Dagskrá

Issue

Dagskrá - 11.09.1897, Page 3

Dagskrá - 11.09.1897, Page 3
235 ar uppfundningar í þessa átt, er enn þá bafa komið fram. — Vjel hr. O. S. er samsett af þremur aðalhlutum: íláti því er tekur á móti ljósmatnum sjálfum, verkfæri er skammtar það að ekki eyðist meira af efninu en brennt er jafnóðum, og loks hólfi nokkru þar sem gasið myndast af Calcium Carbide og vatni. Höfundurinn heldur að vjel sín muni kosta allt að 40—50 kr. að minnsta kosti fyrst er hún kemur á mark- aðinn, en hyggur að hún muni síðar verða talsvert ó- dýrari. — Ein vjel getur gefið af sjer 600 kertaljósa- birtu eða sem svarar fjörutíu lampaljós (lampinn talinn gefa 15 kertaljós). — Slík vjel mundi fullnægja hverju stórhýsi í Reykjavík og meira en það. En segjum að eitt hús notaði alls yfir tíu lampa birtu (samsv. c 15 kertalj. hver) þá mundi efni það sem eydd- ist í vjelinni yfir einn klukkutíma kosta hjer um bil tólf aura og þannig með 6 tíma vöku allt að 80 aur- um. En hver af tíu olíulömpum er samsvöruðu þessari birtu mundu um jafnlangan tíma brenna frá r/3—^/2 potts eptir gæðum lampans og olíunnar og yrði þannig verðmunurinn næsta lítili, en Acetylene-ljósið miklu þægi- legra og hollara. — Auk þess fullyrðir hr. O. S. að allt sem til þessarar gaslýsingar krefst, verði óðum ódýrara og endurbætt að ýmsu leyti. — Gaspípur þær sem leiða þyrfti um venjulegt Reykjavíkurhús hyggur hann að mundu ekki fara fram úr 10 kr. með verki og öllu saman. — Ljósið er viðurkennt að eyða minna andrúmslopti heldur en olíuljós og er algjörlega lyktarlaust. Það er hvítt eins og rafmagnsljós, en sker ekki í augun eins og sú birta gjörir. Acetylene lýsingin er að öllu leyti gjörsamlega hættulaus og vandalaust fyrir hvern sem er að fara með ljósfærin. — Hr. O. S. sem eins og áður er getið um er ættað- ur hjeðan úr Rvk, á heima í Lundúnum, og starfar þar að vjelauppfundningutn. Hann er gáfaður og fjölhæfur smiður, og talinn meðal efnilegustu manna af þeim er þekkja hann og uppfundningar hans. — Hann hefur komíð hingað tii landsins með frain í því skyni að j rannsaka hvort hægt mundi að vinna kalk úr Esjunni j nægilega mikið til þess að flytja út Calcium Carbidc j (sem er brennt saman af kalki ó5°/o og gaslausum kol- um 35% við sterkan rafmagnshita) — en hann álítur að kalknáman muni ekki vera nógu rík til þess. — Vonandi er samt að menn geti gert praktiskar til- j raunir með ljós hans hjer t. d. í sölubúðum, verkstofum o. þvíuml. til að byrja með. — Allt sem til þessarar lýsingar heyrir er ekki dýrara en svo að það væri vel reynandi — og gæti Acetylene-gasið ef til vill komið bænum að mjög miklu gagni, einkum þegar það væri orðið nokkru ódýrara en nú er. Hvernig rtendur á því að mönnum er þolað það dag út og dag inn að binda klifjaða hesta, stundum með sterkum kaðaltaumum og jafnvel múla- beislum hvern aptan 1 tagl hins, og valda á þennan hátt hneyksli fyrir tilfinning allra er þola illa að sjá beitt miskunarleysi gegn skepnum? Hvernig stendur á því að lögreglan bannar ekki þennan þarflausa og grimmdarfulla ósið? Þetta hlýtur að koma til af því að lögregsustjóra bæjarins, sem er álitinn ötull og samviskusamur embættismaður, muni ekki vera kunnngt um að það á sjer stað. Stökur. Ymsir alþýðumenn, vel menntaðir og hagmæltir hafa sent vísur og kvæði til Dagskrár — en vjer höfum ekki sjeð fært að taka upp nema fá sýnishorn af þeim. Vtsur þær sem hjer fara á eptir eru orktar af bónda 1 Skaptafellssýslu og sýna hversu smekklega og lipurt margir sjálfupplýstir Islendingar yrkja. —• Það er næstum hátíð að heyra sltkar fordildalausar vísur hjá hinu samanglamraða tilgerðar hnoði sumra af vorum svoköll- uðu lærðu leirbullurum. Sóleyjan er sólarfögur svo mig undrar hennar prýði — er fjöllin skrýðir fannakögur fölnar þetta lista smíði. Eg var fagur eins og blómin á æskulífsins vori fríðu; æfin leið og öldra dóminn ellin reit með blíðu og stríðu. Þótt mig tíminn þreyti, og beygi þótt jeg verði lík í moldu, eg samt lifna á lífsins degi líkt óg blóm er vex á foldu. Hvaðan spretta lífsins lindir, ljós og afl sem vex og nærist, allar þessar ótal myndir alls þess sem er til og hrærist? Upphaf þessa enginn skilur endir þess er hulinn gata, eilífðina húmið liylur, hulduveginn engir rata. Holdsveikraspítaiinn. Bald byggingarmeist- ari hefur fyrir nokkru byrjað að gjöra grunn undir spí- talann í Laugarnesi, og hefur hann tekið það verk að sjer .fyrir 15 þúsund krónur. Alls á byggingin að kosta 80 þúsundir, og verður haft undirboð á henni um Norðurlönd. — Spítalinn á að samsvara kröfum tím- ans og verða byggður í einkennilegum stíl. —- A grunni þeim er hr. Bald hleður cru alls 44 horn.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.