Dagskrá - 05.08.1897, Blaðsíða 1
w
fCemur ut hvern vírkan dag.
Verð ársfjórðungs (minnst
75 arkir) kr. 1,50. í
R.vík mánaðarl. kr. 0,50.
— Arsfjórð. erlendis 2,50.
Vcrð árgangs yrir eldri knur*
endur innanlau>k<.
4 krónur.
II, 31.
Reykjavík, fimmtudaginn 5. ágúst.
1897.
Snepils-höfundurinn.
Eptir að vjer nú höfum fengið að sjá það svart á
hvítu í ísafold í gær, að dr. Valtýr lætur sjer ekki fyrir
brjósti brenna að þræta fyrir það sem satt er, jafnvel
þvert ofan í vitund margra manna, viljum vjer ekki
draga lesendur vora lengur á sönnuninni fyrir því, sem
Dagskrá hefur álitið sjer skylt að fræða almenning á,
um hinn svokallaða gula snepil; hann hefur nú þegar
fengið það nafn í pólitiskum annálum þingsins 1897,
og er rjett að láta hann halda því, enda spáum vjer að
hans verði lengi minnst, ekki síður en launungarbrjefsins
góða, sem Dagskrá gerði að opinberu umtalsefni.
Vjer höfðum, satt að segja, allra fyrst þá er vjer
tókum að rita um snepil-sendinguna búist við því, að
dr. Valtýr mundi vera of hygginn maður til þess, að leggja
út í að þræta fyrir það sem hann hafði skrifað — en
síðar urðum vjer þess þó áskynja að svo var ekki. —
Þess vegna var birt áskorun sú í Dagskrá, er menn
munu minnast, og árangurinn af henni urðu hin opin-
beru mótmæli dr. Valtýs í gær, sem menneinnig þekkja.
Vjer álitum upphaflega rjett, að blanda ekki neinu
einstöku þingmannsnafni inn í þessa sögu, og var því
auðvitað einungis skýrt frá því, á hverja leið dr. Val-
týr hefði ritað, en hinn orðrjetta snepil, er vjer höfðum
sjerstaklega fyrir augum, mun rjetturinn ef til vill fá
að sjá — þegar dr. Valtýr krefst þess,
Vjer höfum sagt að dr. Valtýr ritaði á þá leið
sem eptirfarandi vottorð segir:
Við undirskrifaðir vottum hjer með, að við höfum
verið áheyrendur að því, að einn af þingmönnum þeim,
er nú sitja á alþingi, hefur lýst því yfir að hann hafi
fengið frá dr. Valtý Guðmundssyni þingmanni Vestmanna-
eyinga, ásamt með »launungarbrjefi« því er birt hefur
verið í blöðunum, sjerstakt skeyti á þá leið: að Magnús
Stephensen landshófðingi mundi ekki verða látinn skipa
hið nýja ráðgjafasœti nje heldur mundi álits hans verða
leitað um það, hver skyldi skipa pað.
Alþingi 5. ágúst 1897.
Jón Jónsson Guttormur Vigfússon
(þnx. Eyfirðinga). (2. þm. Suðurmúlasýslu).
j — — Og megum vjer nú spyrja dr. Valtý? Þorir
hann nú að þræta, eða áh'tur hann að tíminn sje kom-
inn til þess að »gefa sig« ?
Vjer viljum skjóta því til hvers eins sem þetta les,
| hvernig framkoma Valtýs sje nú orðin gagnvart upplýs-
ingum Dagskrár. — Það þarf ekki langrar skoðunar eða
djúprar íhugunar við, til þess að sjá að ver hefur aldr-
ei neinn fallið í sjálfs síns snöru heldar en þm. Vest-
mannaeyinga gjörði þegar hann fór að þræta í ísafold í
því trausti að vjer hefðum ekki sönnun fyrir því hvað
í sneplinum stóð.
En það sem vjer viljum nú sjerstaklega minna
menn á er samanburðurinn á þessu tvennu: fyrirheitinu
um það að landshöfðinginn muni ekki eiga upp á há-
borðið hjá stjórninni framvegis og ávísuninni upp á
væntanlega öfluga hjálp þessa sama manns til þess að
styðja launungarpólitík Valtýs!
í launungarbrjefinu stendur:
— — Mundi mjer (o: Valtý) geta orðið töluvert á-
gengt og það því fremur sem landshófðingi * mun styðja
málið drengilega.
Og svo líti menn á »snepilinn« jafnframt.
Með hverju skyldi Valtýr hafa útvegað sjer loforð
um drengilegt fylgi landshöfðingja ? Og með hverju
skyldi hann hafa útvegað sjer loforð stjórnarinnar um
að gengið skyldi verða fram hjá honum þegar sú breyt-
ing kæmist á sem hann segir hiklaust að landshöfðingi
muni stuðla að?
Skyldi Valtýr- hafa farið þar svo »drengilega« að,
sem hann ljet í veðri vaka við þá menn er hann sneri
sjer til í máli þessu ?
Hjá þeim sem hann sendi »snepilinn« áleit hann að
lh. Magnús Stephensen væri óvinsæll, og þar áleit hann
að ekkert gerði til þótt hann segði hið sanna um fyrir-
j ætlanir sínar gegn honum, en þar sem hann þóttist ekki
| fullviss um óvináttu við þennan embættismann ljet hann
engan snepil fylgja, og lofaði þar »drengilegu fylgi lands-
höfðingjans með sjer«.
Og með hverri heimild lofaði nú Valtýr þessu fylgi?
— Það virðist að minnsta kosti ekki ástæðulaust að
spyrja svo nú eptir að landshöfðingjabrjefið til stjórnar-
innar er komið fyrir almenningssjónir, þar sem sannar-
*) Undirstrykað í brjefinu.