Dagskrá - 11.09.1897, Page 6
2jS
heima. Það hafði alltaf verið að dimma í huga henn-
ar þessnr þrjár vikur, en nú var eins og heldur færi að
elda nptur. Hún sat rjett fyrir ofan bæinn milli trjánna
og sá allt sem fram fór í nánd, en enginn gat sjeð hana.
Þegar hún hafði setið þarna stundarkorn og hann kom
ekki, var eins og einhver gagnólík öfl berðust ákaflega
í huga hennar. Hún hlustaði og hlustaði og heyrði til
allra, er fram hjá gengu, löngu áður en þeir komu —
cn aldrei kom hann; ýmist rjeð hún sjer varla fyrir
gremju og reiði eða hún varð döpur og hrygg. Fugl-
arnir sem flugu í hveldkyrðinni af einni grein á aðra,
gjörðu hana dauðhrædda; hver einasta hreyfing og hvert
einasta hljóð frá þorpinu vakti athygli hennar. Stórt
skip ljetti atkerum og sjómennirnir sungu glaðir og á-
hyggjulausir, þeirvildu komast út af höfninni um kvöld-
ið til þess að geta notað morgunkaldann.
Hana langaði svo innilega að fylgjast með þeirn út
á reginhaf og berast á himinháum öldum. Það var eins
og sjómannasöngurinn vekti hjá henni óstjórnlega löng-
un til þess að þjóta eitthvað út í geiminn; en hvert, vissi
hún ekki. — Allt í einu sá hún hvíta hattinn beint fyr.
ir framan sig á veginum; hún spratt upp og þaut af stað;
en á leiðinni sá hún það, að hún hefði ekki átt að hlaupa;
hún sá það að hún gjörði hvert axarskaptið á fætur öðru;
hún staðnæmdist. Þegar hann gekk til hennar, stóð hún
kyr og kastaði mæðinni; hann heyrði glöggt hvern and-
ardrátt og hún ha.fði sama vald yfir honum nú þegar
luin var hrædd, sem hún hafði haft forðum þegar hún
var einörð og hugrökk. Hann var einurðarleysislegur og
nærr' því vandræðalegur á svipinn og mælti svo lágt
að varla heyrðist: »Vertu ekki hrædd!«.
Hún skalf og nötraði og það sá hann; hann ætlaði
að hughreysta hana með því að taka fast í hönd henn-
ar; en jafnskjótt og hendur þeirra mættust, hrökk hún
við eins og hún hefði brennt sig og þaut af stað af
nýju; en hann stóð grafkyr og starði á hana.
Hún stökk þó ekki langt, hún varð að staðnæm-
ast tii þess að kasta mæðinni, hún greip öndina á lofti,
og studdi báðum höndum þjett á brjóst sjer, því það
var alveg ems og hún ætlaði að springa. — Hún hlust-
aöi, hún heyrði fótatak í grasinu, hún heyrði skrjáfa í
laufinu, hann kom, beint á móti henni; — hann hlaut að
sjá hana?! nei, hann sá hana ekki? — jú, hann sá hana!
— nei, hann gekk fram hjá henni. Hún var ekki hrædd;
ekki gat það verið af því, en hún var í áköfum geðs-
hræringum og þegar hann var kominn fram hjá, fór mesti
ákafinn af henni og kraptar hennar veiktust jafnframt;
hún hneig niður máttvana og tilfinningasljó.
Eptir langan tíma stóð hún á fætur aptur og ráf-
aði eptir veginum án þess að hún vissi hvert hún ætlaði;
skömmu síðar kom hún þar að er hann sat og beið þol-
inmóður; nú stóð hann upp. Hún sá hann ekki, hún
gekk í nokkurs konar leiðslu og mælti ekki orð af vör-
um; hún hjelt höndum fyrir andlit sjer og grjet. Þetta
hafði svo mikil áhrif á Yngva Vold að honum varð orð-
fátt nokkra stund; loksins mælti hann: »Jeg skal tala við
móður mína f kveld, á morgun verður allt til lykta leitt
og eptir nokkra daga skaltu sigla með mjer og verða
konan mín«. Nú beið hann eptir svari, og hann von-
aðist að minnsta kosti eptir að hún mundi líta upp, en
hún gjörði það ekki. Hann þýddi þessa þögn hennar
og afskiptaleysi eins og hann vildi helst og mælti: »Þú
svarar ekki? þú getur það ekki — jæja, það gjörir ekk-
ert til; þjer er óhætt að treysta mjer, jeg mun aldrei
bregðast þjer upp frá þessari stundu—góða nótt!« Að
svo mæltu fór hann.
Hún stóð ein saman eptir eins og í draumi; óljós-
ar myndir liðu öðru hvoru í gegn um huga hennar, en
yfir höfuð vissi hún naumast hvort hún var vakandi eða
sofandi.
Hún hafði hugsað um Ingve Vold þessar þrjár vik-
ur og allt þetta sem liún nú hafði lifað, var henni svo
óskiljanlegt sem fremst mátti verða. Hann var einn af
hinum ríkustu mönnum bæjarins, kominn af hinni elstu
og helstu ætt, er þar var; að hann skyldi geta tekið
hana að sjer án tillits til fátæktar og ættsmæðar; það
var henni óskiljanlegt; hún hafði búist við allt öðru.
Hún hugsaði lengi um alla þessa leyndardóma, allar
þessar þungskildu gátur og smámsaman tók að birta
upp í huga hennar; hún fór að skoða framtíðina, ef
allt þetta rættist; þá varð hún jafningi allra helstu
kvenna í bænum; hún sá í anda viðhöfn og virðing þá
er hún nyti með Yugve Vold, hún sá skipið ferðbúið,
sem átti að flytja þau til fjarlægra landa, —- til Spán-
ar, í blásandi byr yfir æstar öldur.
Næsta morgun þegar hún vaknaði, sagði þjónustu-
stúlkan henni að klukkan væri orðin hálf tólf. Petra
fann það að hún var ákaflega svöng; hún bað um mat
og borðaði tvöfallt við það, sem hún var vön; hún
hafði höfuðverk og var mjög máttfarin, lagðist útaf apt-
ur og sofnaði.
Þegar hún vaknaði næst var kl. orðin þrjú e. m.;
þá leið henni vel; höfuðverkurinn var horfinn og hún
hafði að mestu náð sjer aptur. Móðir hennar kom og
sagði að hún hefði sjálfsagt sofið úr sjer vesöldina og
nú væri tími kominn fyrir hana að fara á saumaskól-
ann. Petra sat uppi í rúini sínu og studdi hönd undir
kinn. Hún svaraði án þess að líta upp að hún ætlaði
aldrei á saumaskólann optar. „Hún er þá úrill enn þá“
hugsaði móðir hennar og fór ofan og sótti brjef og
böggul er einhver hafði komið með. Petra hafði lagst