Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 11.09.1897, Side 1

Dagskrá - 11.09.1897, Side 1
Verð árgaiigs lyrir eldri kaup endur innanlands. 4 krónur. Kemur ut hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsíjórð. erlendis 2,50. II, 59-60.11 Reykjavk, laugardaginn 1 1 . september. 1 897. Isafold og stjórnarskrármálið. (Framh.) Þau atriði sem nefnd eru að framan, sem sannanir um hinn óskiljanlega hvikulleik ísafoldar í stjórnarskrár- málinu, hafa verið útlistuð svo greinilega sem með þarf, til þess, að hver einasti maður með almennri þekkingu geti sjeð, að vjer höfum á rjettu að standa, þar sem vjer segjum. að ísafold skiptir ekki einasta skoðunum heldur einnig skilningi á hverju sem er í þessu máli, eptir því sem ræður við að horfa, í það og það skiptið. En til þess að þreyta ekki lesendur vora um of, skulum vjer að því er snertir ýmsar aðrar umsagnir Isaf. í þessu máli, látaoss nægja, aðtakaupporð blaðsinseins og þau hljóða, bæði þegarþað er með ogþegarþað er á móti í sama málsatriði. — Slík öfugmæli í austur og vestur munu vera sjaldgæf hjá nokkru blaði, er fæst við poli- tisk málefni — því hjer er ekki að ræða um apturhalds eða framsóknaranda, sem eðlilega geta skiptst á hjá sama manni á löngu tímabili eins og áður er á vikið. Slíkt er altítt og síst lastandi hjá neinum manni — en hitt, að snúast eins og veðurviti eptir því hvaðan vindurinn blæs, í þeim þrætuefnum, sem ekki byggjast á slíkum stefnumun, það er fágætt um politisk blöð, og ef til vill, engin dæmi þess, að neitt finnist líkt Isafold íþeirri grein. Samkvæmt því sem Isaf., ein með öðrum, hefur þrásækilega tekið fram, er það þó einungis fast og ó- breytt fylgi alls meginþorra þings og þjóðar, sem gæti leitt til stjórnarbótar fyrir ísland. — Breytingar og hringl eru miklu skaðlegri fyrir málið, heldur en gallar á því fyrirkomulagi, sem farið er fram á, — úr því að menn vita að hægt er að bæta gallana á eptir, þegar hið politiska sjálfræði er fengið. En þegar til reyndar- innar hefur komið, hefur það emmitt verið ísafold, sem öflugast allra hefur stutt allar breytingar er stungið hef- ur verið upp á. Hún hefur ætíð vcrið reiðubúin að i gjörast talsmaður hvers þess, sem miðað hefur að því, að hrinda málinu úr horfi, eptir að hafa fullyrt, æ ofan í æ, að ekkert væri um að gjöra annað, en að halda ; því hiklaust og breytingarlaust fram, sem þingið fyrst varð ásátt um 1885. Vjer skulum enn taka nokkur dæmi. Þegar síra Þorkell Bjarnason hafði ritað apturhalds- grein nokkra um stjórnarskrármálið, svaraðiísaf.ritstj. einni af viðbárum hans, landsstjórnarkostnaðinum, á þessa leið: 1886. XIII. 15. ----Það er enginn galdur, að búa til gífurlega lands- stjórnarkostnaðaráætlun, eins og þingmaðurinn gerði í sumar. Hann ætlaði t. d. landsstjóranum 30,000 kr., hverjum ráðgjafa 8,000 o. s. frv. Það er tilvalin grýla fyrir þá, sem þurfa á forynjum að halda í röksemda stað. Annað er það ekki. Á- ætlan þessi hefur verið marghrakin, bæði utan þings og inn- an, og þarf því ekki frekari orðum að henni að eyða hjer. Nú bætir hinn heiðraði höf. við stórkostlegum byggingarkostn- aði vegna hinnar fyrirhuguðu landstjórnar. En kunnugir vita mjög vel, að brýn þörf er nýrra stjórnarhúsakynna hvort sem er, áður langt um ltður, meðal annars handa bankanum, til póstafgreiðslu, til fjehirðisstarfa, o. s. frv. En þegar ísaf. sá, að skoðun síra Þorkels mundi hafa nokkurn byr hjá öðrum politiskum frávillingum, segir hún: 1897. XXIII. 50, ----Engum getum skal um það leitt, hvort landstjóra-hug- rnyndin kann að rísa upp úr duptinu einhvern tíma á ókomn- um öldum. En hitt er víst, að steindauð er hún. Enginn þingmaður hefur nú orðið einurð á að halda þeirri hugmynd á nokkurn hátt fram á þinginu. Það er ekki einu sinni til nokkurt blað, sem ymprar á henni, enginn þingmála fundur hefur gert það, ekki einu sinni nokkur maður, að því er oss er frekast kunnugt Engum blöðum er um það að fletta, hvað orðið hefur þeirri hugmynd að meini. Það er ekki synjanir stjórnarinnar. Vjer verðum ekki afhuga neinu, sem vjer höfum sannfæring um að verði oss til góðs, þó að stjórnin sje oss afundin Það er kostnaðurinn. Mönnum taldist til, að landstjóranum mundi fylgja 30—40 þús. kostnaðarauki fyrir landssjóð á ári hverju, auk ef tíl vill hálfu meiri fúlgu í eitt skipti fyrir öll til sæmilegs bústaðar handa landsstjóranum m. m. — — Um þýðingu Þingvallafundar til þess að opin- bera vilja þjóðarinnar og halda framkomu þingsins í horfi samkvæmt honum ritar ísaf., 1888 XV. 14. Til þess að drepa niour getsökum þeirn, að þjóðinni sje ekki alvara að hafa fram stjórnarskrárendurskoðunina, ættu nokkrir hinir helstu menn úr hverju kjördæmi landsins að koma saman á þingvelli við Öxará rjett fyrir þing. -Rjett fyrir þing; því þá verður árjettingin áhrifamest.-

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.