Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 28.07.1897, Blaðsíða 3
af honum hinumegin, hafa verið gjörð borð þannig að X-geislaáhaldið er látið undir þnð; grmga þeir síðan í gegn um það og sjúklinginn og til sjónaukans. Þetta hefur orðið til þess að menn gjöra nú ýmsar tilraunir, sem enginn hefði þorað að nefna fyrir nokkrum mánuð- um. Til dæmis hafði nálarbrot. stungist upp í fót á manni, sem var svo ístöðulítill að hann þorði með engu móti að láta skera sig til þess að draga það út. Læknir skoðaði hann með X-geislunum og sá nákvæmlega hvar nálarbrotið vár; því næst tók hann rafsegul og dró það i út með höiium á tveimur klukkustundum. Menn geta sjeð alla mögulega sjúkdóma innvortis, sem enginn vissi:-j um áður, síðan X-geislarnir fundust. Ennfremur hafa menn fundið það að X-geislarnir hafa læknandi áhrif á : marga sjúkdóma; þeir hafa áhrif á skinnið, líkt og plástur | eða sterkur sólarhiti, og sömu áhrif hafa þeir á hin innri líffæri. Þeir eyða eitrinu sem kemur úr gerlum og veldur sjúkdómum. Það er því sama sem menn geti I lagt plástur á lungu og hjarta með X-geislunum. Læknar telja það einnig víst, að lækna megi tæringu með þeim. Læknir einn komst að því, að í dimmu herbergi lýstu allar glervörur þegar geislarnir voru þar. Hvernig á þessu stendur vita menn ekki, en talið er víst að það.getihaft afarmikla þýðingu. Frá Tyrkjum. Utlend blöð scm ná til 24. þ. | m. skýra frá að nú sjeu samþykkt ákvæði friðarsamn- inganna milli Grikkja og Tyrkja, í orði kveðnu og er aðeins eptir að leggja þá fram til undirskripta. — Hafa Tyrkir þar fengið nokkuð viðurkennt af kröfum sínum er stórveldin í fyrstu þverneituðu að taka til greina. Svo er sagt að Þýskalandskeisari hafi í síðasta augnabliki látið soldán skilja að honum mundi hentast að láta nú undan, og hafi þá sendiherra soldáns komið á fund stórveldaerindrekanna rjett áður heldur en hann var leystur upp og höfðu þeir þá komið sjer saman um að hætta öllum samningum við Tyrki og fela stjórnum sínum að kúga þá til hlýðni með herafla. En úr þessu varð ekki fyrst soldán slakaði til — og telja nú allir víst að friður komist á milli Grikkja og Tyrkja hvað sem öðru líður. Krít á að standa undir yfirhátign soldáns að nafn- inu til, en fá þó sjerstakan stjórnara, sem stórveldin velja fyrir eyna, og allt herlið Tyrkja á að vera burt af landi þar, innan tiltekins tíma. Frá Kuba Grimmdarverk Spánverja eru litlu minni þar, en Tyrkja í Armeníu eða Þessalíu. Það hafa verið hlaðnar herkvíar og reknir þangað margir. tugir þúsunda af saklausu fólki. Þar er því haldið skýlislausu og bjargarlausu; það verður að liggja úti hvernig sem viðrar. Það fær ekki einn \-atnsdropa til að svala þorsta sínum, ekki einn munnbita til áð slökkva hungur sitt í rrlarga daga. Það er beitt allri grimmd og öllum pyntingu n, sem mögulegt er að upp- hugsa. Evrópuþjóðirnar sem þykjast vera siðaðar, sem þykjast vera kristnar, láta þetta viðgangast. Stjórnvitr- ingarnir sitja rólegir heitna og ræða um frið og sam- komulag; en ef einhver er svo göfuglyndur að vilja hjálpá þeim sem. þannig eru píndir með húngri, þörsta, kulda og klæðleysi, sárum og öllum hugsanlegum < pynt- ingum og kvölum, þá rísa þeir upp :og banna alla hjálp og alla miskun. Svona eru kristnir menn í Evrópu, þeir gefa lítið eftir Hund-Tyrkjanum. (Eftir Kringsjá). Enginn íslendingur fórst eða merddist viö járn- brautarslysið í Gjentofte. Skáldið S. Michaleis og kona hans, sem talin voru meðal hinna látnu í enskum blöð- um, komust bæði lífs af én lágu í meiðslum þegar síðast frjettist. Veðrið hefur mjög mikil áhrif á menn að ýntsu leyti. Þegar veður er siæmt og þungt lopt, þá eru þeir ver skapi farnir, þeir eru ónýtari til Vinnu og þeint er ósýnna um allt. Fólkstala a Rússlandi eykst um helming á 50 árum, á Englandi á 55 árum og eins á Þýskalándi, í Belgíu á 79 árum, á Ítalíu á 84 árum og á Frakkiandi á 83 árum. Á árunum frá'1882 —1890 jókst fólkstala í öllum heitninum um 88,000,000 eða meira cn 6 pct. Stærðfræðing'ur einn reiknaði það út 1893 að árlega væru i Lundúnaborg drukknir 180,000,000 pott- ar af maltdrykk, 32,000,000 pottar af víni, og 18,000,000 pottar af öðru áfengi. íbúar í Lundúnaborg voru þá 6,000,000, þar af Voru 2,000,000 börn sem ekkert drukku og 2,000,000 bindindismenn, drakk því hver maður 90 potta af maltdrykk árlega, 16 ‘potta af vini og 9 potta af öðru áfengi. Hr. L. Lövenskjöld Fellum — Fellum pr. Skien, lætur kaupmönnum og kauptjelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.— Semja tná við umboðsmann hans. Pjetur Bjarnason, ísafirði.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.