúkrahúsum og hefur orðið tii mikils hægðarauka fyrir lækna. Til þess að X-geisl- arnir kömist í gegn um sjúkling og geti framlcitt mynd

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.