Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 05.08.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 05.08.1897, Blaðsíða 3
123 sitja 6 tímá í kennslustunckim, verða að minnsta kosti að lesa undir þær 4 stundir og kenna svo 2—3, held jeg að ekki sje hægt að segja annað, ef talað er af sanngirni og rjettlæti, en að það sje nægilega langur vinnutími. Það dugar hvorki fyrir höf. nje nokkurn annan að dæma námsmenn almennt eptir einstöku slæp- ingum og telja það aðalreglu sem einungis er undan- tekning. Þar sem höf. dregur þá ályktun — ja, jeg veit ekki út af hverju, að áður hafi piltar verið miklu starfsamari og duglegri, og færir þar til það að Jón gamli Hallsson hafi verið í kaupavinnu, þá skal jeg fræða hann á því, ef hann veit það ekki áður, að meginþorri pilta er nú við heyannir eða vegabætur í sumarfríinu og meira að segja, sumir eru farnir að vinna áður en skóla er sagt upp. Þetta dæmi höf. sannar það því ekki að áður hafi piltar verið starfsamari, heldur þvert á móti; það sannar það einmitt að sögunni um Jón Hallsson hefur verið haldið á lopt lionum til hróss sökum þess að það hefur þótt sjaldgæft. Nú dettur eiigum lifandi manni í hug að tala eitt orð um það »með mikilli virðingu«(!) þótt piltar sjeu við heyannir; með öðrum orðum, það er orðið langt um algengara. »Þjer finnst allt best sem fjærst er«, segir orðtakið og þannig er það með höf.; hann er eins og sumir aðrir með því marki brenndur að hefja það til skýjanna sem liðið er, en niðra því um of sem yfir stendur. Jeg vil ráðleggja honum að lesa betur sögur embættis- og námsmenna fyr á dögum og bera þá saman við þá sem hann þekkir nú áður en hann fellir slíkan dóm í næsta skipti, sem hann hefur gjört í grein sinni. Sig. Júl. Jóhannesson. Heilinn og minnið. Hverju líkist heilinn, þegar litið er á hann sem forðabúr eða geymsluhús ? Hvers mundum vjer verða vísari ef vjer gætum gjört oss sjálfa svo óendanlega smávaxna að vjer_ gætum ferðast gegnum leynigöng heilans? — »Mundum vjer«, spyr rithöfundur einn í Cassell’s Magazine, »sjá málverk og myndir hanga þar á veggjunum ? Mundum vjer sjá hyllur og hylki þar sem skipað væri niður og geymdar í allskyns frásagnir og endurminningar ? Það er ómögulegt að hugsa sjer hvernig það geymsluhús er útbúið sem á að varðveita myndir og hljóð, og allar hinar aðrar skynjanir frá öll- um skilningarvitum mannsins. Vjer getum heldur ekki orðið þess varir, þó vjer beitum sjónaukanum, að neitt vjelasmíði sje á heilanum, því þetta gráleita efni sem hann er gjörður af er svo smágert að engin gler geta greint það. Það eina sem vjer getum fundið er sam- afn af heilaögnum (Cells). Menn hafa reiknað út r.iergð þessara agna, og menn álíta aö hver einasta hugsun eða skynjan sje nokkurskonar íbúi í heilanum sem krefst síns sjerstaka herbergis en herbergin eru hcilaagnirnar: þessar agnir eru mjög misstórar sumar '/300 úr þumlungi að þvermæli en aðrar einungis ^liooo. Stærðfræðingurinn dr. Hookc seg- ir að þær sjeu 3,15 5-7^0,000 að tölu, en eptir reikningi Magnerts eru þær aðeins 600,000,000. Menn halda að hugsunm sje að eins í nokkrum hluta heilans, sem er svo stór að ef hann væri flattur út svo að hann yrði 1 þumlungur á þykkt, þá væri hann 12 þumlungar á lengd og 11 á breidd eða 132 teningsþumlungar. Ef allar agnirnar væru V300 þuml- ungs að þvermæli, þá rúmuðust 27,000,000 þeirra í hverjum teningsþumlungi eða þær hlytu að vera 3,618,- 000,000 í allt, en sökum þess að margar eru minni, hljóta þær að vera enn fleiri. Til þess að gjöra oss grein fyrir þessari háu tölu, skulum vjer geta þess að í biblíunni allri eru taldir 3V2 miljón stafir, og þyrfti því eins stóra bók og 1,113 biblíur til þess að hún hefði eins marga stafi og heila- agnirnar eru margar. (Þýtt úr ensku). Atkvæðagreiðslu um fjárlögin (2. umr. í n.d.), á að verða lokið í kvöld. — Þetta eru lengstu um- ræður um einstakar greinir fjárlaganna er menn muna. Póstskipið „Thyra“ kom í dag og með því nokkrir farþegar; þar á meðal Lárus sýslumaður Bjarnason og frú hans, Páll sýslumaður Einarsson og fröken Helga systir hans, Arni kaupmaður Sveinsson frá Isafirði, Björn Olafsson augnalæknir, Möller apótekari með tveim dætrum, frú þóruun Scheving, Eggert Claes- sen með unnustu sína, Tómas læknir Helgason, þýskur doktor, 4 Englendingar og ein ensk kona. Óþurkar sagðir nyrðra og hafís ekki langt undan landi. í París var slátrað 11,862 hestum til manneldis árið 1893; á Islandi skammast menn sín fyrir að borða hrossakjöt. í Alpafjöllunum eru 180 tindar frá 4000 til 1 5,732 feta háir. Kolanámur á Indlandi ná yfir 35,000 ferhyrn- ingsmílur. Frakkar eyddu 13,914,000,000 kr. í herkostnað árið 1893.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.