Dagskrá

Issue

Dagskrá - 07.09.1897, Page 7

Dagskrá - 07.09.1897, Page 7
2 26 Kvennfrelsið. (Eptir »Nýlændcr«.) í Sumir telja það órækt merki þess að konan sje að fá jafnrjetti við manninn að hún nú er tekin að vinna að ýmsurn störfum er áður voru unnin af karlmönnum eingöngu. Hún er á skrifstofum, hún er í sölubúðum, hún er í verksmiðjum og starfar að ótal mörgu öðru, en þeim, sem telja þetta merki þess að þrældómshlekkir konunnar sjeu að rýmkast, skjáltast voðalega. Það er ekki af því, heldur á það rót sína að rekja til hinna miklu framfara í öllum iðnaði. Aður var allt unnið á heimilunum og það gjörði kvennfólkið, nú eru það verk- smiðjurnar^sem tekið hafa við. Störfum þeirra hefur því fækkað heima fyrir, en í stað þeirra hafa þær tekið að gegna ýmsu áður er karlmenn einir unnu að, eins og áður er áminnst, og þetta hefði átt að geta haft góðar afieiðiugar; það hefði átt að geta verið spor í framfaraáttina, en frá voru sjónarmiði hefur það verið öfugt. Karlmennirnir hafa búið svo um hnútana að vjer konur erurn ávallt taidar sem liðleysingjar í samanburði við þá, almennt og undantekningarlaust; þar sem þeir vinna fyrir hátt kaup; verðum vjer að sætta oss við það að vera liðlega matvinnungar; þótt vjer göngum að hinni sömu vinnu og afköstum litlu minna en þeir. Þetta himinhrópandi ranglæti verður til þess að rýra álit vort enn meira en áður, það verður til þess að fjarlægja oss öllum rjettindum, það verður frelsi voru til niðurdreps og baráttu vorri tii tafar og hindrunar. Enn fremur má geta þess að á meðan verkin voru unnin á heimilunum þá var konan nokkurnveginn ejn- ráð um stjórn þeirra og þannig talsvert sjálfstæðari að öllu leyti. Nú er stjórnin öll í höndum karlmannanna; vjer erum einungis hafðar til hinna tilkomuminnstu starfa og til hins lítilfjörlegasta af þcim. Þess er getið í bók eptir Ibsen sem heitir »Solness« byggingameistari« að eldur kom upp í klæðaskápnum í húsi einu svo það brann til kaldra kola. Konan flýði með börn sín í fanginu urn hánótt út í myrkur og kulda; hún verður veik af kuldanum og nær sier aldrei aptur. Hvað höfundurinn hefur haft fyrir augum xneð þessu, veit jeg ekki glöggt, en frá mínu sjónarmiði mætti eidurinn tákna skaða þann er verksmiðjurnar hafa unnið konunni, þar sem þær hafa hrifsað iðnaðinn út úr höndum hennar og þær hafa orðið að leita sjer sömu atvinnu og karlmenn, óundirbúnar, áður enþær höfðu risið undan því ánauðaroki sem þær hafa ranglega orð- ið að bera á umliðnum öldum; þær hafa, segi jeg, orð- ið að ganga að sömu vinnu og karimenri en fengið cin- ungis örlítið kaup í samanburði við þá. — (Framh.). í Reykjavík ctu Í>edni2* að gjös^a svo vel að horga aðeíns þegaí5 þeim ei»u sendar livíttanii*. Munið eptir að panta BARNABLAÐÍÐ! Besta útlent tímarit er Islendingar eiga kost á að fá ódýrt (il kaups er gefin út af Olaf Morfi, Kristjania. Tímaritið kernur út 2svar í mánuði, 80 blaðsíður hvert hefti. Kostar, hvern ársfjórðung, 2 kr. sent til íslands. Tímaritið inniheldur glögga útdrætti úr ritgjörðum nm alls konar vísindi og listir eptir bestu tímaritum úti um heim. munntóbak og rjól frá W. F. SehTams Eftf. Fæst hjá kaupmönnunum. fást mjög vel vönduð og með góðu verði. Kaupendur snúi sjer til undirskrifaðra Brödrene Thorkildsen Aasen pr. Throndhjem Norge. er til söim Isjá T h. Th o rste s n sso n (Liverpool).

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.