Dagskrá - 11.09.1897, Blaðsíða 7
»39
útaf aptur, en reis upp þegar hún sá sendinguna, en
opnaði þó hvorki brjefið nje böggulinn, fyr en móðir
hennar var komin ofan, þá byrjaði hún á bögglinum —
í honum voru frakkneskir skór; hún fleygði þeim frá
sjer og þótti þeir vera klumpslegir á tærnar. Hún leit-
aði betur í bögglinum og fann þar eitthvað vafið innan
í silkipappír, — það var armband úr gulli; enn varþar
lítill böggull, er hún skoðaði, og það voru frakkneskir
hanskar. I einum þumlinum á öðrum þeirra voru tveir
gullhringar. »Hvað!« hugsaði Petra og hjartað barðist
í brjósti hennar; hún leit innan í hringana og í öðrum
þeirra stóð »Petra«, ártal og mánaðardagur; í hinum
var »Gunnar«; hún varð náföl, kastaði bæði hringunum
og böglinum á gólfið, eins og það væru eldkögglar, er
hún hefði brennt sig á og reif upp brjefið; það var
dagsett í Calais og hljóðaði þannig:.
(Frh.)
Nýjár.
(Eptir Nylænde).
Dagarnir eru eins og smábárur, sem allar safnast
saman í eina stóra öldu — árið. Þegar síðasti dagur
ársins er liðinn, þá er aldan fullkomnuð og hverfur út
í minningarhaf árþúsundanna. Þú horfir þögull eptir
hinni hverfandi öldu, þar sem þú hefur barist og grátið,
hlegið og vonað. Sálaraugu þín sjá í gegn um hana
og greina þar hverja einstaka báru; þær eru margar
þrungnar og sollnar og vekja sárar endurminningar í
huga þínum. —• Þú lest eitthvað út úr hverri einustu j
öldu; það er eins og þú heyrir sumar falla að fótum
þjer með ógn og æði, það dunar og drynur í grjótinu
þegar þær sogast til baka og ótal raddir, satnblandaðar
og óljósar berast að eyrum þjer. Sumar þeirra ásaka
þig og afella, þú finnur þig sekan, það er eins og ótal
strengir bresti í hjarta þínu og þú rekur upp angist-
ar óp.-------
Þá sjer þú aðrar bárur bláar og fagrar, þær líða
áfram hægt og ljett og sólarljómi leikur á yfirborði
þeirra, svo bjartur að þær verða glæstar og gagnsæjar.
— Þú brosir eins og barn í saklausri gleði og þú sjer
margar •— margar bárur, er minna þig á bjarta og
brosandi gleðidaga þegar þú sást eklci nema ljóshlið
lífsins og heimurinn vaggaði þjer á unaðsöldum sín-
um. — Æfiknör þinn flytst yfir á fyrstu báru hins kom-
anda ársog þú einsetur þjer að stýra svo vel og vitur-
lega, sem best þú megir. Haltu fast við það áform!
•S . 7. J.
Tóbaksreykingu hefur víða verið tekið að komaíveg
fyrir við ýmsa skóia í Ameriku. Vísindaiegar rannsóknir hafa
sýnt hað og sarmað, að ti'haksreyking hefur ekki einungis
skaðieg .ihrif á líf og heilsu, heldur stendur hún einnig mennt-
an og andlegum þroska fyrir framförum. Háskólastjórnin í
Boston hefur harðlega bannað tóbaksreykingar í skólanum;
ef einhver verður uppvís að því, þá er hann tafarlaust rekinn
á brott. Sama er að segja um háskólann í Ohio. I.æknarnir
við háskólann í Yale fullyrða, að þeir stúdentar, sem ekki
reykja, taki miklu meiri framförum við nám sitt, en hinir.
Professor Forol segir, að afleiðingar áfengisnautnar
sjeu enn voðalegri í Ameriku en Evrópu, þótt skæðar sjeu þar.
Hinir spánsk-amerísku Kreolar, sem eru afar grimmir og
sneyddir allri mannúð, nota brennivínið til þess að gjöra
Indíánana að dýrum og láta þá ganga viljuga í þrældóm.
I Perú lána menn þeim fje fyrir brennivíni til þess að drekka
á sunnudögum, gegn því, að þeir vinni hjá þeim alla vikunal
Hr. L, Lövenskjöld
Fellum — Fellum pi>. Skíera, lætur kaupmönnum
og kauptjelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt
fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.—
Semja má við umboðsmann hans.
Pjetur Bjarnason, ísafirð.
Munið eptir að panta
BARNA BLAÐIÐ!
Ó. R. G. T.
FUNDUR í Good-Templarsíúkunni
„HLÍN“, Nr. 33,
er haldinn á hverjum mánudegi, kl. 8 e. h.,
í Good-Tempiarhúsinu.
Þar er allt af eitthvert skemnitilcgt efni á dagskrá.
Nýir meðlimir veikomnir!
Tvö íierbergi óskast til leigu frá i. októ-
ber*.
Peningabudda hefur týnst með peningum í; finn-
andi skili á afgreiðlsustofu Dagskrár, gegn fundarlaunum.
Eitt herbergi
ásamt aðgangi að eldhúsi óskast til leigu.*
Ungur piltur, sem vill fullkomnast í snikkaraiðn og
gjöra sveinsstykki, getur fengið vetrarvist.*