Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.08.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 05.08.1897, Blaðsíða 2
122 lega er haldið fram allt annari politik heldur en þeirri sem kennd er nú með rjettu við Valtý, hinn síðasta og lakasta politiska »humbugista« sem komið hefur fram síðan endurskoðunarmálið byrjaði. En þó maðurinn sje humbugisti, og þó enginn sem meðalmannns vit hefur muni leggja trúnað á það að stjórnin hafi það að uokkru sem hann ieggut' til um embættaskipun eða annað, er rjett að láta menn sjá hverjum meðulum »litli ráðgjafinn« hefur beitt til þess að geta látið bera á sjer í stjórnarmáli Islands. Almenn fræðsla. Menn hafa fundið ýms ráð til þess að menntun og upplýsing gæti náð sem mestri útbreiðslu, til þess að sem flestir gætu orðið hennar aðnjótandi og hún festi sem dýpstar rætur. Það eru stofnaðir fjöldamargir skólar, það eru gefin út ótal blöð og tímarit, það eru haldnir fyrirlestrar, allt í þeim lofsverða tilgangi að mennta menn og fræða, göfga þá og bæta. En það er eitt, sem ekki er lögð næg áhersla á, og þó gæti jafnast á við allt hitt og ef til vill langt um meira ef vel væri áhaldið. | Það er það að koma þeirri skoðun inn hjá öllum, eink- um lærðum mönnum og menntuðum, að þeir eigi að fræða hina, sem fávísir eru, með daglegum samræðum; ! það geta þeir kostnaðarlaust og fyrirhafnarlítið, meira að segja sjer sjálfum til mikils ávinnings; þvi margir munu þeir vera sem gleyma því smámsaman er þeir hafa numið þegar frá líða stundir, einmitt sökum þess | að þeir ekki rifja það upp fyrir sjer. Hjer á landi stendur víða svo á, að einn maður er á heimili sem vel er að sjer þótt hinir sjeu gjörsneiddir allri menntun og uppfræðslu. Mundi það því ekki vera vel gjört og hyggilega af honum að fræða heimilisfólkið um hitt og þetta sem hannveilog hefur lesið, en það ekki? Með því inni hann bæði því og sjálfum sjer gagn, fólkið yrði hluttakandi í fræðum hans og þau festust enn betur í huga hans og minni. Það eru margir sjálfmenntaðir menn á íslandi sem eru betur að sjer en margur lær.ður maður, en það hafa svo nauða fáir gott af því; þeir lesa og læra fyrir sig eina og öll þeirra þekking og | kunnátta fer með þeim í gröfina í stað þess að þeir gætu breitt hana út frá sjer fyrirhafnarlaust, svo hún yrði ótal mörgum að notum, og sama er að segja um j lærðu mennina, þeir gjöra lítið að því að mennta og fræða utan skólanna. Orsakirnar til þessa eru þrennar. Fyrst og fremst hafa menn almennt ekki trú á því að þetta sje hyggilegt, en það mundi reyndin sýna ef hægt væri að fá þá til þess; j í öðru lagi þykjast menn alls ekki skyldir til þess, en , siðferðisleg skylda hvers manns er þó sú að láta sem J mest gott af sjer leiða og ekki síst í því tilliti að upp- lýsa og fræða þá setn einhverra hluta vegna hafa ekki ástæður til að afla sjer menntunar sjálfir, og í þriðja lagi er það af því að þeir fáu sem gjöra eitthvað í þá átt eru taldir hjegómagjarnir skrumarar; menn segja að þeir gjöri þetta af því að þeir sjeu að trana sjer fram og vilji láta bera á sjer, en flestir eru svo hörundssárir að þeir þola ekki slík ummæli og vilja því ekki hætta sjer út í það. Það er þessi tortryggni og efasemi um góðan og göfugan tilgang sem opt verður bæði því og öðru til hnekkis og tafar. Það er enginn efi á því að lærðu mennirnir gætu stuðlað margfalt meira að mennt- un og upplýsing þjóðarinnar ef þeir legðu sig eptir því og þeir þyrftu alls ekki að kosta til þess fje nje eyða til þess miklum tíma. Það er að eins með daglegum viðræðum sem þeir eiga hægast með það. Sig. Júl. Jóhannesson. „Slæpingsskapur námsmanna", I 8. tölubl. Reykvíkings þ. á. er löng grein með þessari fyrirsögn; er þar farið mörgum orðum allhörðum og óvægilegum um oss námsmenn. Þótt jeg sje höf. samdóma um það að bóknám og líkamleg vinna geti vel samrýmst og eigi að gjöra það, eins og jeg hef áður ritað um, þá get jeg samt ekki leitt það hjá mjer að gjöra nokkrar athugsemdir við þessar »vinsamlegu ábendingar« (!) eins og höf. kemst að orði, einkum vegna þess að þær virðast helst eða jafnvel eingöngu stýlaðar í garð lærisveina latínuskólans, en þar er mjer kunnugt um að ummæli höf. eru ekki alveg rjett. Jeg hef komist að því áður, að sumir hafa þá skoð- un að allir skólapiltar sjeu slóðar og slæpingar, sem lifi í »vellystingum praktuglega«, en taki sjer aldrei neitt verk í hönd. Jeg verð að játa það, að þeir verja ekki allir þeim stundum hyggilega sem þeir hafa afgangs námi, en engu síður er þessi dómur langt of harður. Það eru margir piltar sem verða að berjast áfram með hnúum og hnefum til þess að geta staðist námskostnað- inn, og sá sem kemst áfram í skóla án annara hjálpar einungis af vinnu sinni, hann á það ekki með rjettu að kallast iðjulaus landeyða, og jeg get sannað höf. það ef hann vill að fjöldamargir bændasynir hafa ekkert fyrir sig að leggja nema það sem þeir vinna sjer inn í sumar- fríinu. og á milli námsstunda á vetrum, auk styrks þess á skólanum sem kallaður er »ölmusa«, en er í raun og sannleika ekkert annað en verðlaun fyrir dugnað við nám, og dugar þeim því ekki að slæpast sem vilja verða hans aðnjótandi. Það ar algengt að piltar kenna 2- -3 klukkustundir á dag og sumir lengur, og þar sem þeir

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.