Dagskrá - 10.08.1897, Blaðsíða 2
þingi — enda þótt það sje jafnan undarlegur vinargreiði
að tala um það fyrirfram og ótilkvaddur að maður bú-
ist ekki við að neinn vilji fylgja því sem maður álítur
sjálfur að rjett sje.
En svo þegar Skúli hafði laumast inn í meiri hluta
í stjórnarskrárnefndinni með peim ásetningi að koma þeim
sem hann ljest fylgja í opna skjöldu í déildinni, og hafði
án þess að rjettlæta það með einu einasta orði, gjört þá
trúarjátning að hann væri hreinn og beinn minni hluta
maður með Valtý — Þá var kominn sá tími að vjer
álitum ekki rjett lengur að vera að dekra við frelsis-
postulann á Isafirði. — Og því er það nú að Ðagskrá
sendir Skúla þær kveðjur sem hann verðskuldar.
Hverjir eru með?
Það hefur hingað til verið látið heita svo að lands-
höfinginn stæði einn með Islendingum á móti stjórninni,
í hinu mikilvægasta atriði allrar stjórnlagadeilunnar :
leysing sjermálanna frá ríkisráðinu. -—•
Mun nokkrum ónefnd^rn mönnum hafa verið það
ekki allskostar ókærkomið að áhersla væri lögð á þetta,
til þess að betur væri trúað sögunum um það að stjórn-
in mundi hafa litlar mætur á hinum núverandi lands-
höfðingja, þar sem hann nú hafði tekið málstað íslend-
inga. —• Fæstum mun að vísu hafa þótt það »fínt« að
vilja nota sjer það til óvinabragðs á móti lh. að hann
stóð þannig að nokkru leyti andvígur skoðun stjórnar
innar, en með þeim sömu mönnum sem enn þá í orði-
kveðnu látast fylgja því fram gegn stjórninni er lh. vill
nú styðja. — En hjá þeim mönnum sem meta þann til-
gang að koma ár sinni fyrir borð, meira en svo, að
þeir líti mjög á hver meðulin eru, var þessi fyrirsláttur
um »einangrun« Ih. gegn stjórninni fremur áheyrilegur.
— En þegar betur var að gætt fóru sumir þeirra
að verða vondaufari um að mikið yrði úr þessu bragði,
— og hefur það heyrst að nokkrir af þeim er fögnuðu
mjög ónáð landshöfðingjans í fyrstu sjeu nú orðnir
»betri þekkingar aðnjótandi« í þessu efni. —
Svo er sem sje mál með vexti að landshöfðinginn
hefur jafnan áður — nú um mörg ár :— haldið hinum
sömu skoðunum fram gegn stjórninni, og er engum bet-
ur kunnugt um það heldur en einmitt þeim mönnum er
átt hafa tal við »doktorinn« niðri í Kaupm/nnahöfn,
en sem sendu hann til þess að vita hve langt ósam-
lyndi og grunnhyggni íslendinga mundi geta leitt þá.—
I þingræðu einni í efri geild í hitt eð fyrra lýsti
lh. þvi yfir hverjar skoðanir hans í þessu efni hafa áður
verið, og í brjpfi hans til stjórnarinnar stendur það
með skýrum orðum að það er enginn ný tillaga sem
lh. kemur nú með. — Stjórnin hefur eðlilega iátið sj^r
það vel lynda að landshöfðingi hjeldi fram aðskilnaði
sjermálanna frá ríkisráðinu, þar sem hann er íslenskur
maður, og enginn ástæða til þess að harm hefði jafn
rótgróna sannfæring um gildi grundvallarlaganna á ís-
landi eins og ráðaneytið, — enda þótt stjórnin hafi ekki
til þessa látið undan í þessu máii, vafalaust helst vegna
þess að framkoma alþingis hefur verið svo hikandi og
óstöðug. — Samt sem áður er greinileg bending í brjefi
ráðgjafans til konungs, um það að að ekki sje vonlaust
um að stjórnin mundi fallast á tillögur landshöfðingja
lijer um, ef alpmgi sýndi að pað metti mikils slíkar
breytingar á stjórnarfarinu sem Ih. fer fram á.
Því fer þess vegna fjarri að landshöfðingi standi í
nokkurri skarpri »opposition« gegn stjórninni nú fremur
en áður, og munu flestir sem nokkuð þekkja til vita
það vel, að ráðaneytið hefur jafnvel búist við mikið öfl-
ugri samheldni milli þingsins og hinnar innlendu stjórn-
ar í pessu máli — heldur en orðið hefur. Stjórninni
hefur aldrei dottið í hug að láta landshöfðingjann gjalda
skoðana sinna í sjálfstjórnarmálinu — þrátt fyrir íil-
raunir og fyrirheit dr. Valtýs — enda hefði stjórnin
varla getað gjört annað óhyggilegra, heldur en að láta
íslendinga finna að landsh. þeirra væri valinn til þess
að vera á móti þeim í þessu máli. -—
En jafn fáviskulegt, sem er uppþot ýmsra manna
nú út af því, hve stjórnin muni vera óanægð með ih.
út af þessu, er hitt, að gleyma því að hinir konung-
kjórnu á alþingi hafa svo að segja í einu hljóði lýst
því yfir að þeir væru samdóma Iandshöfðingjanum um
sjerrjett íslands eptir hinni nýju stjórnarskrá. — Það
var rjettilega tekið fram af fjölmörgum þjóðkjörnum
þingmönnum í hitt eð fyrra, að mjög mikið væri unn-
ið við það að þessir tveir görendur yrðu með í kröfun-
um gegn Danastjórn. En hvernig nota þeir sjer það
svo sumir þegar þetta er fengið, og stjórnin hefur gefið
bending um að hún muni ef til vili láta undan í aðal-
atriði málsins?
Það sem vjer þó sjer í lagi viljum benda á hjer,
er það að ísl. hafa unnið þriðju stoðina með leysing
sjermálanna frá ríkisráðinu — en það eru embœttisniemi
íslenskrt stjórnardeiIdarinnar, upp að ráðgjafanum sjálf-
um. Þetta er »officiöst« kunnugt meðal íslendinga í Höfn
og dr. Valtýrhefur sjálfur sagt það fleirum en einum.
Með landshöfðingja, þeim konungkjörnu á þingi, og em-
bættismönnum ísl. stj.deildarinnar í Höfn ætti alþingi
nú sigurinn vísan ef það gæti haldið saman öflugum
sanntæringarföstum flokki, — sem vissi að með leysing-
unni frá ríkisráðinu er allt sjálfunnið á eptir, en. án
hennar er engin stjórnarbót fyrir Island hugsanleg.