Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 15.09.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 15.09.1897, Blaðsíða 4
248 Fiskimærin, Eptir Björnstjerne Björnson. (Framh.). Næsta morgun sat Petra á rúmstokknum í herbergi sínu, hálfklædd, og þannig sat hún allan daginn. I hvert skipti sem hún ætlaði að halda áfram að klæða sig, hnigu hendurnar aflvana niður í kjöltu hennar. Hug- sanir hennar hvíldu svo ríkt á viðburðunum daginn áð- ur, að hún hefði ekki orðið vör við neitt, sem fram hefði farið í kringum hana. Hún lifði aptur í huga sjer stund þá er hún mætti Ödegaard; hún heyrði hvert einasta orð, sá hvert bros. fann hvert handtak og hvern koss. Hún lifði þetta upp aptur og aptur eins og í sælum draumi. Hún hafði stundum óljósa vitund um það að þetta væri ekki virkileiki og einsetti sjer að rísa upp úr þessum drauma dvala, en það var eins og hún væri heill- uð, hún gat það ekki með nokkru móti. Vegna þess að hún kom ekki ofan, hjelt móðir hennar að hún hefði aptur tekið að lesa þegar Ödegaard kom; hún sendi henni matinn .upp og vildi láta hana njóta næðis. Loks- ins þegar komið var kvöld, stóð Petra upp. Hún tók nú að skoða allt fermingarskrautið sitt. Það var reynd- ar ekki mikils virði, en hún hafði aldrei tekið eptir því fyr en nú. Aður hafði hún ekki verið neitt hneigð fyr- ir skraut, en nú var vöknuð hjá henni löngun til þess að vera »fín«, eins og hinar stúlkurnar. Hún skoðaði hverja flíkina á fætur annari og allar þóttu henni þær ljótar og leiðinlegar; nú hefði hún viljað gefa mikið til þess að vera »hin fegursta«. — »Hin fegursta«, já þau orð hafði hún heyrt fyrir skömmu, hún hratt frá sjer þeirri hugsun — hún vildi ekki láta nokkrar annarlegar hugs- anir blandast saman við endurminningarnar frá deginum áður. Hún gekk hægt um gólfið og hagræddi ýmsu í herberginu; hún leit út um gluggann. Útsýnið var hið fegursta; sólroðin ský sveipuðu fjallatindana og miidum kveldblæ andaði utan úr skóginum og henni heyrðist hann hvísla þýðlega í eyru sjer orðum þessum: »Jeg kem, jeg kem? Hún gekk að speglinum, en í sama bili heyrði hún rödd Ödegaards niðri hjá móður sinni. Hún heyrði hana segja honum hvar herbergið hennar væri; hann var kominn að sækja hana! Óútmálanleg gleði gagntók hana, hún renndi augunum skyndilega yfirherbergið til þess að vita, hvort allt væri í lagi þegar hann kæmi inn, og gekk því næst fram að dyrunum. Það var drepið Ijett högg á dyrnar; »Kom inn!« mælti Petra og hörfaði lítið eitt aptur á bak. Þenna sama morgun hafði Odegaard verið sagt það þegar hann hringdi og bað um kafifi að Yngve Vold hefði komið þangað tvisvar um morguninn og ætlað að finna hann. Honum var ckkert um það gefið að fara að taia við ókunnan mann þegar hann var nýkominn heim úr ! langferð, og það því fremur þar sem það var svona snemma morguns en einmitt sökum þess að maðurinn kom svona snemma, hlaut hann að hafa eitthvert áríð- andi erindi við Ödegaard Þegar hann var liðlega hálfklæddur kom Yngve í þriðja sinn: »Góðan daginn.L mælti hann og lagði frá sjer hvíta hattinn. Yður þykir það ef til vill undarlegt að jeg kem j að finna yður svona snemma dags; þjer farið annars | nokkuð seint á fætur, jeg hef komið hingað tvisvar í ! morgun áður og þetta er í þriðja skiptið; jeg hef mik- j ilsvarðandi málefni að bera upp fyrir yður, jeg má til j með að fá að tala við yður«. »Gjörið svo að setjast« mælti Ödegaard og settist í vöggustól. Þakka yður fyrir, jeg vil helst ganga um gólf, jeg hef einga eirð á að sitja, jeg er í töluverðum geðshrær- j ingum; jeg er alveg utan við mig síðan í gær, al- veg örvinglaður; það er hvorki meira nje minna; og það í er allt yður að kenna« »Mjer?« — »Já yður,. þjerhafið vakið eptirtekt á henni, engin hafði veitt henni eptirtekt nema þjer einn. Og eins víst er það og jeg heiti Yngve Vold að jeg hef aldrei sjeð þvílíkt; í allri Evrópu hef jeg aldrei sjeð neitt eins óskiljanlegt eins hvimleitt, illt og bölvað á allar lundir. —• Jeg hafði engan frið, hvar setn jeg fór og hvenær sem jeg var á ferð, var hún í vegi fyrir mjer; jeg fór á brott, kom aptur; — það var ómögulegt — er það ekki satt? Fyrst vissi jeg ekki hver hún var — »það er Fiski- mærins sögðu menn. — »Spánarstúlkan« hefðu þeir átt að segja, Zigeunamærin, galdranornið; einungis eldur, augu, hár, barmur, — hvað? — Hún hoppar, dansar, hlær, syngur, leiptrar, ljómar, roðnar, viknar, - - það er undarlegur fjandi. — Jeg hljóp á eptir henni innámilli skógartrjánna, — kveldið var þögult og hljótt, veðrið blítt og inndælt —• hún staðnæmdist, jeg stóð kyrr, við yrtumst á nokkrum orðum, hún söng, hún dansaði — og svo? svo gaf jeg henni festina mína, og þó er það eins satt og jeg stend hjerna, að jeg hafði ekki hugs- að mjer það einni mínútu áður! — Svo hittumst við aptur á sama stað; hún hljóp eins og áður, hún var hrædd — og jeg — ja, getið þjer trúað því? jeg gat ekki sagt eitt einasta orð, heldur en jeg væri múlbund- in; jeg þorði ekki að snerta hana; en þegar hún svo kom aptur þá bað jeg hennar; jeg hafði ekki hugsað mig um það eina sekúndu á undan! — Dagurinn í gær var sannur reynsludagur fyrir mig, jeg ætlaði að reyna að vera án hennar — það veit trúa mín, að jeg gat það ekki, ieg hafði engan stundlegan frið, jeg ætl- aði alveg að ganga frá vitinu, jeg gat ekki án hennar verið og ef jeg fæ hana ekki, þá drep jeg mig — drep

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.