Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 10.08.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 10.08.1897, Blaðsíða 3
i39 Botnvörpumálið. Kænlegt væri það eða hitt heldur af löggjöfum vorum ef þeir ætluðu nú að fara að semja við Mr. At- kinson enn á ný og gefa upp lagavernd gegn botn- vörpuvörgunum fyrir loforð hans, sem hafa þegar áður reynst þýðingarlaus, samkvæmt játning stjórnarinnar sjálfrar í forsendunum fyrir botnvörpuveiðafrv. því er hún lagði fyrir þingið. — Það liggur við að það sje barnalegt eða jafnvel hálf kjánalegt af þingmönnum að leggja nokkurn trúnað á milligöngu hins umboðslausa sjóforingja, nú eptir að sjeð er fyrir árangurinn af lagabrotssamningi þeim er lands- höfðingi gjörði við þennan sama mann í fyrra.--Flest- ir sem nokkuð þekkja til enskra samninga við lítt mann- aðar smáþjóðir, munu og kannast við að það sje betra að hafa að minnsta kosti orð stjórnarinnar sjálfrar að halda sjer til, en gjöra sig ekki ánægðan með yfirlýs- ingar einstakra Englendinga, sem kunna að gefa sig fram til þess að semja »upp á væntanlegt samþykki hennars. Það væri hryggilegur vottur um politiska fákænsku þingsins, ef það ætlaði fyrir alvöru að draga úr þvf að danska stjórnin fylgdi fram rjetti íslands innan land- helgi gegn útlendingum. En á það benda þó nefndar- álit þau sem komin eru fram í máli þessu, og breyt- ingar efri deildar á frumvarpi stjórnarinnar. Það verður þungur ábyrgðarhluti fyrir þingið gagn- vart þroskaðri skoðunum síðari tíma að hafa ekki beitt þeim hyggindum og varkárni í þessu máli, sem heimt- andi er af hverri löggjafa samkomu. Frá alþingi. Efri deild. ý. águst. Frv. til laga um br. á lögum um lausa- jártíund 12. júlí 1878. Sþ. og afgr. til n. d. Frv. til laga um br. á tilsk. 4, maí 1872 um sveitarstjórn. Vísað til 2. umr. — Frv, til viðaukal. við lög 19. febr. 1886 um utanþjóðkirkjumenn. Sömuk — Tillögur yfirskoðenda við landsreikn. 1894 og 1895. Sþ og afgr. til Ih. 5. ágúst. Frv. til laga um stofnun byggingarnefnd- ar á Seyðisfirði. Sþ. og afgr. sem lög frá alþ. — Frv. til laga um kennslu í lærða s.kólanum í Reykjavík og gagnfr.sk. á Möðruvöllum. 6. ágúst. Frv. tii laga um viðauka við lög 1880. Tekið upp í frv. til laga um br. á 6. gr. tilsk. 4. maí 1872. 7. ágúst. Frv. til laga um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar þjóðjarðir. Fellt. — Till. til þingsályktunar um frímerki. Sþ. og afgr. til n. d. p. ágúst. Frv. til l iga um br. á 6. gr. tilsk 4. maí 1872. Sþ. og endursent til n. d. 10. ágúst. Frv. til viðaukal. við lög 19. febr. 1886 um utanþjóðkirkjumenn. Sþ. og afgr. til n. d. — Frv. til laga um aðgreining holdsveikra. Sþ. og endursent til n. d. — Frv. til fjáraukalaga 1894—95. Vísað til 2. umr. — Frv. til laga um samþykkt á landsreikn. 1894—95. Sömul. Neðri deild. 6. ágúst. Frv. til laga urn brúargerð á Örnólfs- dalsá. Vísað til 2. umr. — Frv. til laga um afnám hæstarjettar sem æsta dómstóls í ísl. máium. Nefnd kosin: B. Sveinsson, Kl. Jónsson, Sk. Thoroddsen. — Frv. til laga um að gjöra landsyfirdóminn í Rvík að æstá dómstóli í ísl. málum. Vísað til sömu nefndar. 7. ágúst. Frv. til laga um samþykkt á landsreikn. 1894—95. Sþ. og afgr. til e. d. — Frv. til fjáraukal. | fyrir árin 1894—95. Sömul. —Frv. til laga um löggild- ! ingar á Hjalteyri. Sömul. — Frv. til laga um afnám ; löggildinga á verslunarstöðum (flm. Tryggvi Gunnarsson). ! Fellt. 9. ágúst. Frv. til fjárlaga fyrir árin 1898—90. Sþ. og afgr. til e. d. /o. ágúst, Frv. til laga um fjárkláða. Sþ. og afgr. til e. d. — Frv. til laga um leigu eða kaup á eimskipi á kostnað landssjóðs. Fellt frá 2. umr. — Frv. til laga um frestun á framkv. laga 25. okt. 1895 um leigu eða kaúp á eimskipi á kostnað landssjóðs. Vísað til 2. umr. — Frv, til laga um br. á lögum um lausafjártíund 12. 1 júlí 1878. Sþ. og endursent til e. d. — Frv. til laga | um afnám ítaksrjettar Vallaness. Vísað til 2. umr. — Till. til þingsályktunar um lægri menntamál. Sþ. og j afgr. til e. d. Konan í öndvegi. Eptir hið stórkostlega og viðhafnarmikla afmæli Viktoríu drottningar hafa blöðin á Englandi flutt hverja j ritgjörðina á fætur annari um það, hve miklu heppilegra j sje að hafa yfir sjer drottningu en konung. Segja menn j að hin langa og affarasæla stjórn Viktoríu drottningar sje þcss Ijóst dæmi. I einu blaði er þannig komist að orði, og mörg önnur taka í sama strenginn: »Það hefur betri áhrif á hugi manna að kona sitji að völdum en karlmaður; þær taka innilegri þátt í öllum malum og : framfylgja þeiin með meiri samviskusemi og rjettlæfi; j menn verða löghlýðnari og bera meiri virðingu fyrir öllum boðum og fyrirmælum frá stjórninni, en það er það sem víðast er skortur á. Allir stjórnendur þurfa á

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.